Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 18

Þorgils saga skarða 18 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 18)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
171819

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú riðu þeir Þorgils upp eftir Reykjardal. Þeir komu til Húsafells. Voru þar menn allir í svefni. Þorgils lét berja að hurðu og lét kalla út Sigmund prest og heilsaði hann Þorgilsi og bauð honum þar að vera. En Þorgils vill ríða, bað Sigmund fá sér mann þann er kynni leið um Tvídægru. Sigmundur kveðst engan mann hafa þann er leið kynni eða hví farið þér um nætur? Þorgils segir Sigmundi aðförina. Bað hann nokkuð úr ráða um leiðsögumanninn. Vísaði Sigmundur honum til Reyðarfells. Er þar maður sá, segir hann, er kunnigar eru allar leiðir norður til héraða. Sá maður heitir Sighvatur Steingrímsson, allra manna fóthvatastur og af æsku skeiði. Þeir ríða þá og komu til Reyðarfells. Réðst Sighvatur til ferðar með þeim við áeggjan Þuríðar Skeggjadóttur frillu Sölmundar. Fóru þeir þar til er þeir komu í Kalmanstungu. Þar átti bú Nikulás Oddsson. Drápu þar á dyr og gekk út maður er Þórhallur hét. Þorgils spyr hvort Gyða væri heima. Hann kveðst ekki vera skyldur til frá að segja. Þorgils laust með öxi lítilli í höfuð honum og sprakk nokkuð í hárrótunum. Hopaði hann þá undan og kveðst barður vera. Gyða kom þá út í dyrin og bauð Þorgilsi slíkan greiða sem þeir vildu. Þorgils mælti: Ekki hefi eg ætlað för mína hingað til þess að eta mat. Er og Nikulás meira ills frá mér verður en eg mun gera hér að sinni. Þess bið eg þig frændi, segir Gyða, að þú lát hér eigi ræna og eigi gera hervirki en hafið héðan slíkt sem þér þykist þurfa í birgðum í heimuld. Það er líkast, segir Þorgils, að svo sé nú að sinni og nýtur þín að því. Skildust þau vel Þorgils og Gyða og riðu þaðan leið sína og höfðu þaðan hey á einum hesti. Nú fóru þeir og komu ofan Gnúpsdal föstukveldið. Var rökkvið nokkuð. Þar áðu þeir hestum sínum þegar þeir fengu hey. Hestar höfðu orðið haltir fyrir þeim. Arnór átti haltan hest er Egill hafði gefið honum. Vildi hann láta svífa ofan eftir héraðinu og hafa hestaskipti en Þorgils vildi ríða norður yfir hálsa hið efra. Var Sighvatur þar eftir og þakkaði Þorgils honum ferð og spretti frá sér gullsylgju og gaf Sighvati og bað hann vitja sín síðan ef hann þyrfti. Þorgils reið norður hið efra yfir hálsa til Víðidals. Þeir komu laugarmorgun í Tungu. Tók Jón við þeim vel og lögðust þeir fyrst til svefns. Voru þeir þar um daginn og biðu þar messu og átu mat. Það var Tómasmessu. Riðu þeir þaðan um kveldið og slóst til ferðar með þeim Jón járnbúkur. Riðu þeir til Svínavatns um kveldið. Þar bjó Kolþerna Einarsdóttir. Voru þar hinar bestu viðtökur. Bjuggust þeir þaðan síðan. Kveðst Þórður eigi mundu ríða fyrr undan en hann yrði var við Arnór og dvaldist ferð þeirra drottinsdag. En um hádegisskeið kom Arnór og hafði engar fréttir sunnan um heiði. Riðu þeir þaðan og komu um kveldið á Víðimýri. Var þar vel við þeim tekið og voru þar um nóttina og höfðu þar tíðir Þorláksmessu og var þar fastað um daginn. Riðu þaðan í Ás og réðu það að hafa þar dagverð. Árni bóndi vildi gefa þeim dagverð en bað þá sjálfa ábyrgjast hvort þeim var það lofað eður eigi eða hvort viljið þér kjöt eta eður eigi? Þeir sögðust það gjarna vilja. Og svo var gert. En er þeir voru mettir riðu þeir upp til Hóla. Komu í það mund er biskup gekk til aftansöngs. Mættust þeir biskup fyrir kirkjudyrum. Kvaddi Þorgils biskup og tók biskup honum blíðlega og bauð honum þar að vera svo lengi sem hann vildi og öllum hans mönnum. Var það bæði að biskup spyr engis enda var honum ekki sagt. En er biskup gekk inn í stöpulinn þá gekk til hans Þormóður Grímsson og mælti við hann hljótt. Þá spyr biskup Þorgils hvort nokkurir hans menn föstuðu þurrt. Engi í kveld, segir Þorgils. Eigi munuð þér kjöt eta í kveld, segir biskup. Kjöt átum vér í dag, segir Þorgils. Biskup mælti: Þormóður, bú þeim gott kjöt og digurt. Gekk biskup þá til aftansöngs. En er aftansöng var lokið gengu þeir biskup og Þorgils upp í stofu. Segir Þorgils þá biskupi allan tilgang þangaðkomu sinnar. En er þeir skildu talið gekk Þorgils til borðs en biskup að sofa. Var þar hið besta við tekið. En um morguninn var séð fyrir hestum þeirra. Var biskup hinn kátasti. Leið þá af dagur þessi. Komu þá boðsmenn, Broddi bóndi frá Hofi og Einar faxi, Jón Skíðason. En jóladaginn í miðmessu gekk biskup á kór og predikaði af hátíðinni. En er því var lokið þá segir hann um þangaðkomu Þorgils og alla þá atburði er þar höfðu gerst. Kallar þá vera landráðamenn Hrafn og Sturlu og alla þá er þeim veittu. Setti hann þá út af heilagri kirkju og forboðaði þá en kveðst bíða mundu að sjálfu banni þar til er hann spyrði fleira illt af ferðum þeirra. Biskup mælti að allir þeir menn sem að nokkuru vilja hafa mín orð verði Þorgilsi að trausti ef hann þarf nokkurs við. Broddi tók vel við Þorgilsi. Jóladaginn skipaði biskup mönnum í sæti. Setti hann Þorgils hið næsta sér á pall og svo hans menn sem bekkurinn vannst. Þar var þá á vist með biskupi Eysteinn hvíti og Jórunn kona hans og Aron Hjörleifsson. Sat Eysteinn gegnt biskupi og þar boðsmenn hjá honum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.