Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. Sth

Fóstbrœðra saga 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. Sth)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
26Sth

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

(["Því ertu þá svo fölur?"Þormóður kvað þá vísu:Undrast öglis landaeik hví vér rom bleikir.Fár verðr fagr af sárum,fann eg örvadrif, svanni.Mik fló málmr hinn dökkvimagni keyrðr í gögnum.Hvasst beit hjarta hið næstahættlegt járn er eg vætti.

Konan mælti: "Það þóttist eg sjá á þér að þú mundir sár vera er þú varst svo litlaus og lát binda sár þín sem aðrir menn og vit ef þér mætti við hjálpa."])

Þormóður kvað vísu:Emkak rauðr en rjóðumræðr grönn kona manni.Járn stendr fast hið fornafenstígi mér benja.Það veldr mér hin mæramarglóðar nú tróða.Djúp og danskra vopnaDagshríðar spor svíða.

Og er hann hafði þetta mælt þá dó hann standandi við bálkinn og féll til jarðar dauður.Haraldur Sigurðarson fyllti vísu þá er Þormóður hafði kveðið. Hann lagði þetta við: ""Svíða" svo mundi hann vilja kveða: "Dagshríðar spor svíða"."Nú lauk svo sem sagt var ævi Þormóðar Kolbrúnarskálds. Og lýkur hér frásögn þeirri er vér kunnum að segja frá Þormóði kappa hins helga Ólafs konungs.

(Endir sögunnar samkvæmt Flateyjarbók)([Þá nátt er Ólafur konungur lá í safnaðinum og áður er frá sagt vakti hann löngum og bað til guðs fyrir sér og öðru liði sínu og sofnaði lítt og rann höfgi á hann í mót deginum en er hann vaknaði þá rann dagur upp. Konungi þótti heldur snemmt að vekja herinn. Þá spurði hann hvort Þormóður skáld vekti. Hann var þar nær og spurði hvað hann vildi honum.Konungur sagði: "Tel þú oss kvæði nokkuð."Þormóður settist upp og kvað svo hátt að mjög svo heyrði um allan herinn en hann kvað Bjarkamál hin fornu.En áður en hann tók til spurði Þormóður hví Sighvatur skáld skyldi eigi skemmta og launa gullinhjaltann "er þú konungur gafst honum í jólagjöf í fyrra vetur."Konungur mælti: "Veistu eigi að Sighvatur er nú eigi hér? Engi mun oss nú þarfari en hann er hann biður fyrir oss á suðurvegum."Þormóður svarar: "Þá mun það nú gera hvor okkar sem tilfær er. Eg mun drýgja karlmennsku og skemmtan í dag en hann spilar fingrum sínum að Rómi."Þetta er upphaf að kvæðinu:Dagr er upp kominn,dynja hana fjaðrar,mál er víkingum að vakaog vinna erfiði,vaki og vakivina höfuð,allir hinir æðstuAðils og Svía.

Hár enn harðgreipi,Hrólfr skjótandi,ættgóðir menner ekki flýja.Vekkat yðr að víniné að vífs rúnum,heldr vek eg yðr að hörðumHildar leiki.

