Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 57

Þorgils saga skarða 57 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 57)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
565758

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú er að segja frá þeim Eyjólfi Þorsteinssyni og Hrafni Oddssyni. Þeim kom orðsending Heinreks biskups að þeir kæmu norður að frelsa hann af ánauð þessi og koma Oddi af héraði því að hann þverknýtti það þann tíma er hann sendi þeim mann, Hrafni og Eyjólfi, að hann mundi laus vera og rekinn utan. Nú sendu þeir Hrafn og Eyjólfur orð Þorgilsi og fundust þeir á Eyri að Snorra. Beiddu þeir hann norðurferðar með sér en Þorgils lést fara mundu ef þeir ynnu honum að sitja í Skagafirði og því játtu þeir ef það væri samþykki biskups og bænda enda fengju þeir stökkt Oddi úr héraði og drepið hann. Þorgils sendi eftir Sturlu frænda sínum og brá hann þegar við og safnar mönnum. Hrafn sendi eftir Þorleifi og fóru Borgfirðingar með honum og höfðu mikinn flokk. Þar var og Vigfús Gunnsteinsson með Krókfirðinga, Einar Þorvaldsson með Ísfirðinga, Seldælir og synir Gísla af Rauðasandi, Strandamenn og Steingrímsfirðingar. Var þessi ferð um haustið eftir Maríumessu hina síðari. Var á því orpið að í flokki þessum mundi vera þrettán hundruð manna. Drógu þeir her þenna norður um land. En er þeir komu í Vatnsdal var þeim sagt að biskup var látinn laus en Oddur riðinn af héraði og vissu menn það þó ógerla. Var eigi dreift flokkinum. Þorgils reið um kveldið á Auðkúlustaði en þeir riðu til Svínavatns, Einar Halldórsson með sveit manna og var þeim þar vel fagnað. Þar bjó þá Kolþerna Einarsdóttir systir Kolbeins í Grímstungum. Þau Einar og Kolþerna voru systrabörn. Voru þeir saman fjórir tigir. Hafði Þorgils mælt að þeir skyldu vera til hlífðar við hana hvað sem að kynni bera. Maður hét Ari son Smið-Skeggja. Hann átti dóttur Kolþernu. Hann reikaði á hlaðinu um kveldið. Þá riðu þeir þar að Hrafn Oddsson og Eyjólfur með flokk sinn. Eyjólfur hljóp af baki og mælti við fylgdarmenn sína: Taki hann Ara og láti hann berja. Hámundur vorbelgur var skjótastur og fékk tekið hann og hélt honum en fylgdarmenn Eyjólfs knylltu hann með keyrum. Þá kom maður inn og segir að Eyjólfur Þorsteinsson og menn hans voru komnir úti og hröktu hann Ara mág húsfreyju og kostið þér Einar og dugið honum ef þér megið. Einar spratt þá upp og þeir félagar og tóku vopn þau er næst voru hendi. Hljópu þeir þá út Steinn Arn... son og... Jón var skjótastur. Hljóp hann undir hann Hámund og tók hann upp og keyrði niður mikið fall. Varð Ari þá laus og hljóp inn. Eyjólfur kastaði eftir honum buklara og kom á dyristafinn og voru þeir Einar þá komnir í dyrin. Eyjólfur bað menn sína inn hlaupa og taka hann Ara. Einar kvað honum það mundu með kaupi að því sinni: Höfum vér illu heilli yðvarn flokk fylltan ef venslamenn vorir skulu vera hraktir í höndum oss og skulum vér vera hraktir fleiri ef hann er. Var nú staðar numið og gengið eigi að. Þá reið Hrafn að í því og spurði hvað þeir ættust við en honum var sagt. Þá mælti hann: Ríðum vér Eyjólfur. Oft munum vér kost eiga að gera við Ara það er vér viljum þótt við berjumst eigi við heimamenn okkra. Síðan riðu þeir Ögmundur Ísólfsson og þeir félagar þar að. Þeir höfðu tekið hest frá Bjarna á Auðkúlustað. En Þorgils bað Þórð ríða til þeirra og taka af þeim hestinn. Hann gerði svo og færði aftur á Auðkúlustað. Riðu nú um kvöldið allir flokkarnir norður yfir Blöndu og lágu þar um nóttina í sauðahúsum en gerðu njósnarmenn í Vatnsskarð að vita þaðan sönn tíðindi. En er menn höfðu af hestum tekið settust menn niður. Spurði Hrafn Þórð ef hann gengi við því að hann hefði hrakt menn hans um daginn og rænt. Þórður kvaðst við því ganga að hann heimti hest Bjarna er þeir höfðu tekið. Hrafn kvað ófínlega stjórn mundu um flokka þessa ef hverjir skulu ræna aðra en vit það víst að þér skal skammt til meiri hrakningar. Brá honum og því að hann hafði staðið yfir vígi Valgarðs fóstursonar síns og mörgu öðru, kvað og maklegt að hann fyndi sig fyrir. Þórður kvaðst eigi standa mundu kyrr fyrir mönnum Hrafns ef þeir væru jafnliða, kvaðst eigi vita að annað sinn mundi betur til fallið en nú. Hrafn mælti: Þú jafnyrðir mig. En þér Ögmundur er og illa farið, ert manna illgjarnastur en þorir þá ekki er þú þarft til að taka. Vigfús mælti stundarhátt: Sittu Ögmundur. Sturla mælti þá: Eigi er það ráð Hrafn að hrekja Þórð um þetta. Var þetta annarra manna nauðsyn er hann hefir málaefni gert. En ef þú lætur drepa Þórð mág vorn þá munum vér freista að vér komum í hel nokkurum mönnum fyrir þér. Skutust þeir Hrafn og Sturla á nokkurum orðum og þótti sinn veg hvorum. Þorgils bað sína menn upp standa og ganga brott. Stóð Þorgils þá upp og Sturla og menn þeirra og gengu annan veg á túnið. Lögðust þeir þá niður með vopnum sínum og klæðum. Þorgils lét nokkura menn vaka um nóttina. En um morguninn snemma riðu allir flokkarnir til Bólstaðarhlíðar og stigu menn af baki og áðu en höfðingjar gengu á tal. Gekk Þorgils tregur til en þó fór hann. Voru þeir fjórir saman, Þórður og Einar og Bergur. En er þeir settust niður spurði Hrafn: Skulu allir þessir menn hér vera? Þorgils svaraði: Vér skulum allir hér vera eða allir brott ganga. Settust þeir niður og varð lítið að tali. En það varð helst ráðið að þeir mundu ríða til Skagafjarðar og hafa þar héraðsfund drottinsdag. En er Þorgils reið norðan sendi hann Þórð til Ásbjarnar og vildi vita hvern styrk hann skyldi þar eiga ef hann leitaði aftur til héraðs. Fannst Þórði það í svörum Ásbjarnar að hann tók á öllu hræddur en kallaði það þó næst sínu skapi að þjóna Þorgilsi, sagðist og ekki vita drauma sína ef Þorgils yrði eigi höfðingi yfir Skagafirði nokkura hríð en kvaðst það ráð á leggja að Þorgils sæi eigi um hérað í Skagafirði þenna vetur og sjá svo fyrst fyrir hverju rýmdi og kallaði sér svo hug um segja að mikil breytni mundi á verða þenna vetur. En þó lauk svo að Ásbjörn hét slíkum hlutum og styrk sem hann beiddi og hann mætti sér við koma þó að hann leitaði síðan aftur til héraðs. Riðu þeir þá heim til Staðar og sátu um kyrrt.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.