Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 10

Heiðarvíga saga 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 10)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú fréttist víða víg Styrs og þykir mörgum mikils um vert að Gestur, so ungur maður er aldrei hafði fyr víg vegið, skyldi hafa vogað soddan stórræði við slíkan ofsamann er Styr var í lífinu og mörgum stóð ógn af. Og þótti þetta mjög hafa farið að málavöxtum.



Nú er það að segja frá Gesti að þeir Þorsteinn skilja þar við ána. Rennur Gestur suður á leið til Borgarfjarðar og kemur að Mel. Sá hét Halldór er þar bjó en kona hans var náskyld [kannske föðursystir Gests]. Halldór spyr því so víki við ferðum hans. Gestur greinir allt af vígi Styrs og biður hann liðsinnis. Halldór bregst stórlega reiður við og skipar hönum að dragast burt frá sínum augum hið skjótasta og eigi sé hönum að vænta liðs hjá sér er so mikið óhappaverk hafi unnið að drepa Styr, slíkan höfðingja. En kona hans leggur bestu orð til við bónda sinn. Gestur verður fár við og meinar hann muni þenkja sem hann talar en það var þó reyndar eigi. Er Gesti fenginn hestur á laun og nú þykir hönum betrast hagur sinn að hann er kominn á hestbak, ríður nú þaðan á leið til Borgarfjarðar slíkt er hann má og hefur eigi marga náttstaði áður hann kemur suður yfir ána.



Kemur hann síð um kveld að bæ Halldórs og drepur á dyr. Þar kom húskarl út. Gestur biður hann að kalla Þórdísi konu Halldórs á tal við sig. Hún var systrunga Gests. Hún gengur út og kennir eigi Gest í fyrstu. Gestur segir henni hvað hann á um að vera og í hvaða vandræðum hann sé staddur. Hún segir hönum skuli til reiðu sín hjálp en hún sé uggandi hversu bóndi sinn verði við, því hann hafi verið vinur Styrs en vilji þó freista hvers hún fái við hann orkað, lætur Gest vera í útibúri um nóttina so enginn veit af nema hún og húskarlinn.



Þórdís stendur snemma upp um morguninn áður en Halldór. Lætur hún allblítt að hönum. Hann mælir að eitthvað muni undir þessu blíðlæti búa og muni hún vilja biðja sig einhvers. Hún segir að so er og ef hann láti þessa bón eftir sér vilji hún í öllu geðþægja hönum sem hún getur, segir að frændi sinn Gestur sé þar kominn og leiti hans liðsemdar og segir hann hafi vegið Styr í hefnd eftir föður sinn. Halldór verður óðamáli og segir að ef hann fái fest hendur á hönum skuli hann eigi lífs frá sér komast er slíkt ódáðaverk hafi gjört að drepa vin sinn og mesta höfðingja.



Þar mátti ganga í kringum innan veggja allt húsið og héngu tjöld fyrir sænginni. Gestur stendur á bak við tjaldið að höfði hönum og heyrir alla þeirra viðræðu og kveður þá vísu þeirrar meiningar að hann væri búinn til að leika við hann sem Styr og rjóða báðar kiður hans í blóði [segir í vísunni].



Hestur hans stóð söðlaður úti fyrir. Hleypur hann strax á bak og ríður að Gilsbakka til Illuga svarta [um forfeður Illuga svarta getur Landnáma saga sú þrykkta p.14 [þar er hann 4ði frá landnámsmanni] en p. 28 et 29 er hann sá 3ji. Dóttur hans nefnir p. 33 en son hans, Hermund, Kristindóms saga p. 19 circa 1000. Einninn getur Bandamanna saga um Hermund og hans andlát en þar er hann nokkuð gamall til að vera samtíða Gelli Þorkelssyni, item Laxdæla saga, cap. 52, um hans afsprengi. Um Illuga svarta getur Eyrbyggja saga, cap. 9, fyrst 982, so einn og hinn sami mun þessi Illugi vera og kannske sami sem Vatnsdæla saga telur vera kominn af Grími landnámsmanni], heilsar hönum og segir hver maður hann sé. Illugi spyr hvað tíðinda sé í ferðum hans. Gestur kvað vísu. Þá spurði Illugi hann hversu mikinn áverka hann hefði veitt Styr.



Þá kvað Gestur:



Varat um sár, en sáran



sák Víga-Styr hníga,



böndum þörf að binda.



Beit hjálmastoð þveita



þá er af brúnar beinum



báglunds goða mági



unda sæg í augu



allrauðan sák falla.