Þá vaknaði lýðurinn. Og er lokið var kvæðinu þá þökkuðu menn honum og fannst mönnum mikið um og þótti vel til fundið og kölluðu Húskarlahvöt. Konungur þakkaði honum skemmtan sína. Síðan tók hann gullhring og gaf honum.Þormóður þakkaði honum gjöfina og mælti: "Góðan eigum vér konunginn en vant er að sjá hversu langlífur verður. En sú er bæn mín konungur að þér látið okkur hvorki skilja lífs né dauða því að eg vildi fara til einnar gistingar og þér í kveld.""Það skal og vera," kvað konungur, "ef við förum báðir lífs af Stiklastöðum.""Ekki þykir mér þá jafnmikið á liggja," kvað Þormóður, "en hitt er satt að eg vil ekki lifa eftir þig því að eg hefi rannsakað ráð mitt og sýnist mér svo að síðan eg var sjö vetrum eldri hafi sá einn hlutur verið mér til hjálpar framleiðis er eg hefi fylgt þér og þínu föruneyti og þykist eg það ekki með ódyggð gert hafa.""Veit eg að þú munt ekki hirða að lifa eftir mig," kvað konungur, "en eigi veit eg hvort við erum jafnbúnir til að fara til einnar gistingar eða hversu gamall maður ertu eða hversu marga menn hefir þú drepið í einvígi?"Þormóður svarar: "Eg er nú nokkuru meir en hálffertugur en mér þykir von að eg muni fjórtán mönnum hafa að bana orðið.""Ekki þykir mér þú mjög gamall," kvað konungur, "en þó mun eg því heita þér að þú komir til nokkurar hvíldar eftir sjöund þína og munt þú eigi mega minna við koma en dægur komi fyrir hvern mann er þú hefir vegið.""Hins beiddi eg þig herra að skilja aldrei við yður."Konungur svarar: "Allir munum vér og saman fara ef eg má ráða meðan þér viljið eigi við mig skiljast."Þá mælti Þormóður: "Þess vænti eg herra hvort sem friður er verri eða betri að eg sé nær yður staddur meðan eg á þess kost hvorir sem sigur kunna að hafa."Síðan kvað Þormóður vísu:Þér mun eg eðr uns öðrum,allvaldr, náir skaldum,nær vættir þú þeira?þingdjarfr um kné hvarfla.Braut komumst vér þó að veitumvaltafn frekum hrafni,víkst eigi það vogaviggrunnr, eða þar liggjum.

