Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 28

Þorgils saga skarða 28 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 28)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
272829

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Litlu síðar reið Þórður vestur á Staðarhól og töluðu þeir Sturla allmargt um skipti þeirra frændanna. Og fannst Þórði að Sturla væri sáttgjarnlegur en taldi það upp í annan stað að hann þóttist vera mjög févani til stórra gjalda. Sturla spyr hver sættarefni hann gæfi þeim. Þórður kvaðst þykja tvennir kostir til, bjóða Þorgilsi jafnaðardóm og mundi hann svara fégjöldum eftir því sem dómur félli á. Sá annar að unna Þorgilsi sjálfdæmis og bjóða honum frændsemi góða og skiljast aldrei við hann hvers sem hann þarf við, við hvern sem hann ætti. Lést Þórður vænta að Þorgils mundi vægja honum um fégjöld ef hann tæki þetta upp með góðra manna fortölum. Mæltu þeir þá fund með þeim Þorgilsi og Sturlu um haustið þá er þeim þætti tími til. Reið Þórður heim til Staðar. Tók Þorgils hans erindum vel en kvað raun mundu eftir fara um efndir þótt fagurt væri talað. Hrafn hafði riðið um sumarið vestur í fjörðu og var þar til þess er hann reið til veislu á Flugumýri. Var hann leyndur þessum ráðagerðum. Þorgils taldi það oft fyrir fylgdarmönnum sínum hve illa hann undi við óvirðing þá er hann þóttist fengið hafa í Borgarfirði. Kenndi hann sumum fjörráð en sumum svik og illvilja en ekki til umbóta nema gimbingar og atmæli við sig en þóttist vanafli til að reisa ófrið í móti svo miklu fjölmenni sem héraðið byggði en kvaðst víst eigi una að svo búið stæði. Litlu síðar fundust þeir Þorgils og Einar Halldórsson í Vatnsholti. Réðu þeir það þá að gera hleypiflokk í Borgarfjörð í Reykjaholt og hafa sjálfdæmi af Egli eða gera honum nokkra skömm og enn fleirum er honum þætti maklegir til vera. Lét Þorgils nú kveðja menn til ferðar. Riðu þeir frá Stað fimmtadag fyrir Mikjálsmessu að áliðnum degi hálfur fjórði tugur manna. Þeir riðu suður að Straumfirði og sváfu þar um nóttina en þeir vöknuðu eigi við fjöru um nóttina. En um morguninn vissu þeir eigi hvort sjór féll út eða að. Tóku þeir þá hesta sína og riðu fyrir ofan Straumfjörð. Þeir riðu föstudag allan svo að þeir komu hvergi til bæja fyrr en á Valbjarnarvöllum. Þar reið Þorgils að durum og hitti Eilíf bónda er þar bjó. Hann spyr tíðinda úr héraði en Eilífur segir kyrrt og tíðindalaust. Var hann áður nýkominn sunnan úr Bæ. Hann kvað Þorleif í Görðum heima þá er hann vissi og Egil í Reykjaholti. Hann spyr hvert Þorgils ætlaði. Þorgils kvað hann það öngvu skipta. Bergur bað Eilíf ríða leið fyrir þeim suður til Norðurár. En hann kvaðst hvergi ríða mundu ónauðugur því að hann lést eigi vita hvert erindi þeirra var í hérað. Þá mælti Sigmundur Brandsson að þeir þyrftu eigi að spara að hann riði nauðugur. Þorgils mælti: Ekki hark skulum vér honum gera. En það skal kaup með oss, þú skalt fara hvergi nema þú viljir enda bera önga njósn fyrir oss öðrum mönnum. Eilífur kvað svo vera skyldu. Vísaði hann þeim leið. Tók þá að kenna annars litar. Þoka var allmikil. Reið Bergur fyrir suður um mýrarnar