Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

EgSH ch. 5

Egils þáttr Síðu-Hallssonar 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (EgSH ch. 5)

UnattributedEgils þáttr Síðu-Hallssonar
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Annan dag eftir er það sagt að menn ganga með höfðingjum og
vinum jarls að biðja að hann vægi syni sínum og honum sami
eigi að þrengja hans ráði "og er það vegur yðvar," sögðu
þeir. "Takið nú upp heldur nokkuð gott ráð og sæmilegt sem
þér eruð líklegir til þegar þér hugsið málið og reiði yður
sefast."



Jarl svarar og spurði hver sá var hinn mikli maður er næstur
gekk Tófa: "Leiðið þann hingað til máls við mig."



Nú er svo gert og er Egill kom fyrir jarl þá spurði jarl hver
hann væri en Egill segir honum deili á sér.



Þá mælti jarl: "Hvað kanntu að segja mér frá konungi þessum,
honum Ólafi, eða hvern veg barst að er þið fenguð hans
reiði?"



Egill segir honum nú alla tilstöðu um þetta og talar þar
síðan snjallt erindi því að hann var vel orðfær. Undruðust
þeir mjög er hjá voru hans orðsnilld. Síðan segir hann jarli
hver ágætismaður Tófi var og hversu gott var slíkan son að
eiga og biður hann nú gera honum sæmd og virðing fyrir
mennsku sökum og frændsemi.



Jarl mælti þá að Tófi skyldi þangað koma og var þá svo gert.



Þá mælti Valgautur jarl er hann var þar kominn: "Svo virðist
mér," segir hann, "sem yður þyki að sýnu ganga að konungur
yðvar hafi ráð mitt allt í höndum ef eg kem á hans fund. En
nú fyrir þá sök að þér hafið á honum ást mikla og viljið hans
vilja gera í því er þér megið en hafið honum eiða svarið og
líf yðvart við lagið en mig væntir þó þess, þó að yður þyki
það ólíklegt, að konungur yðvar neyði mig til einskis hlutar
þótt eg komi á hans fund og er eg í trausti um það að svo mun
kraftur og máttur goðanna skýla oss að eg verð ekki
nauðungarmaður konungs þessa. En fyrir snilld þessa manns,
hans Egils, og fyrir það annað að eg sé reyndar er reiði
gengur af að eigi byrjar mér að gera Tófa líftjón þá er nú
svo komið að eg mun fara með yður ef þér viljið og með öngum
fjölda liðs ef þér kallist þá lausir vera og sýknir ef
konungur sér mig og eg kem á hans fund. En ekki berst eg þó
það fyrir að taka trúna þá er hann boðar og fyrr skulu brenna
þorp og kastalar í mínu ríki og margur góður drengur látinn
en eg játi mig undir þessa óhæfu."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.