Það hafa menn og sagt að Þormóður Kolbrúnarskáld var þann dag í kyrtli rauðum er hann bjóst til bardaga og drap upp blöðunum fyrir en kyrtillinn var síður mjög á bakið. Einn hirðmaður spurði hví hann byggist svo.Þormóður svarar: "Því að eg ætla mér lengrum áfram en á bak aftur."Hann var gyrður sverði því er Ólafur konungur gaf honum. Hann hafði öxi sína í hendi en öngva hlíf. Konungur spurði Þormóð hví hann byggist eigi til bardaga sem aðrir menn og hefði önga hlíf "eða ætlar þú að bændur muni eigi kunna að berjast?"Þormóður svarar: "Það skulu búkarlar finna í dag að öx mín skal mér bæði skjöldur og brynja."Það hafa menn að minnum haft og ágætum hversu rösklega Þormóður barðist um daginn því hann hjó tveim höndum með öxi sinni hinn fyrra bardagann en með sverðinu alla Dagshríð því að þá gekk öxin af skaftinu. Féllu margir menn fyrir honum svo að seint er þeirra nöfn allra að skrá. (...) Þá var Þormóður Kolbrúnarskáld ekki mjög sár en óvígur sakar mæði og vildi hann þó standa hjá sveitungum sínum. Eigi var hann því ekki sár eða lítt að hann hefði sér hlíft meir en aðrir heldur hitt að mönnum þótti annars staðar auðveldara til að sækja en þar sem hann var.Einn maður spurði Þormóð: "Sástu nokkuð skjöld minn er eg kastaði áðan?""Hvað skal þér rögum skjöldur?" kvað Þormóður. "Geta mundi eg mér slíkan skjöld ef eg vildi en eigi gjafvin þann er eg hefi misst." (...)Svo er sagt þá er lokið var bardaganum að Þormóður gekk þar að er Dagur og hans menn höfðu staðar numið eftir bardagann því að þá var eigi vígljóst fyrir nætur sakir. Bændur sátu um þá Dag að þeir skyldu eigi á burt komast um nóttina og ætluðu þegar að þeim að ganga er lýst var orðið.Dagur mælti: "Er nokkur sá maður í mínu liði er ráð kunni til þess að leggja að vér komumst á burt svo að bændur eigi öngan kost á oss því að eg veit að þeir munu þegar að oss leggja er lýsir ef vér bíðum hér?"Engi maður veitti svör máli hans og er Þormóður sá að engi fengust ráð af þeirra hendi þá mælti hann: "Hví munu eigi finnast ráð til þess?" segir hann.Dagur spurði: "Hver er sá maður er svo talar um hreystilega?"Hann svarar: "Sjá heitir Þormóður."Dagur mælti: "Ertu Þormóður Kolbrúnarskáld?""Sá er maður hinn sami, segir Þormóður.Dagur mælti: "Hvað ráð er það að þú sérð til þess að vér komumst í brott með lið vort?"Þormóður svarar: "Þér skuluð fella mörkina og gera elda stóra af hrísinu en færa stofna sem flesta fram að eldinum og skulu fjórir menn vera við hvern eld en þrír menn skulu ganga um eldana jafnan en einn skal kynda hvern eld. En þá er þér hafið svo gert nokkura hríð þá slökkvi þér alla senn eldana og farið þá leið yðra og gefið hvorki stað í dag né á morgun. En bændum mun þykja sem kominn sé að múgur manns er þeir sjá kvikt allt við eldana. En er morgnar þá munu þeir sjá þetta ráð og er mér þá von að þeir fari eftir yður en þó mun þá svo mikill verða yðvar misfari að mig væntir að ekki saki til."Dagur mælti: "Ertu nokkuð sár Þormóður?"Hann svarar "Fjarri fer það."Dagur mælti: "Farðu þá austur í Svíþjóð með mér og mun eg þá gera vel til þín en þú átt hér nú einskis góðs að bíða."Þormóður svarar: "Ekki mun þess auðið verða að eg þjóni öðrum konungi er Ólafur konungur er fallinn."Snýr Þormóður þá í brott en þeir Dagur höfðu þetta ráð og komast við það undan. (...)Nú er að segja frá Þormóði að honum fékkst mikils er hann var lítt sár og harmaði það mjög og þóttist vita að hann mundi eigi verður vera fyrir illra gerða sinna sakir að falla með konungi. Nú biður hann þá Ólaf konung með góðfýsi að hann sjái á með honum. Hann mæltist þá við einn saman og talaði: "Hvort muntu nú hinn heilagi Ólafur konungur eigi ætla að enda við mig það sem þú hést mér að þú mundir mig eigi fyrir róða láta ef þín ráð mættu standa?"Og því næst heyrir hann að strengur gellur og er skotið öru og kemur hún undir vinstri hönd Þormóði og þar á hol. Verður hann þessu sári feginn harðla mjög og mælti: "Það hygg eg að þessi maður hafi bestu heilli boga upp dregið enda veit eg að nú skall þeim er skyldi."Gengur Þormóður þangað að sem var lík konungsins og settist þar niður og brýtur skefti af öxinni. (...)Þormóði óhægðist mjög sárið sem von var. Þormóður gengur þá heim til húsanna og að einni bygghlöðu er menn Ólafs konungs höfðu inn verið færðir þeir er sárir voru. Þormóður hafði bert sverð í hendi og er hann gekk inn þá kom maður í mót honum. Þormóður spurði hann að nafni en hann kveðst Kimbi heita.Þormóður spurði: "Varstu í bardaganum?""Var eg," segir hann, "með bændum er betur var.""Ertu nokkuð sár?" segir Þormóður."Lítt," segir Kimbi, "eða hvort varstu nokkuð í bardaganum?"Þormóður svarar: "Var eg með þeim er betur höfðu."Kimbi sá að Þormóður hafði gullhring á hendi. Hann mælti: "Þú munt vera konungsmaður. Fá þú mér gullhringinn en eg mun leyna þér. Bændur munu launa þér óspekt ef þú verður á vegi þeirra eða ertu nokkuð sár?"Þormóður svarar: "Ekki er eg sár svo að lækningar þurfi enda hafðu hringinn ef þú vilt. Látið hefi eg nú meira því að mér tekur nú að þykja minna gaman að gulli en var."Kimbi rétti fram höndina og vildi taka hringinn. Þormóður sveiflaði til sverðinu og hjó af Kimba höndina og kvað hann eigi þeirri mundu stela síðan. Kimbi þoldi illa. Þormóður kvað hann reyna skyldu hversu sárin væri að þola. Síðan fór Kimbi á brott en Þormóður stóð eftir.Þá hleypur maður innan úr hlöðunni og sækir viðarfang. Kona ein vermdi vatn í katli til þess að fægja sár manna. Þormóður gekk að einum vandbálk og studdist þar við. Þá mælti konan við Þormóð: "Hvað manna ertu, hvort ertu konungsmaður eða ertu af bóndaliði?"Þormóður svarar og kvað vísu:Á sér að vér vorumvígreifr með Óleifi.Sár fékk eg heldr að hvoruhvítings og frið lítinn.Skín á skildi mínum,skald fékk hríð til kalda.Nær hafa eskiaskarörendan mig görvan.

