Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 29

Þorgils saga skarða 29 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 29)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Riðu þeir Þorgils á burt eftir það og norður til Síðumúla. Bergur varð þeim fráskila og fór villur og nokkrir menn með honum, kom þá nokkru síðar í Síðumúla. En er þeir Þorgils riðu neðan að garði í Síðumúla þá reið Þórður að Þorgilsi og mælti: Ef þú ætlar að gera hervirki í Síðumúla þá vil eg frá ríða. En ef þú ætlar hér til sættar eða samnings þá vil eg allan hlut í eiga. Þorgils mælti: Hér ætla eg eigi til annars en til sætta og skaltu hér miklu um ráða ef þeir vilja þín orð nokkurs meta. Ríða þeir þá heim og reið Þórður fyrir þeim og með honum Böðvar kampi. Stigu þeir af baki og drápu þegar á dur og gekk maður til hurðar. Og þegar upp var lokið hurðinni og hann sá mennina sneri hann þegar inn aftur. Gekk Þórður inn og spurði Þorkell prestur hverjir menn væru komnir. En Þórður segir til sín. Hvað er komið fleira? segir prestur. Þórður mælti: Þorgils Böðvarsson við nokkra menn. Vildi eg að þú gerðir hans ferð hingað sæmilega og unna honum góðra sætta fyrir það er hann telur á yður. Þorkell prestur svarar skjótt: Alls öngrar sættar mun eg hér af unna því að eg em ekki sakaður. Þá skal það vera þitt ráð, segir Þórður, ef vel er ráðið og þó á annan veg sé. En af sel eg þá vanda mér af höndum hversu sem gefst. Sneri hann þá út en þeir Þorgils inn og Einar tveir einir og námu staðar á gólfinu. Þá var spurt hverjir komnir væru. Einar segir: Þorgils Böðvarsson og nokkrir menn með honum. Þá var hann enn spurður hvað hann vildi. Þorgils segir: Fer eg að leita vina minna því að eg þykist þá lítt hér fundið hafa hér til suður hingað. Þorgils mælti: Er prestur heima eða synir hans? Þá var sagt að hann var heima en engi greiði var á ger um sonu hans. Þar stóðu þeir Þorgils og Einar um stund á gólfinu og var þá hljótt. Þá mælti Þorgils: Nú má vera Einar að við þurfum eigi að spyrja að hvort heima eru synir prests. Einar mælti: Hversu þá? Þorgils mælti: Höggið er til okkar ofan úr setinu. Einar segir: Mun eigi þá ráð að hrökkva við sem fyrst? Brugðu þeir þá sverðum og hjuggu á móti. Gnustu þá saman vopnin og gekk það um hríð. Þá mælti Þorgils: Laust er mér orðið sverð mitt. Einar mælti: Þetta er ófimlegt að við berjumst hér í myrkri. Göngum við í burt og sé kveikt ljós og viti menn þá hvað við sig er. Kom Þórður þá í móti þeim í dyrunum. Hann sá blóð á þeim er þeir gengu út og spurði ef þeir væru sárir. Einar kvað það eigi vera. Gengu þeir Þórður og Magnús gargan þá inn og enn fleiri menn með brugðnum vopnum eftir endilöngum skála og urðu við ekki varir. Spyr Þórður þá hvar þeir væru er berjast vildu. En öngu var svarað. Og er hann kom að skáladurum varð hann var að maður gekk að honum og spurði hann hver þar væri. En hann nefndist Snorri. Var hann slyppur og berfættur. Lét Þórður hann ganga út dyrin. Hljóp hann þegar út og kastaði þeim manni er næst honum stóð. Hljóp hann út með vegginum. Þeim varð bilt. Þorgils bað menn ríða eftir honum en það varð eigi og setti hann þegar á burt. Nú var gengið með logum um öll hús og leitað manna. Fundu þeir Valgarð í skálanum undir tjaldi. Tóku þeir hann og leiddu út. Var honum þá heitið drápi. Eigi fannst sverð Þorgils og enginn gekk við að upp hefði tekið. Þá gekk út Ingibjörg kona Valgarðs og bauð fyrir hann allt það er hún hafði til. Þorgils kvaðst af öngum manni boð taka nema af föður hans. Gengu menn þá að Þorkatli presti og báðu hann bjóða þeim sæmdir fyrir fjörráð og fyrir ákomur þær er heimamenn hans höfðu veitt þeim Þorgilsi og Einari meðan þeir voru inni því að hvortveggi þeirra var skemmdur á hendi er þeir komu út. Þorkell kveðst önga bjóða: Mun þeim annað meir verða til fjár en þetta. Þá skal hann drepa, segir Þorgils. Þá beiddist Valgarður að skriftast við föður sinn og var það þegar uppi látið. Þóttust menn það heyra að hann bað föður sinn leysa sig og fékkst það eigi. Fékk Þorgils þá til Eyjólf smið að vega að honum. Eftir það var Valgarður drepinn. Síðan riðu þeir á burt og út á Kolbeinsstaði um kvöldið. Og leysti Narfi prestur þá til samneytis og voru þeir þar um nóttina. Þorgils reið um daginn eftir heim til Staðar og lagðist misjafn orðrómur á um ferð hans.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.