Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Bárð ch. 15

Bárðar saga Snæfellsáss 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Bárð ch. 15)

Anonymous íslendingasögurBárðar saga Snæfellsáss
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þórður talar við Þorvald bróður sinn: "Viltu frændi fara
með mér að sækja brullaup mitt?""Feigð ætla eg að þér sækja er þú vilt fara í flagða
hendur. En þó að eg vissi það fyrir að eg kæmi eigi aftur
þá vildi eg það þó heldur að fylgja þér en að vera heima
ef þú skyldir þar deyja. Skal eg að vísu fara ef þú ert
ráðinn í að hitta Kolbjörn."Bjuggust þeir til ferðar og gengu fram í Hrútafjarðardal
þar til þeir fundu helli stóran. Gengu þeir inn og var þar
bæði fúlt og kalt. En er þeir höfðu setið um stund kom
maður stór inn í hellinn og rann með rakki furðulega
mikill. Þeir spurðu hann að nafni. Hann kveðst gestur þar
vera. Þeir sögðu það satt vera."Ertu Þórður,"segir hann, "kominn til að sækja brullaup
þitt?"
Hann kvað það satt vera."Viltu það," segir Gestur, "að eg sé boðsmaður þinn og sé
ég í boði þínu og rakki minn?""Svo líst mér á þig," segir þórður, "að mér megi að þér
fullting verða hvers sem við þarf og vil eg því játa.""Standið upp þá," segir Gestur, "Þú munt vilja sjá
brúðarefni þitt eða hversu sæmilega það er sett."Gengu þeir innar eftir hellinum þar til er þeir komu í
afhelli. Þar sá Þórður Solrúnu sitja á stóli og var hár
hennar bundið við stólbrúðirnar. Hendur hennar voru
bundnar en matur svo nærri að hún þefaði af en hafði ekki
af meira an hún mátti sem minnst lifa við. Var hún svo
mögur og máttdregin sem henni væri kastað skinni á bein.
Þó sá Þórður að konan var fögur. Þórður leysti hana.
Fullan ástarþokka lagði Þórður til hennar og kyssti hana
kærlega.Hún mælti: "Kostið þér og farið í brottu áður en Kolbjörn
kemur heim."Þeir spurðu hvar hann var en hún segir hann farinn að
bjóða flögðum til brullaupsins "ætlar hann ekki annað en
drepa ykkkur bræður báða en halda mér hér í slíkum kvölum
sem eg hefi áður haft."Þórður spurði hvort hún væri dóttir Kolbjarnar. Hún
sagðist eigi hans dóttir vera, segir hann hafa numið sig í
burt af Grænlandi undan Sólarfjöllum "frá Bárði föður
mínum með fjölkynngi og ætlar mig sér til handa og frillu.
En nú hefi eg ekki viljað samþykkjast honum og því hefir
hann jafnan illa haldið mig en þó verst síðan hann játaði
mig þér. Fyrirman hann hverjum manni að eiga mig hverjar
glósur sem hann gerir þar á."Þórður kveðst lífið skyldi á leggja að ná henni í burt.
Síðan gengu þeir í burt frá henni en hún var eftir. Og er
þeir höfðu verið í hellinum um stund heyrðu þeir dynki
mikla og skvaldur mikið. Kom þá Kolbjörn og þrír tigir
þursa með honum og mörg flögð önnur. Þórður og hans
félagar gengu í mót Kolbirni og hans félögum og heilsuðu
þeim. Kolbjörn var heldur ófrýnilegur og í illu skapi og
leit ekki vinaraugum til Gests.Síðan voru borð sett og sæti skipuð. Sátu þeir á annan
bekk Gestur, Þórður og Þorvaldur. Hundurinn Snati lá
fyrir fótum þeirra. Annars vegar á miðjan bekk sat
Gljúfra-Geir. Hann var mestur vin Kolbjarnar og honum
líkastur um það illt var. Þar innar frá sat Amur og Gapi,
þá Glámur og síðan hver að öðrum svo að skipaður var
hellirinn þeim megin sem þeir voru. Ekki kom brúðurin í
sæti.Kolbjörn gekk um beina. Var nú matur borinn fyrir þá
Gljúfra-Geir og hans bekkjunauta. Var það bæði hrossakjöt
og manna. Tóku þá til matar og rifu sem ernir og
etjutíkur hold af beinum. Matur var borinn fyrir þá Þórð
og hans félaga, sá hverjum manni var vel ætur. Drykkur
var þar áfengur og lítt sparður.Kolbjörn átti móður er Skrukka hét. Hún var hið mesta
tröll og þá þó afgömul. Vildi Kolbjörn ekki að hún væri í
þys þeirra og ónáðum. Var hún í afhelli einum. Var það
þó fátt að henni kæmi á óvart sakir fjókynngi sinnar.Nú tóku menn Kolbjarnar að drekka með lítilli stillingu og
urðu þeir skjótt allir svíngalnir og voru ekki lágtalaðir
en hellirinn hljóðaði mjög undir.Kolbjörn gekk að Þórði og mælti: "Hvað viltu til gamans
eða skemmtanar láta hafa mágsefni því að þú skalt hér
mestu ráða um híbýlaháttu?"Gestur segir því hann varð skjótari til andsvara: "Hafi
það þínir menn helst til gamans sem þeim er skapfelldast.