Konan mælti: "Hví lætur þú eigi binda sár þín ef þú ert mjög sár?"Þormóður svarar: "Þau ein hefi eg sár að ekki þarf að binda."Konan mælti: "Þú munt það kunna að segja mér er vér höfum lengi um rætt í kveld hver best hefir fram gengið í bardaganum eða minnst hlíft sér?"Þormóður kvað þá vísu:Ört var Ólafs hjarta,óð fram konungr blóði,rekin bitu stál á Stiklarstöðum, kvaddi lið böðvar.Élþolla sá eg allaálmveðrs nema gram sjálfan,reyndr var flestr í fastrifleindrífu, sér hlífa.

Bóndi einn kom þá í kornhlöðuna er þau töluðu þetta. Hann fór að forvitnast hvað títt væri um konungsmennina. Þar voru margir menn mjög sárir og lét hátt í holsárum manna eða höfuðsárum sem náttúra er til stórsára. Bóndi nam staðar í hlöðunni og hlýddist þaðan um. Og er hann heyrði að hátt lét í holsárum manna þá mælti hann: "Það er von að konunginum hafi lítt gengið bardaginn við bændur svo þróttlaust lið sem þetta er að honum hefir fylgt því að mér þykir svo mega að kveða að þeir þoli eigi óæpandi sár sín og eru þetta fýlur en ekki dugandi menn."Þormóður svarar: "Sýnist þér svo félagi sem þeir séu eigi þróttmiklir er hér eru inni?""Já," segir hann, "svo sýnist mér sem hér séu flestir menn of þreklausastir saman komnir."Þormóður svarar: "Vera kann það að nokkur sé sá hér inni að eigi sé þrekmikill ef til er reynt og eigi mun þér mitt sár mikið þykja þótt þú hyggir að því."Bóndi svarar: "Eg ætla þá væri betur að þú hefðir bæði mörg og stór."Snýr bóndi þá utar eftir hlöðunni og ætlaði út að ganga. Í því höggur Þormóður eftir honum. Það högg kom á bakið og hjó hann af honum báða þjóhnappana."Styn þú eigi nú," kvað Þormóður.Bóndi kvað við hátt með miklum skræk og þreif til þjóhnappanna báðum höndum.Þormóður mælti: "Það vissi eg að vera mundi hér inni nokkur maður sá er eigi mundi þróttigur reynast. Er þér illa saman farið er þú finnur að þrek annarra manna þar er þú ert þróttlaus sjálfur. Eru hér margir menn mjög sárir og vælir engi þeirra en þú bræktir sem geit blæsma og veinar sem meri þó að þú hafir eina vöðvaskeinu litla."Eftir þenna atburð kom í hlöðuna kona með mjólkskjólur tvær, sú er færa ætlaði drykk sárum mönnum. Hún mælti við Þormóð: "Hver er þessi maður er hér stendur við bálkinn?"Hann svarar: "Þormóður heiti eg."Hún mælti: "Hefir þú nokkuð verið við bardagann í dag?"Þormóður svarar: "Það vildi eg ætla að það skyldu nokkurir bændur eiga að segja heim konum sínum í kveld að Þormóður Kolbrúnarskáld hafi komið til bardagans í dag en þó vilnast eg hins að nokkurir megi ekki frá segja."Konan mælti: "Hverjir gengu best fram með konunginum?"Þormóður kvað þá vísu:Haraldr var bitr að berjastböðreifr með Óleifi.Þar gekk harðra hjörvaHringr og Dagr að þingi.Réðust þeir und rauðarrandar prútt að standa,fékk benþiður blakkanbjór, döglingar fjórir.

