Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 9

Heiðarvíga saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 9)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
8910

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Gestur situr nú hugsi um sitt mál [segir sagan]. Var hann lítill að vexti og frár á fæti. Geymdi hann fjár fóstra síns. Dag þann er von var Styrs að sunnan sat hann að fé og skefti öxi sína. Varð þá sá viðburður að blóðdropar nokkrir féllu á skaftið. Hann kvað þá vísu. Kemur hann heim síðan og hittir systur sína úti og segir henni frá. Hún segir sér þyki líkast að einhverjum tíðindum gegni og vildi hún það kæmi niður í maklegum stað. Hann kvað enn vísu.



Þá þau eru þetta að mæla ber þar menn að garði. Eru það Styr og fylgdarmenn hans. Höfðu þeir vöknað í Hítará [að mig minnir] en Styr hafði skúaðan hest [segir sagan] og var því eigi votur. Frost var um daginn. Var þeim beini gjörður, dregnar af þeim brækur og skóklæði og kyndur eldur upp. Styr sat við eldinn. Þar hafði verið höfð soðning um daginn og stóðu hitukatlar utar á gólfinu sem soð var í. Áslaug systir Gests rekur þar í brækurnar og ber út á vegg. Eldahúsið var so lagað að handraðar voru innan veggja so ganga mátti á milli þeirra og veggjanna á baki mönnum. Tvær dyr voru á húsinu. Lágu aðrar út og voru það laundyr. Förunautar Styrs segja að sparaður sé eldiviðurinn. Hleypur Gestur út og sópar saman því eldiviðarsorpi er hann finnur, ber inn fullt fang og kastar öllu á eldinn og jafnskjótt öðru fangi. Lýstur þá upp miklum reyk og svælu í húsin.



Hleypur Gestur þá í handraðana kring á bak til við Styr og höggur með öxi af öllu afli í höfuð hönum [1007, því það er eftir þessari sögu seint um haustið en Eyrbyggja saga, cap. 38, og annálar setja víg Styrs 1008. Því þar er ei skýrara að orði komist en það hafi verið um veturinn [það var hið seinasta árið sem Snorri bjó að Helgafelli, videatur Eyrbyggja sögu, 1. cit. [þ.e. sjá tilvitnun í Eyrbyggja sögu]]] bak við eyrað hægra megin svo í heila stóð og mælti: "Þar launaði eg þér lambið grá," hleypur út laundyrnar og skellir í lás.



En Styr hnígur fram á eldinn. Hleypur Þorsteinn undir hann og þá hann sér að hann er höggvinn til bana og örendur hleypur hann út og þeir allir saman eftir Gesti. Gestur rennur undan allt að Hítará. Áin var rend og rann í streng á milli. En með því Gestur var frár þá stökkur hann yfir ána. Förunautar Styrs komast sumir á miðja leið og snúa heim aftur. Þykir þeim illt að etja berum fótum við klakann en Þorsteinn rennur allt að ánni. Stendur Gestur öðrumegin og varnar hönum yfir að komast. Sér Þorsteinn að fjandmaður sinn stendur hinumegin og vofir yfir höfði sér. Er þar vogun til að ráða. Hitt er og hætta að hlaupa á ána og snýr við það aftur.



En bóndi læsti Styr í húsi, meðan þeir eltu Gest, þar til Snorri kæmi og sæi sár hans eftir því sem lög sögðu, og fengu þeir hann eigi. Voru þá send boð Snorra sem skjótast. Hann kom, nefndi votta að sárum Styrs og bjó um líkið, fer síðan þaðan og kemur að kveldi til bónda þess er Snorri hét og bjó í Hrossholti, sagðist hafa með lík að fara og bað um greiða. Hönum var veittur hann eftir föngum. Líkið hafði dregist nokkuð ofan í Haffjarðará og vöknað til höfuðsins. Var því kyntur eldur upp að þurrka það. Snorri bað fólk að hafa kyrrt um sig um nóttina.