Hafið þá hvort þér viljið hnútukast eða glímur."Síðan tók Glámur eina stóra hnútu og sendir af hendi
heldur sterklega og stefdi á Þórð miðjan.Þetta sér Gestur og mælti: "Láttu mig sjá við þessum leik
því að eg mun honum vanari en þið."Og svo gerði hann og tók á lofti hnútana og sendi síðan
aftur. Leitaði hún sér staðar svo hún kom í augað Glámi
svo snart að það gekk út á kinnarbeinið. Varð Glámur illa
við þetta og grenjaði upp sem varghundur.Þenna áverka sér Ámur fóstbróðir hans og tekur þegar
hnútuna og lætur fjúka að Þorvaldi. Þetta sér Þórður og
tekur í móti og sendir aftur. Hnútan kemur á kinnbein Áms
svo kjálkinn brotnaði í stykki. Varð nú óhljóð mikið í
hellinum.Skrámur úr Þambardal greip þá upp furðulega stóran
langlegg og snaraði af hendi heldur sterklega og stefndi á
Gest því að hann sat honum jafngegnt. Gestur tók í mót og
lét eigi langt að bíða áður hann sendir aftur með öngri
vægð. Kemur leggurinn á lærið og höndina á Skrám með svo
miklu afli að hvorttveggja brotnaði. Þursarnir gera nú
miklu meira óhljóð en frá megi segja því svo má að kveða
að þeirra hljóð væru líkari nágöll en nokkurs kykvendis
látum.Kolbjörn mælti þá: "Gefið upp þennan leik því af Gesti
munum vér allir illt hljóta. Varð það og þvert í móti
mínum vilja að hann var hingað boðinn.""Svo búið muntu það hafa," segir Gestur.Síðan tóku þeir að drekka í annan tíma allt þar til er
allir duttu niður með svefni hver í sínu rúmi nema
Gljúfra-Geir og Gapi.Kolbjörn segir að þar skal hver liggja sem kominn er "utan
þið Geir skuluð fara í svefnhelli minn," og svo gerðu
þeir.Gestur segir að þeir félagar skulu fá sér sæng í öðrum
stað. Lögðust þeir niður.Og er þeir voru sofnaðir stendur Gestur upp og tekur sverð
sitt og gengur aftur í hellinn og höggur höfuð af hverjum
sem einum bergbúa þeim sem inni var. Og er hann hafði
lokið þessu starfi gengur hann fram og leitar ef hann yrði
var við hvar þeir Kolbjörn lægju. Finnur hann þá hurð
eina í hellisberginu. Hún var svo sterklega læst að
Gestur þóttist vita að þeir mundu vakna við ef hann ætti
þar nokkuð við.Síðan gengur hann í hellinn til Solrúnar. Hann biður hana
upp standa og fara með sér. Hún gerir svo og kveðst þó
hyggja að það mundi bæði hennar bani og allra þeirra. Þau
koma þar sem þeir bræður voru. Gestur biður þá upp standa
sem hvatlegast og verða í burtu úr helli þessum áður en
Kolbjörn vaknar "ef svo má verða. Er Solrún hér komin."Síðan standa þeir bræður upp og fara ofan eftir dalnum veg
sinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.