Konan mælti: "Þú munt vera sár mjög eða viltu drekka mjólk? Það er sárum mönnum gott til styrktar."Þormóður svarar: "Eigi þarf eg mjólk að drekka því að eg er nú svo fullur sem eg hafi nýsopið skyr út á Íslandi en eg er þó lítt sár."Konan Mælti: "Hví ertu svo litlaus ef þú ert sár þó lítt?"Þormóður kvað þá vísu:Undrast öglis landaeik hví vér rom bleikir.Fár verðr fagr af Sárum,fann eg örvadrif, svanni.Mik fló málmr hinn dökkvimagni keyrðr í gögnum.Hvasst beit hjarta hið næstahættlegt járn er eg vætti.

Konan mælti: "Það þóttist eg sjá á þér að þú mundir mjög sár vera er þú varst svo litlaus og láttu binda sár þín sem aðrir menn og lát mig sjá."Síðan settist hann niður og kastaði klæðum af sér. En er læknir sá sár hans það er hann hafði á síðunni, hún kenndi þess að þar stóð ör í en það vissi hún eigi víst hvert járnið hafði snúið. Hún hafði þar gert í steinkatli af lauk og önnur grös og vellt það saman og gaf að eta þeim hinum sárum mönnum og reyndi svo hvort þeir höfðu holsár því að þá kenndi af laukinum úr sárinu. Hún bar það að Þormóði og bað hann eta.Hann svarar: "Ber í brott, ekki hefi eg grassótt."Síðan tók hún spennitöng og vildi draga út járnið en það var fast og gekk hvergi, stóð og lítið út því að sárið var sollið.Þá mælti Þormóður: "Sker þú til járnsins svo að vel megi ná með tönginni, fá mér síðan og lát mig kippa."Hún gerði svo. Þá tók Þormóður gullhring af hendi sér og gaf lækninum, bað hana slíkt af gera sem hún vildi "en góður er nauturinn," segir hann, "Ólafur konungur gaf mér hring þenna í morgun."Síðan tók Þormóður töngina og kippti á burt örinni en á örinni voru krókar og lágu þar á tágar af hjartanu, sumar rauðar en sumar hvítar, gular og grænar.Og er það sá Þormóður þá mælti hann: "Vel hefir konungurinn alið oss, hvítt er þessum karli um hjartarætur."Þá kvað Þormóður vísu:Emkak rauðr en rjóðumræðr grönn Skögul mannihaukasetrs en hvíta,hyggr fár um mig sáran.Hitt veldr mér að, meldrarmorðvenjandi Fenju,djúp og danskra vopnaDagshríðar spor ‑

Og er hann hafði þetta kveðið þá andaðist hann standandi við vandbálkinn og féll eigi fyrr til jarðar en hann var dauður. Haraldur konungur Sigurðarson fyllti vísuna er Þormóður hafði ort."Dagshríðar spor svíða," sagði hann, "svo mundi skáldið vilja kveðið hafa."Nú lýkur þar ævi Þormóðar með þessum atburðum sem nú voru sagðir.])

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.