Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Yng ch. 29

Ynglinga saga 29 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Yng ch. 29)

HeimskringlaYnglinga saga
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Helgi konungur Hálfdanarson réð þá fyrir Hleiðru. Hann kom
til Svíþjóðar með her svo mikinn að Aðils konungur sá engan
annan sinn kost en flýja undan. Helgi konungur gekk þar á
land með her sinn og herjaði, fékk mikið herfang. Hann tók
höndum Yrsu drottningu og hafði með sér til Hleiðrar og gekk
að eiga hana. Þeirra sonur var Hrólfur kraki.



En er Hrólfur var þrevetur þá kom Ólöf drottning til
Danmerkur. Sagði hún þá Yrsu að Helgi konungur, maður hennar,
var faðir hennar en Ólöf móðir hennar. Fór þá Yrsa aftur til
Svíþjóðar til Aðils og var þar drottning meðan hún lifði
síðan. Helgi konungur féll í hernaði. Hrólfur kraki var þá
átta vetra og var þá til konungs tekinn að Hleiðru.



Aðils konungur átti deilur miklar við konung þann er Áli hét
hinn upplenski. Hann var úr Noregi. Þeir áttu orustu á Vænis
ísi. Þar féll Áli konungur en Aðils hafði sigur. Frá þessi
orustu er langt sagt í Skjöldunga sögu og svo frá því er
Hrólfur kraki kom til Uppsala til Aðils. Þá söri Hrólfur
kraki gullinu á Fýrisvöllu.



Aðils konungur var mjög kær að góðhestum. Hann átti hina
bestu hesta í þann tíma. Slöngvir hét hestur hans en annar
Hrafn. Þann tók hann af Ála dauðum og var þar undir alinn
annar hestur er Hrafn hét. Þann sendi hann til Hálogalands
Goðgesti konungi. Þeim reið Goðgestur konungur og fékk eigi
stöðvað áður hann féll af baki og fékk bana. Það var í Ömd á
Hálogalandi.



Aðils konungur var að dísablóti og reið hesti um dísarsalinn.
Hesturinn drap fótum undir honum og féll og konungur af fram
og kom höfuð hans á stein svo að hausinn brotnaði en heilinn
lá á steininum. Það var hans bani. Hann dó að Uppsölum og er
þar heygður. Kölluðu Svíar hann ríkan konung.



Svo segir Þjóðólfur:



Það frá eg enn

að Aðils fjörvi

vitta véttr

um viða skyldi

og dáðgjarn

af drasils bógum

Freys áttungr

falla skyldi.

 

Og við aur

ægir hjarna

bragnings burs

um blandinn varð,

og dáðsæll

deyja skyldi

Ála dólgr

að Uppsölum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.