Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HSig ch. 36

Haralds saga Sigurðssonar 36 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HSig ch. 36)

HeimskringlaHaralds saga Sigurðssonar
353637

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Haraldur konungur var maður ríkur og stjórnsamur innanlands,
spekingur mikill að viti svo að það er alþýðu mál að engi
höfðingi hafi sá verið á Norðurlöndum er jafndjúpvitur hafi
verið sem Haraldur eða ráðsnjallur. Hann var orustumaður
mikill og hinn vopndjarfasti. Hann var sterkur og vopnfær
betur en hver maður annarra svo sem fyrr er ritað.



En þó er miklu fleira óritað hans frægðarverka. Kemur til
þess ófræði vor og það annað að vér viljum eigi setja á bækur
vitnislausar sögur. Þótt vér höfum heyrt ræður eða getið
fleiri hluta þá þykir oss héðan í frá betra að við sé aukið
en þetta sama þurfi úr að taka. Er saga mikil frá Haraldi
konungi sett í kvæði þau er íslenskir menn færðu honum
sjálfum eða sonum hans. Var hann fyrir þá sök vinur þeirra
mikill. Hann var og hinn mesti vinur hingað til allra
landsmanna. Og þá er var mikið hallæri á Íslandi þá leyfði
Haraldur konungur fjórum skipum mjölleyfi til Íslands og kvað
á að ekki skippund skyldi vera dýrra en fyrir hundrað
vaðmála. Hann leyfði utanferð öllum fátækum mönnum þeim er
sér fengju vistir um haf. Og þaðan af nærðist land þetta til
árferðar og batnaðar. Haraldur konungur sendi út hingað
klukku til kirkju þeirrar er hinn helgi Ólafur konungur sendi
við til, er sett var á alþingi. Þvílík minni hafa menn hingað
Haralds konungs og mörg önnur í stórgjöfum er hann veitti
þeim mönnum er hann sóttu heim.



Halldór Snorrason og Úlfur Óspaksson, þeir er fyrr var getið,
komu í Noreg með Haraldi konungi. Þeim var ólíkt farið að
mörgu. Halldór var manna mestur og sterkastur og hinn
fríðasti. Það vitni bar Haraldur konungur honum að hann hafi
verið þeirra manna með honum er síst brygði við voveiflega
hluti. Hvort er það var mannháski eða fagnaðartíðindi eða
hvað sem að hendi kom í háska þá var hann eigi glaðari og
eigi óglaðari, eigi svaf hann meira né minna eða drakk eða
neytti matar en svo sem vandi hans var til. Halldór var maður
fámæltur og stirðorður, bermæltur og stríðlundaður og ómjúkur
en það kom illa þá við konung er hann hafði gnóga aðra með
sér göfga menn og þjónustufulla. Dvaldist Halldór litla hríð
með konungi. Fór hann til Íslands, gerði þar bú í
Hjarðarholti, bjó þar til elli og varð gamall.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.