Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

SnSt, Gylf ch. 46

Snorri Sturluson, Gylfaginning 46 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (SnSt, Gylf ch. 46)

Snorri SturlusonGylfaginning
454647

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þór fór fram á leið og þeir félagar og gekk fram til miðs
dags. Þá sáu þeir borg standa á völlum nokkrum og settu
hnakkann á bak sér aftur áður þeir fengu séð yfir upp. Ganga
til borgarinnar og var grind fyrir borghliðinu og lokin
aftur. Þór gekk á grindina og fékk eigi upp lokið. En er þeir
þreyttu að komast í borgina þá smugu þeir milli spalanna og
komu svo inn. Sáu þá höll mikla og gengu þannig. Var hurðin
opin. Þá gengu þeir inn og sáu þar marga menn á tvo bekki og
flesta ærið stóra. Því næst koma þeir fyrir konunginn,
Útgarða-Loka, og kvöddu hann. En hann leit seint til þeirra
og glotti við tönn og mælti:



"Seint er um langan veg að spyrja tíðinda. Eða er annan veg
en eg hygg að þessi sveinstauli sé Ökuþór? En meiri muntu
vera en mér líst þú. Eða hvað íþrótta er það er þér félagar
þykist vera við búnir? Enginn skal hér vera með oss sá er
eigi kunni nokkurskonar list eða kunnandi umfram flesta
menn."



Þá segir sá er síðast gekk, er Loki hét: "Kann eg þá íþrótt
er eg em albúinn að reyna, að enginn er hér sá inni er
skjótara skal eta mat sinn en eg."



Þá svarar Útgarða-Loki: "Íþrótt er það ef þú efnir, og
freista skal þá þessarar íþróttar." Kallaði utar á bekkinn að
sá er Logi heitir skal ganga á gólf fram og freista sín í
móti Loka.



Þá var tekið trog eitt og borið inn á hallargólfið og fyllt
af slátri. Settist Loki að öðrum enda en Logi að öðrum, og át
hvortveggi sem tíðast og mættust í miðju troginu. Hafði þá
Loki etið slátur allt af beinum, en Logi hafði og etið slátur
allt og beinin með og svo trogið, og sýndist nú öllum sem
Loki hefði látið leikinn.



Þá spyr Útgarða-Loki hvað sá hinn ungi maður kunni leika. En
Þjálfi segir að hann mun freista að renna skeið nokkur við
einhvern þann er Útgarða-Loki fær til. Hann segir,
Útgarða-Loki, að þetta er góð íþrótt og kallar þess meiri von
að hann sé vel að sér búinn of skjótleikinn ef hann skal
þessa íþrótt inna, en þó lætur hann skjótt þessa skulu
freista. Stendur þá upp Útgarða-Loki og gengur út, og var þar
gott skeið að renna eftir sléttum velli. Þá kallar
Útgarða-Loki til sín sveinstaula nokkurn er nefndur er Hugi
og bað hann renna í köpp við Þjálfa. Þá taka þeir hið fyrsta
skeið, og er Hugi því framar að hann snýst aftur í móti honum
að skeiðsenda.



Þá mælti Útgarða-Loki: "Þurfa muntu, Þjálfi, að leggja þig
meir fram ef þú skalt vinna leikinn. En þó er það satt að
ekki hafa hér komið þeir menn er mér þykir fóthvatari en
svo."



Þá taka þeir aftur annað skeið, og þá er Hugi er kominn til
skeiðsenda og hann snýst aftur þá var langt kólfskot til
Þjálfa.



Þá mælti Útgarða-Loki: "Vel þykir mér Þjálfi renna skeiðið,
en eigi trúi eg honum nú að hann vinni leikinn. En nú mun
reyna er þeir renna hið þriðja skeiðið."



Þá taka þeir enn skeið, en er Hugi er kominn til skeiðsenda
og snýst aftur, og er Þjálfi eigi þá kominn á mitt skeiðið.



Þá segja allir að reynt er um þennan leik.



Þá spyr Útgarða-Loki Þór hvað þeirra íþrótta mun vera er hann
muni vilja birta fyrir þeim, svo miklar sögur sem menn hafa
gjört um stórvirki hans. Þá mælti Þór að helst vill hann taka
það til að þreyta drykkju við einhvern mann. Útgarða-Loki
segir að það má vel vera og gengur inn í höllina og kallar
skutilsvein sinn, biður að hann taki vítishorn það er
hirðmenn eru vanir að drekka af. Því næst kemur fram
skutilsveinn með horninu og fær Þór í hönd.



Þá mælti Útgarða-Loki: "Af horni þessu þykir þá vel drukkið
ef í einum drykk gengur af, en sumir menn drekka af í tveim
drykkjum. En enginn er svo lítill drykkjumaður að eigi gangi
af í þremur."



