Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 53

Egils saga Skalla-Grímssonar 53 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 53)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
525354

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hringur jarl og Aðils, bróðir hans, bjuggu her sinn og fóru
þegar um nóttina suður á heiðina. En er ljóst var, þá sáu
varðmenn þeirra Þórólfs, hvar herinn fór; var þá blásinn
herblástur, og herklæddust menn, tóku síðan að fylkja liðinu
og höfðu tvær fylkingar. Réð Álfgeir jarl fyrir annarri
fylking, og var merki borið fyrir honum; var í þeirri fylking
lið það, er honum hafði fylgt, og svo það lið, er þar hafði
til safnast úr héruðum; var það miklu fleira lið en það, er
þeim Þórólfi fylgdi.



Þórólfur var svo búinn, að hann hafði skjöld víðan og
þykkvan,hjálm á höfði allsterkan, gyrður sverði því, er hann
kallaði Lang, mikið vopn og gott; kesju hafði hann í hendi;
fjöðrin var tveggja álna löng og sleginn fram broddur
ferstrendur, en upp var fjöðrin breið, falurinn bæði langur
og digur, skaftið var eigi hærra en taka mátti hendi til fals
og furðulega digurt; járnteinn var í falnum og skaftið allt
járnvafið; þau spjót voru kölluð brynþvarar.



Egill hafði hinn sama búnað sem Þórólfur, hann var gyrður
sverði því, er hann kallaði Naður; það sverð hafði hann
fengið á Kúrlandi; var það hið besta vopn; hvorgi þeirra
hafði brynju.



Þeir settu merki upp, og bar það Þorfinnur strangi; allt lið
þeirra hafði norræna skjöldu og allan norrænan herbúnað; í
þeirri fylking voru allir norrænir menn, þeir er þar voru;
fylktu þeir Þórólfur nær skóginum, en Álfgeirs fylking fór
með ánni.



Aðils jarl og þeir bræður sáu það, að þeir myndu ekki koma
þeim Þórólfi á óvart; þá tóku þeir að fylkja sínu liði; gerðu
þeir og tvær fylkingar og höfðu tvö merki; fylkti Aðils móti
Álfgeiri jarli, en Hringur móti víkingum. Síðan tókst þar
orusta; gengu hvorirtveggju vel fram.



Aðils jarl sótti hart fram, þar til er Álfgeir lét undan
sígast; en Aðils menn sóttu þá hálfu djarflegar; var þá og
eigi lengi, áður en Álfgeir flýði, og er það frá honum að
segja, að hann reið undan suður á heiðina og sveit manna með
honum; reið hann, þar til er hann kom nær borg þeirri, er
konungur sat.



Þá mælti jarlinn: "Ekki ætla eg oss fara til borgarinnar; vér
fengum mikið orðaskak, næst er vér komum til konungs, þá er
vér höfðum farið ósigur fyrir Ólafi konungi, og ekki mun
honum þykja batnað hafa vor kostur í þessi ferð; mun nú ekki
þurfa að ætla til sæmda, þar sem hann er."



Síðan reið hann suður á landið, og er frá hans ferð það að
segja, að hann reið dag og nótt, þar til er þeir komu vestur
á Jarlsnes; fékk jarl sér þar far suður um sæ og kom fram á
Vallandi; þar átti hann kyn hálft; kom hann aldregi síðan til
Englands.



Aðils rak fyrst flóttann og eigi langt, áður hann snýr aftur
og þar til, er orustan var, og veitti þá atgöngu.



En er Þórólfur sá það, sneri hann í mót jarli og bað þangað
bera merkið, bað menn sína fylgjast vel og standa þykkt --
"þokum að skóginum," sagði hann, "og látum hann hlífa á bak
oss, svo að þeir megi eigi öllum megin að oss ganga."



Þeir gerðu svo, fylgdu fram skóginum; varð þá hörð orusta;
sótti Egill móti Aðísli og áttust þeir við hörð skipti;
liðsmunur var allmikill, og þó féll meir lið þeirra Aðils.



Þórólfur gerðist þá svo óður, að hann kastaði skildinum á bak
sér, en tók spjótið tveim höndum; hljóp hann þá fram og hjó
eða lagði til beggja handa; stukku menn þá frá tveggja vegna,
en hann drap marga. Ruddi hann svo stíginn fram að merki
jarlsins Hrings, og hélst þá ekki við honum; hann drap þann
mann, er bar merki Hrings jarls, og hjó niður merkistöngina.
Síðan lagði hann spjótinu fyrir brjóst jarlinum, í gegnum
brynjuna og búkinn, svo að út gekk um herðarnar, og hóf hann
upp á kesjunni yfir höfuð sér og skaut niður spjótshalanum í
jörðina, en jarlinn sæfðist á spjótinu, og sáu það allir,
bæði hans menn og svo hans óvinir. Síðan brá Þórólfur
sverðinu, og hjó hann þá til beggja handa; sóttu þá og að
hans menn. Féllu þá mjög Bretar og Skotar, en sumir snerust á
flótta.



En er Aðils jarl sá fall bróður síns og mannfall mikið af
liði hans, en sumir flýðu, en hann þóttist hart niður koma,
þá sneri hann á flótta og rann til skógarins; hann flýði í
skóginn og hans sveit; tók þá að flýja allt lið það, er þeim
hafði fylgt. Gerðist þá mannfall mikið af flóttamönnum, og
dreifðist þá flóttinn víða um heiðina. Aðils jarl hafði niður
drepið merki sínu, og vissi þá engi, hvort hann fór eða aðrir
menn. Tók þá brátt að myrkva af nótt, en þeir Þórólfur og
Egill sneru aftur til herbúða sinna, og þá jafnskjótt kom þar
Aðalsteinn konungur með allan her sinn og slógu þá
landtjöldum sínum og bjuggust um.



Litlu síðar kom Ólafur konungur með sinn her; tjölduðu þeir
og bjuggust um, þar sem þeirra menn höfðu tjaldað; var Ólafi
konungi þá sagt, að fallnir voru þeir báðir jarlar hans,
Hringur og Aðils, og mikill fjöldi annarra manna hans.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.