Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 45

Snorri Sturluson, Gylfaginning 45 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 45)

Snorri SturlusonGylfaginning
444546

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Lét hann þar eftir hafra og byrjaði ferðina austur í
Jötunheima og allt til hafsins, og þá fór hann út yfir hafið
það hið djúpa. En er hann kom til lands þá gekk hann upp og
með honum Loki og Þjálfi og Röskva.



Þá er þau höfðu litla hríð gengið varð fyrir þeim mörk stór.
Gengu þau þann dag allan til myrkurs. Þjálfi var allra manna
fóthvatastur. Hann bar kýl Þórs, en til vista var eigi gott.



Þá er myrkt var orðið leituðu þeir sér til náttstaðar og
fundu fyrir sér skála nokkurn mjög mikinn. Voru dyr á enda og
jafnbreiðar skálanum. Þar leituðu þeir sér náttbóls. En of
miðja nótt varð landskjálfti mikill. Gekk jörðin undir þeim
skykkjum og skalf húsið. Þá stóð Þór upp og hét á lagsmenn
sína og leituðust fyrir og fundu afhús til hægri handar í
miðjum skálanum og gengu þannig. Settist Þór í dyrnar, en
önnur þau voru innar frá honum og voru þau hrædd. En Þór hélt
hamarskaftinu og hugði að verja sig. Þá heyrðu þau ym mikinn
og gný.



En er kom að dagan þá gekk Þór út og sér hvar lá maður skammt
frá honum í skóginum, og var sá eigi lítill. Hann svaf og
hraut sterklega. Þá þóttist Þór skilja hvað látum verið hafði
of nóttina. Hann spennir sig megingjörðum og óx honum
ásmegin. En í því vaknar sá maður og stóð skjótt upp. En þá
er sagt að Þór varð bilt einu sinni að slá hann með hamrinum
og spurði hann að nafni, en sá nefndist Skrýmir - "en eigi
þarf eg", sagði hann, "að spyrja þig að nafni. Kenni eg að þú
ert Ásaþór. En hvort hefur þú dregið á braut hanska minn?"



Seildist þá Skrýmir til og tók upp hanska sinn. Sér Þór þá að
það hafði hann haft of nóttina fyrir skála, en afhúsið - það
var þumlungurinn hanskans.



Skrýmir spurði ef Þór vildi hafa föruneyti hans, en Þór játti
því. Þá tók Skrýmir og leysti nestbagga sinn og bjóst til að
eta dögurð, en Þór í öðrum stað og hans félagar. Skrýmir bauð
þá að þeir legðu mötuneyti sitt, en Þór játti því. Þá batt
Skrýmir nest þeirra allt í einn bagga og lagði á bak sér.
Hann gekk fyrir of daginn og steig heldur stórum. En síðan að
kveldi leitaði Skrýmir þeim náttstaðar undir eik nokkurri
mikilli.



Þá mælti Skrýmir til Þórs að hann vill leggjast niður að
sofna, "en þér takið nestbaggan og búið til nótturðar yður."
Því næst sofnar Skrýmir og hraut fast. En Þór tók nestbaggann
og skal leysa. En svo er að segja, sem ótrúlegt mun þykja, að
engan knút fékk hann leyst og engan ólarendann hreyft svo að
þá væri lausari en áður. Og er hann sér að þetta verk má eigi
nýtast þá varð hann reiður. Greip þá hamarinn Mjöllni tveim
höndum og steig fram öðrum fæti að þar er Skrýmir lá og
lýstur í höfuð honum. En Skrýmir vaknar og spyr hvort
laufsblað nokkurt félli í höfuð honum, eða hvort þeir hefði
þá matast og séu búnir til rekkna. Þór segir að þeir munu þá
sofa ganga. Ganga þau þá undir aðra eik. Er það þér satt að
segja að ekki var þá óttalaust að sofa.



En að miðri nótt þá heyrir Þór að Skrýmir hrýtur og sefur
fast, svo að dunar í skóginum. Þá stendur hann upp og gengur
til hans, reiðir hamarinn títt og hart og lýstur ofan í
miðjan hvirfil honum. Hann kennir að hamarsmunnurinn sekkur
djúpt í höfuðið. En í því bili vaknar Skrýmir og mælti: "Hvað
er nú? Féll akarn nokkurt í höfuð mér? Eða hvað er títt um
þig, Þór?"



En Þór gekk aftur skyndilega og svarar að hann var þá
nývaknaður, sagði að þá var mið nótt og enn væri mál að sofa.
Þá hugsaði Þór það ef hann kæmi svo í færi að slá hann hið
þriðja högg, að aldrei skyldi hann sjá sig síðan. Liggur nú
og gætir ef Skrýmir sofnaði enn fast.



En litlu fyrir dagan, hann heyrir þá að Skrýmir mun sofnað
hafa. Stendur þá upp og hleypur að honum. Reiðir þá hamarinn
af öllu afli og lýstur á þunnvangann þann er upp vissi.
Sekkur þá hamarinn upp að skaftinu. En Skrýmir settist upp og
strauk of vangann og mælti: "Hvort munu fuglar nokkrir sitja
í trénu yfir mér? Mig grunar er eg vaknaði að tros nokkurt af
kvistunum félli í höfuð mér. Hvort vakir þú Þór? Mál mun vera
upp að standa og klæðast, en ekki eigið þér nú langa leið
fram til borgarinnar er kölluð er Útgarður.



Heyrt hef eg að þér hafið kvisað í milli yðar að eg væri ekki
lítill maður vexti, en sjá skuluð þér þar stærri menn ef þér
komið í Útgarð. Nú mun eg ráða yður heilræði. Látið þér eigi
stórlega yfir yður. Ekki munu hirðmenn Útgarða-Loka vel þola
þvílíkum kögursveinum köpuryrði. En að öðrum kosti hverfið
aftur, og þann ætla eg yður betra af að taka. En ef þér
viljið fram fara þá stefnið þér í austur, en eg á nú norður
leið til fjalla þessara er nú munuð þér sjá mega."



Tekur Skrýmir nestbaggann og kastar á bak sér og snýr þvers á
braut í skóginn frá þeim. Og er þess eigi getið að æsirnir
bæðu þá heila hittast.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.