Þór lítur á hornið og sýnist ekki mikið, og er þó heldur
langt. En hann er mjög þyrstur, tekur að drekka og svelgur
allstórum og hyggur að eigi skal þurfa að lúta oftar að sinni
í hornið. En er hann þraut erindið og hann laut úr horninu og
sér hvað leið drykknum, og líst honum svo sem alllítill munur
mun vera að nú sé lægra í horninu en áður.



Þá mælti Útgarða-Loki: "Vel er drukkið og eigi til mikið.
Eigi mundak trúa ef mér væri sagt fra að Ásaþór myndi eigi
meiri drykk drekka. En þó veit eg að þú munt vilja drekka af
í öðrum drykk."



Þór svarar engu, setur hornið á munn sér og hyggur nú að hann
skal drekka meiri drykk og þreytir á drykkjuna sem honum
vannst til erindi, og sér enn að stikilinn hornsins vill ekki
upp svo mjög sem honum líkar. Og er hann tók hornið af munni
sér og sér í, líst honum nú svo sem minna hafi þorrið en í
hinu fyrra sinni. Er nú gott berandi borð á horninu.



Þá mælti Útgarða-Loki: "Hvað er nú, Þór? Muntu nú eigi
sparast til eins drykkjar meira en þér mun hagur á vera? Svo
líst mér ef þú skalt nú drekka af horninu hinn þriðja
drykkinn sem þessi mun mestur ætlaður. En ekki muntu mega hér
með oss heita svo mikill maður sem æsir kalla þig, ef þú
gerir eigi meira af þér um aðra leika en mér líst sem um
þennan mun vera."



Þá varð Þór reiður, setur hornið á munn sér og drekkur sem
ákaflegast má hann og þrýtur sem lengst að drykknum. En er
hann sá í hornið þá hafði nú helst nokkuð munur á fengist. Og
þá býður hann upp hornið og vill eigi drekka meira.



Þá mælti Útgarða-Loki: "Auðséð er nú að máttur þinn er ekki
svo mikill sem vér hugðum. En viltu freista um fleiri leika?
Sjá má nú að ekki nýtir þú hér af."



Þór svarar: "Freista má eg enn of nokkra leika. En undarlega
myndi mér þykja, þá er eg var heima með ásum, ef þvílíkir
drykkir væru svo litlir kallaðir. En hvað leik viljið þér nú
bjóða mér?"



Þá mælti Útgarða-Loki: "Það gera hér ungir sveinar er lítið
mark mun að þykja, að hefja upp af jörðu kött minn. En eigi
mundak kunna að mæla þvílíkt við Ásaþór ef eg hefði eigi séð
fyrr að þú er miklu minni fyrir þér en eg hugði."



Því næst hljóp fram köttur einn grár á hallargólfið og heldur
mikill, en Þór gekk til og tók hendi sinni niður undir miðjan
kviðinn og lyfti upp, en köttturinn beygði kenginn svo sem
Þór rétti upp höndina. En er Þór seildist svo langt upp sem
hann mátti lengst, þá létti kötturinn einum fæti, og fær Þór
eigi framið þennan leik.



Þá mælti Útgarða-Loki: "Svo fór þessi leikur sem mig varði.
Kötturinn er heldur mikill en Þór er lágur og lítill hjá
stórmenni því sem hér er með oss."


Þá mælti Þór: "Svo lítinn sem þér kallið mig, þá gangi nú til
einhver og fáist við mig! Nú em eg reiður!"



Þá svarar Útgarða-Loki og litast um á bekkina og mælti: "Eigi
sé eg þann mann hér inni er eigi mun lítilræði í þykja að
fást við þig." Og enn mælti hann: "Sjáum fyrst. Kalli mér
hingað kerlinguna fóstru mína, Elli, og fáist Þór við hana ef
hann vill. Fellt hefur hún þá menn er mér hafa litist eigi
ósterklegri en Þór er."



Því næst gekk í höllina kerling ein gömul. Þá mælti
Útgarða-Loki að hún skal taka fang við Ásaþór. Ekki er langt
um að gera. Svo fór fang það að því harðara er Þór knúðist að
fanginu því fastara stóð hún. Þá tók kerling að leita til
bragða og varð Þór þá laus á fótum, og voru þær sviftingar
allharðar og eigi lengi áður en Þór féll á kné öðrum fæti. Þá
gekk til Útgarða-Loki, bað þau hætta fanginu og sagði svo að
Þór myndi eigi þurfa að bjóða fleirum mönnum fang í hans
höll. Var þá og liðið á nótt. Vísaði Útgarða-Loki Þór og þeim
félögum til sætis og dveljast þar náttlangt í góðum fagnaði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.