Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Bárð ch. 16

Bárðar saga Snæfellsáss 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Bárð ch. 16)

Anonymous íslendingasögurBárðar saga Snæfellsáss
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er þar til að taka að Skrukka móðir Kolbjarnar vaknar
nokkuru síðar en þau eru í burtu, verður nú þegar vís af
sínum trölldómi hvað þeir félagar höfðu til ráðs tekið,
sprettur þá upp sem ísheil væri. Hún hleypur þegar á
hurðina þar sem Kolbjörn svaf inni svo hart að þegar stökk
hurðin í marga hluti. Kolbjörn vaknar og spyr hver þar
fer með svo miklum hávaða.


Skrukka segir til sín og mælti: "Hitt er ráð Kolbjörn
frændi að liggja eigi lengur því að burt er Þórður farinn
með Solrúnu og hans félagar. Hefir Gestur þessu öllu
ráðið. Hefir hann drepið alla þína boðsmenn nema þá er
hér eru. Er nú ekki annað til en fara eftir þeim og drepa
þau öll."Kolbjörn segir: "Oft sýnist það að þú ert ekki mörgum lík
sakir þinnar visku. Mundi eg oft flatt af fara ef eg eigi
þín við. Skaltu nú, móðir, fara fyrst sakir þess að þú
ert albúin og vit að þú komist fyrir þau. Far þú hið efra
um hálsa og kom þeim á óvart en vér skulum fara hið neðra
um dalinn og munum við þá geta fundið þau."Síðan fór Skrukka en Kolbjörn og þeir félagar bjuggust sem
hvatlegast. Fara þau síðan þar til þau sjá að þeim er
eftirför veitt. Kolbjörn kallar þegar hann sér þau, bað
eigi lengra renna.Solrúnu varð illt við þetta og mælti: "Þóttist eg vita að
þetta mundi eftir koma því að það er nú ráðið að þér eruð
drepnir allir. Er Kolbjörn svo mikið tröll að ekki
stendur við honum."Gestur mælti: "Því mun nú hamingjan ráða. Munum vér nú
skipta liði. Þórður skal í móti Kolbirni mági sínum. Er
það maklegt að hann hafi mesta raun því að hann hefir oss
öllum í þessa þraut komið. Þorvaldur skal í mót Gapa en
eg mun þreyta við Gljúfra-Geir. Flestra mun nú neita
verða. Snati, þú skalt móti kerlingu en Solrún skal sjá á
leik vorn."Og þegar Kolbjörn kom þá ráðast þeir allir á og glíma
allsterklega. Snati fór upp á hamarinn þar sem Skrukka
var undir niðri og velti ofan stóru grjóti að henni. Hún
grettist ekki vel við þetta og færði upp á móti steinana.
Svo lauk með þeim að Snati velti einu stóru bjargi og kom
það á hrygg kerlingar, þá er hún ætlaði að taka upp einn
stein, svo hann gekk í sundur og dó af því.Gestur og Gljúfra-Geir gengust fast að og lauk svo að
Gestur leiddi hann á mjöðm og brá honum á loft með svo
miklu afli að höfuðið kom fyrst niður á honum svo hart að
hausinn brotnaði í smán mola og var dauður innan lítils
tíma.Þá kemur Gestur þar að sem Þorvaldur var búinn til falls
og hjó Gestur undan Gapa báða fæturna fyrir ofan hné.
Féll Gapi þá á bak aftur.Þeir Þórður og Kolbjörn áttu mikinn atgang og harðan og
lauk með því að Þórður féll. Í því kom Gestur að og þreif
í hjassann á Kolbirni en setti hnéin í bakið svo hart að
þegar gekk úr hálsliðinum. Hratt Gestur honum þá ofan af
Þórði. Stóð Þórður þá upp og var mjög stirður af
handagangi Kolbjarnar. Deytt hafði Þorvaldur þá Gapa.Gestur mælti: "Nú er svo komið Solrún að vér höfum sigur
fengið en þú ert frelst úr tröllahöndum.""Þér eigum það að kenna," segir Þórður, "og vil eg að þú
kjósir þér laun fyrir sjálfur.""Eigi vil eg fé ykkar bræðra hafa en ef ykkur þykir
nokkurra launa vert vera þá takið þið mér far til Noregs
því að mér er forvitni á að sjá þann konung er þar ræður
fyrir er svo mikið er af sagt."Þeir sögðust það skyldu gera."En nú vil eg ekki dyljast fyrir ykkur," segir Gestur, "að
eg bróðir ykkar sammæddur. Mundum vér hér nú skilja fyrst
að sinni. Skal eg koma að vori til skips."Fór Gestur þá sinn veg en þeir bræður sinn veg með Solrúni
heim í Tungu og sögðu allt frá sínum ferðum sem farið
hafði og þótti flestum sem heyrðu Þórður mikla lukku á
hafa haft.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.