Bóndi átti dætur tvær. Hét önnur Guðríður. Hún var sextán en hin fjórtán vetra. Þær hvíldu báðar í einni rekkju. Þá fólk var allt í svefni og góður tími af nóttu tók þeirri eldri so mjög að óróast að hún braust á hæl og hnakka. Hin spyr hvað veldur. Hún segir að hún hafi heyrt mikið sagt af Víga-Styr en aldrei séð hann meðan hann var á lífi. Nú sé sér á engu meiri fýsn en að sjá hann. Hin svarar hún skuli eigi mæla soddan heimsku að vilja sjá hann nú dauðan er mörgum stóð mikill ótti af í lífinu og biður hana hætta þessu tali. Litlu síðar vekur hún sama mál og tekur nú meir að ókyrrast en fyrri, segist aldrei fá betra færi að sjá hann en nú. Hin yngri vill hamla sem fyr en sú eldri ræður meira. Fara nú báðar á fætur. Ræður sú eldri ferðinni en hin fer eftir. Styr var rifaður í húð en líkið hafði dregist ofan í ána um daginn og var því sprett frá höfðinu. Eldurinn var út brunninn og glæður eftir. Var ljóst hið efra um húsið en dimmt hið neðra. Þær ganga hljóðlega inn í eldahúsið og stilla nú hægt þangað sem Styr liggur og skyggnast nú sem best að hönum og var sú eldri nærgöngulari. Sýnist þeim þá Styr rísa við í húðinni og kveða vísu. [Það var stirt kveðin og æði draugaleg dróttkveðin vísa alls ólík þessari sem menn hafa um hönd: Horfinn er fagur farfi etc., en þó var sama meining fyrst í henni og var þar nefndur litr en eigi farfi. Nefndi þar í blæju heim eður þvílíkt og eigi býður hann henni þar í að kyssa sig heldur segir að hún muni innan skamms byggja með sér moldbúaheim eður þvílíkt. Það var seinast í henni.] [Vísan sem Jón vitnar hér til er prentuð svo að ábendingu Jóns Samsonarsonar handritafræðings: 1. og 2. vo. og 7. og 8. vo. eru frá Jóni Halldórssyni í Hítardal [Lbs. 132 4to III], 3. og 4. vo. úr handritinu JS 490 8vo [>bls. 286]. Um 5. og 6. vo. er stuðst við Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, 234, Reykjavík, 1954.]



Horfinn er fagur farfi,



forvitin, sjáðu litinn,



drengur í dauðans gengi,



drós, skoða farfann ljósa.



Hildar plögg voru höggvin,



þá háði eg valþing áður.



Kar er í kampi vorum,



kysstu mær ef þig lystir.



Snorri varð var við að einhver var á fótum, kippir fljótlega skóm á fætur sér og gengur út til eldahússins að forvitnast um hvað þær hafist að. En þegar hún heyrir vísuna bregður henni so við að hún æpir hástöfum og hleypur í fang Snorra. Koma menn á fætur og halda henni. Er hún þá so ær að fjórir hafa fullt í fangi að halda henni. Linnti hún aldrei af ópi og umbrotum alla nóttina þar til undir dag. Þá deyr hún. Snorri segir við bónda að nú sé verr launaður greiðinn en hann vildi og kveður það eigi sína skuld þó sér hafi eigi hlýtt verið. Bóndi svarar að hann hafi enga skuld í þótt so illa hafi til tekist heldur séu það ósköp dóttur sinnar.



Snorri býst burt hið hraðasta og fer áleiðis með líkið. Tekur þá að gjöra mikla snjódrífu á móti þeim með frosti. Og þá á daginn líður tekur líkið að fara illa á hestinum og snúast öfugt. Gjörist það þá so þungt að þeir koma því eigi lengra en að eyðihúsum nokkrum á melholti einu og þar bera þeir grjót að því og dysja, fara þar eftir leið sína. Og er ei annars getið en það gengi greitt.



Um vorið þá upp leysir snjó fer Snorri eftir líkinu og er þá allt tíðindalaust í þeirra ferð. Er það jarðað að kirkjunni undir Hrauni er Styr hafði sjálfur gjöra látið. En nokkrum tímum þar eftir þá kirkjan brann voru bein hans upp tekin og flutt að Helgafelli.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.