Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 45

Haralds saga Sigurðssonar 45 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 45)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
444546

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Finnur Árnason bjó þá á Yrjum á Austurátt. Hann var þá lendur
maður Haralds konungs. Finnur átti Bergljótu dóttur Hálfdanar
Sigurðarsonar sýrs. Hálfdan var bróðir Ólafs konungs hins
helga og Haralds konungs. Þóra kona Haralds konungs var
bróðurdóttir Finns Árnasonar. Var Finnur hinn kærsti konungi
og allir þeir bræður. Finnur Árnason hafði verið nokkur sumur
í vesturvíking. Höfðu þeir þá verið allir saman í hernaði
Finnur og Guttormur Gunnhildarson og Hákon Ívarsson.



Haraldur konungur fór út eftir Þrándheimi og út á Austurátt.
Var honum þar vel fagnað. Síðan töluðust þeir við konungur og
Finnur og ræddu sín á milli um þessi tíðindi er þá höfðu
gerst fyrir skemmstu, aftöku Einars og þeirra feðga og svo
kurr þann og þys er Þrændir gerðu að konungi.



Finnur svarar skjótt: "Þér er verst farið að hvívetna. Þú
gerir hvaðvetna illt en síðan ertu svo hræddur að þú veist
eigi hvar þú hefir þig."



Konungur svarar hlæjandi: "Mágur, eg vil nú senda þig inn til
býjar. Eg vil að þú sættir bændur við mig. Vil eg ef það
gengur eigi að þú farir til Upplanda og komir því við Hákon
Ívarsson að hann sé eigi mótgöngumaður minn."



Finnur svarar: "Hvað skaltu til leggja við mig ef eg fer
forsendu þessa því að bæði Þrændir og Upplendingar eru
fjandur þínir svo miklir að engum sendimönnum þínum er fært
þannug nema sín njóti við."



Konungur svarar: "Far þú mágur sendiförina því að eg veit að
þú kemur áleiðis ef nokkur kemur að gera oss sátta og kjós þú
bæn að oss."



Finnur segir: "Halt þú þá orð þín en eg mun kjósa bænina. Eg
kýs grið og landsvist Kálfi bróður mínum og eignir hans allar
og það með að hann hafi nafnbætur sínar og allt ríki sitt,
slíkt sem hann hafði áður hann fór úr landi."



Konungur sagði og játti öllu þessu er Finnur mælti, höfðu að
þessu vitni og handfestar.



Síðan mælti Finnur: "Hvað skal eg Hákoni fram bjóða til þess
að hann játti þér griðum? Hann ræður nú mest fyrir þeim
Þrændum."



Konungur segir: "Hitt skaltu fyrst heyra hvað Hákon mælir til
sættar fyrir sína hönd. Síðan kom þú mínu máli sem framast
máttu en að lyktum þá neitaðu konungdóminum einum."



Síðan fór Haraldur konungur suður á Mæri og dró að sér lið og
gerðist fjölmennur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.