Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 44

Haralds saga Sigurðssonar 44 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 44)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
434445

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Einn dag var átt mót og var konungur sjálfur á mótinu. Hafði
verið tekinn í býnum þjófur einn og var hafður á mótinu.
Maðurinn hafði verið fyrr með Einari og hafði honum vel
getist að manninum. Var Einari sagt. Þá þóttist hann vita að
konungur mundi eigi manninn láta undan ganga fyrir því að
heldur, þótt Einari þætti það máli skipta. Lét þá Einar
vopnast lið sitt og ganga síðan á mótið. Tekur Einar manninn
af mótinu með valdi.



Eftir þetta gengu að beggja vinir og báru sáttmál milli
þeirra. Kom þá svo að stefnulagi var á komið. Skyldu þeir
hittast sjálfir. Málstofa var í konungsgarði við ána niðri.
Gekk konungur í stofuna við fá menn en annað lið hans var úti
í garðinum. Konungur lét snúa fjöl yfir ljórann og var lítið
opið á. Þá kom Einar í garðinn með sitt lið.



Hann mælti við Eindriða son sinn: "Ver þú með liðinu úti. Við
engu mun mér þá hætt."



Eindriði stóð úti við stofudyrin.



En er Einar kom inn í stofuna mælti hann: "Myrkt er í
málstofu konungsins."



Jafnskjótt hljópu menn að honum og lögðu sumir en sumir
hjuggu. En er Eindriði heyrði það brá hann sverðinu og hljóp
inn í stofuna. Var hann þegar felldur og báðir þeir. Þá
hljópu konungsmenn að stofunni og fyrir dyrin en bóndum
féllust hendur því að þeir höfðu þá engan forgöngumann.
Eggjaði hver annan, segja að skömm var er þeir skyldu eigi
hefna höfðingja síns en þó varð ekki af atgöngunni. Konungur
gekk út til liðs síns og skaut á fylking og setti upp merki
sitt en engi varð atganga búandanna. Þá gekk konungur út á
skip sitt og allt lið hans, reri síðan út eftir ánni og svo
út á fjörð leið sína.



Bergljót kona Einars spurði fall hans. Var hún þá í herbergi
því er þau Einar höfðu áður haft út í bænum. Gekk hún þegar
upp í konungsgarð þar sem bóndaliðið var. Hún eggjaði þá mjög
til orustu en í því bili reri konungur út eftir ánni.



Þá mælti Bergljót: "Missum vér nú Hákonar Ívarssonar frænda
míns. Eigi mundu banamenn Eindriða róa hér út eftir ánni ef
Hákon stæði hér á árbakkanum."



Síðan lét Bergljót búa um lík þeirra Einars og Eindriða. Voru
þeir jarðaðir að Ólafskirkju hjá leiði Magnúss konungs
Ólafssonar.



Eftir fall Einars var Haraldur konungur svo mjög óþokkaður af
verki þessu, að það eina skorti á er lendir menn og bændur
veittu eigi atferð og héldu bardaga við hann, að engi varð
forgöngumaður til að reisa merki fyrir búandaherinum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.