[Eftir Eddu síra Magnúsar Ólafssonar og sú hálfa eftirkomandi. Ergo [þar af leiðandi] hefur hann haft þessa sögu. Þó er ei víst þar fyrir að hann hafi haft þessa sögu því að í þeirri Eddu, sem er á membrana í foliantbókum Árna Magnússonar no. 242, í kenningapartinum, stendur seinast á blaðsíðu upphaf þessarar vísu: Gestr hefnir Geitis, en ei meir. Síðan má sjá að vantar tvö blöð og þar eftir sú seinasta blaðsíða í bókinni. Á þessum burt rifnu blöðum getur þessi vísa og sú hálfa eftirkomandi hafa verið. En að nefnd Edda hafi verið í höndum síra Magnúsar er víst af þeim blöðum sem í hana eru skrifuð með hans eigin hendi. Hér af má sjá að kenningaparturinn í Eddu er seinna skrifaður en þessi saga.]



Biður hann Illuga ásjár. Tekur hann því ei fjærri en telur að sér sé so mikil fjölskylda á hendi að hann treystist varla að halda hann með slíkum mannfjölda sem sér sýnist við þurfa og biður hann fyrst að fara til Bæjar og finna Þorstein Gíslason.



Fer nú Gestur þaðan og til Þorsteins, kemur þar á áliðnum degi og drepur á dyr. Húskarl einn kemur til dyra. Þann biður Gestur að kalla Þorstein út. Þorsteinn kemur út og spyr Gest að heiti og tíðindum. Gestur kvað vísu þess innihalds að hann hafi vegið Styr. [Þetta er helmingur af vísu sem Gestur kvað þá eður við einhvern annan vina sinna í Borgarfirði þá hann var að segja frá vígi Styrs:



Gestr hefir Geitis rastar



galdrs miðjungi skjaldar,



dundi djúpra benja



dögg, rösklegast höggvið.]



Og biður Gestur hann nú ásjár. Þorsteinn kveður sér stóran vanda á þessu þar so margir og miklir eftirmælendur séu og illt eitt muni hann hljóta af slíkum óhappamanni og er heldur en eigi styggorður við hann. Gestur kvað vísu og enn aðra. Þorsteinn segir sér sé enginn þokki á vísum hans. Gestur kvað enn. Þorsteinn biður hann hætta því og segir hann skuli þó vera hjá sér náttlangt.



Um morguninn sendir hann Gest til Reykja og biður Kleppjárn [hvert þessi er sami og Landnámasaga nefnir, p. 15, tvíla eg, nema hann hafi orðið æðigamall] að taka við hönum. Kleppjárn telur Þorsteini það skyldara og hafi hann aldrei heitið að taka nokkra vandræðamenn af hönum. Verður Gestur þar þá nótt, fer þaðan til Þorsteins aftur og tekur hann þá vel við hönum. Var hann ýmist með Illuga, Kleppjárni eður Þorsteini um veturinn, þó lengstum með Þorsteini og höfðu þeir öruggan vara á sér allan þann vetur. Var hjá Þorsteini sjaldan færra en sex tigir karla um veturinn. Líður nú að vordögum.



Maður hét Teitur, að illu einu kenndur, og var kallaður Fjalla-Teitur því hann lá á fjöllum úti og lifði því líkara sem hann væri illdýri en hann væri maður [segir sagan]. Kleppjárn var þar sveitarhöfðingi. Hann hafði nýbreytni þá að hann gjörði mannsöfnuð að ná Teiti og hafði hann í böndum. Vissi enginn hvar til það skyldi því hann hafði áður aldrei látið hafa hendur á hönum þótt hann væri þrátt um beðinn.



Nú er að segja frá Snorra. Hann býr málið á hendur Borgfirðingum en þeir hafa búið til liðs fyrir fram ef hann kæmi. Fer Snorri heiman með flokk manna en gjörir áður orð vinum sínum að koma til liðs við sig. Og þá þeir eru saman komnir ríða þeir allir suður í Borgarfjörð. Borgfirðingar höfðu njósn af ferðum hans og hafa liðsafnað fyrir öllum vöðum út til sjávar að verja hönum ána. Snorri kemur að ánni vestan fram við Haugsenda. Hefur hann átta hundruð [fjögur hundruð segir Eyrbyggja saga, cap. 38. Þar var í ferð með hönum Vermundur hinn mjóvi bróðir Styrs. Hann bjó þá í Vatnsfirði. Þar var og Steinþór af Eyri etc. Eyrbyggja saga telur þar upp mestu virðingarmenn sem voru með Snorra og Borgfirðingum] manna en Borgfirðingar tólf hundruð [meir en fimm hundruð segir Eyrbyggja saga og er það trúlegra en hinn mannfjöldinn]. Gestur kvað vísu um morguninn áður hann fer heiman [ef eigi tvær].