fyrir ofan Munaðarnes. Og er þeir komu til Norðurár áðu þeir. Segir Þorgils þá mönnum sínum að hann ætlar að ríða í Reykjaholt og taka Egil höndum ef svo vildi verða en bannaði mönnum að bera vopn á hann. Þorsteinn Árnason hafði ráðist í Reykjaholt til ræðismanns um vorið og var Þorgilsi hann lítt þokkaður því að honum þótti sem hann hefði vísað til hans í Stafaholti þeim Hrafni og Sturlu. Riðu þeir þaðan þegar þeir voru búnir yfir Hvítá á Ámótsvaði. Þórður Hítnesingur reið á Snældubeinsstaði en þeir Þorgils skyldu bíða hans við Ámótsvað þar sem gatan liggur yfir um Reykjardalsá. Þeir Þórður komu á Snældubeinsstaði og fengu þar kyndla stóra. Þaðan fóru þeir til Reykjardalsár. Var þar fyrir Bergur Ámundason og þeir fimmtán saman. Vissu þeir eigi til Þorgils og til þeirra Einars. Hafði Þorgils stigið af baki erinda sinna en þeir Bergur höfðu fyrir riðið og fundust eigi síðan. Þá riðu þeir til Reykjaholts og á götuna fyrir ofan Grímsstaði. Og öttu þeir Bergur þá ráðum hvort þeir skyldu ríða heim. Stigu af baki og biðu Þorgils ef hann bæri að. Tóku þá hundar að geyja í Reykjaholti. Réðu þeir nú það af að ríða heim í Reykjaholt. Skiptu þeir þá mönnum í helminga. Gengu þeir norðan úr kirkjugarði Þórður og hans menn en Bergur sunnan frá laugu að suðurdurum. En er þeir komu að durum hvorumtveggjum voru þær byrgðar rammlega. Þá tóku þeir það ráð að þeir lyftu Böðvari kampa upp á virkisvegginn og dró hann lokur frá hurðum. Gengu þeir þá inn hvorirtveggju og mættust fyrir skáladurum. Þá sóttu þeir eld í eldahús. Og er eldur kom seint gengu þeir Bergur og Þórður í skálann. Hljóp þá maður í fang Þórði og tók hann þann og spyr hver sá væri. Egill er hér mágur og vildi eg grið hafa. Í þessu komu ljósin inn. Gengu menn þá í skálann. Tóku þá menn upp að setjast og mælti Bergur að þeir skyldu liggja kyrrir ef þeir vildu eigi láta vinna á sér. Lögðust menn þá niður og töluðust við. Gengu þeir þá um allan skálann og rannsökuðu hvert rúm og fundu eigi Egil. Þá tók Bergur að rannsaka litlustofu og loft og varð þess var að Þorsteinn Árnason lá í loftinu. Þá spyrja þeir Þórð prest Bersason hvort Egill væri heima. En hann spyr hví þeir færu þangað með svo mikinn storm. Þeir kváðu þar engan storm gervan. Prestur segir Egil riðinn út á Akranes. Í þessu komu þeir Þorgils og Einar og höfðu þeir farið villir mjög og orðið því seinir. Þórður prestur heilsaði Þorgilsi og beiddi heimamönnum griða og varnaði Egils og kvað hann eigi heima vera. Þorgils kvaðst öngum griðum heita. Þá segir Bergur honum að Þorsteinn Árnason lægi upp í lofti. Frétti Þorgils þá að Egli. Og er hann var fullnumi í því að Egill var eigi heima þá gekk hann upp í loftið, bar á Þorstein fjörráð að hann hefði vísað til hans í Stafaholt. En hann gekk eigi við og kvaðst sjúkur vera. Þorgils bað taka hönd hans og höggva af og kvaddi til Sigurð knappsöðul. Þórður bað hann eigi höggva, þótti vera níðingsverk að vinna á sjúkum manni. Urðu þeir mágar mjög sundurorða. Kvaddi Bergur þá til Þorkel hvíta en Þórður gekk á burt og út. Hjó Þorkell höndina mjög svo af Þorsteini.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.