Snorri ríður að ánni og biður þá selja fram vegandann. Þeir svara að nú hafi þeir so við búist að hönum muni eigi kostur að festa hendur á hönum. Með Snorra eru taldir upp hverjir helstir voru ofurkappsmenn er berjast vildu so og af Borgfirðingum, að við sjálft lá að þeir mundu berjast yfir um ána. En margir góðir menn áttu hlut í að eigi skyldu so margir menn berjast. Riðu hverutveggi fram í ána. En Snorri reið fram í eina eyri sem í var miðri ánni og kvað það lög að tala þar máli sínu sem maður kæmist lengst að hættulausu og stefndi Gesti um víg Styrs [þessi sömu mál ónýtti Þorsteinn Gíslason fyrir Snorra goða um sumarið á alþingi segir Eyrbyggja saga, cap. 38]. Hrjóta þá margar vísur úr flokki Borgfirðinga til Snorra, einna mest frá Gesti [voru tvær að vísu teiknaðar í sögunni og í einni þeirra kallar hann Snorra blauðan og sá rauðskeggjaði goði hafi riðið vestan með hött síðan]. Snorri kveðst eigi hirða að gegna hákyrðum hans og sé eigi að undra þó hann tali nú djarft úr flokki. Sér hann þar áorkast ekki í þetta sinn. Snýr hann frá við so búið og fer vestur leið sína.



Nú líður að alþingi. Stýrimaður einn var um veturinn í Reyðarfirði í Austfjörðum. Nafn hans var Helgi [að mig minnir]. Ætlaði hann til Noregs um sumarið. Sá var góður vin Kleppjárns. Þeir Borgfirðingar taka þau ráð að senda hönum Gest til utanferðar. Þá voru höfðingjaskipti orðin í Noregi og Eiríkur jarl Hákonarson kominn í stað Ólafs Tryggvasonar. Í hans hirð var Þorsteinn son Síðu-Halls [að mig minnir]. Hann var vinur Kleppjárns. Kleppjárn sendir hönum orð sín að taka við Gesti og lætur þar með fylgja hring til menja ef hann vill ei trúa orðum Gests. Leggur Þorsteinn og Kleppjárn hönum fé til farningar [segir sagan] en Þórdís varð eigi örþrifráða [segir sagan]. Gefur hún hönum gullhring og þrjár merkur silfurs. Skal Fjalla-Teitur fylgja hönum austur því hönum voru allar leiðir kunnar. Fara þeir austur fjöll um alþingistíma fyrir ofan allar sveitir. Verður því engi maður þeirra var.



Kemur Gestur þá til Helga stýrimanns og tjáir hönum erindi sitt og orð Kleppjárns. Tekur hann við hönum vel og á Teitur með að fara. Býður Helgi Gesti mestan varnað á að láta nokkurn af skipverjum verða varan hver maður hann sé því þar séu nokkrir vinir Styrs á skipinu. Lofar Gestur því og so gengur nokkra daga en þó efndist það eigi betur en so að einn dag er Gestur sat á búlka kvað hann vísu hvar af skilja mátti að hann var vegandi Styrs. En þá skipsmenn vissu að hann var sá maður hlupu þeir upp og ætluðu að hönum so Helgi varð að gefa þeim fé til að leggja ekki illt til hans. Var síðan allt kyrrt í ferðum þeirra. Leggja þeir í haf og gefur vel byri og koma til Noregs. Jarlinn var þá staddur í Þrándheimi [að mig minnir] og Þorsteinn þar með hönum. Lætur Helgi Gest aldrei við sig skilja, fer hið snarasta á fund Þorsteins og færir hönum Gest með orðum Kleppjárns. Þorsteinn tekur því seinlega fyr en hann sér jarðteiknirnar, segist þó eigi voga að láta hann þar lengi nema staðar vegna vina Styrs. Skilst nú Helgi við Gest og afsalar sér en Teitur fer með Helga og er hann úr sögunni.



Gestur er um veturinn með Þorsteini en um vorið sendir Þorsteinn hann til einnrar ríkrar ekkju er bjó norður í Fjörðum að menn yrðu hans síður varir eða vinir Styrs sem þar sátu nálega í hverju húsi.



Enginn vegur gengur á þetta mál á alþingi.



Nú vita menn óglöggt hvað úr Gesti er orðið fyrst í bráð. Var því ei samsumars utan farið [segir sagan].

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.