Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 17

Þorgils saga skarða 17 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 17)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
161718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá kom Guttormur Þórðarson í stofuna. Hann var í þungu skapi og andvarpaði mjög er hann settist niður. Þorgils heilsaði honum og spyr enn hvað hann vissi af ráðagerðum höfðingjanna. Hann kvað þar þungt af að segja. Kvað þess þykja meiri von að Þorgils mundi grið hafa og bíð eg þunga daga ef eg skal þess bíða að Þorgils væri drepinn. Þættist eg láta þann mann annan er eg hugði best ef þetta óhæfuverk færi fram. Mælti hann það til Sturlu bróður síns. Þar var nú talað um þver kné sér hverja sætt Þorgils mundi taka eða hvort hann mundi utan fara og koma aldrei út ef þess væri kostur. Þorgils svarar: Hver mun þá hefna skammar minnar og ekki mun þess auðið verða. Hér mun eg bein bera á Íslandi, segir hann, hvort sem nú er eða í annað sinn. Litlu síðar komu þeir Dufgussynir í stofuna, Kolbeinn og Svarthöfði, og settust niður. Kváðust sendir vera af Hrafni og Sturlu til Þorgils að vita hverja sætt Þorgils mundi taka, hvort hann mundi vinna til lífs sér að fara að Gissuri með þeim og binda það fastmælum. Þorgils kvaðst það eitt mundu vinna til lífs sér að honum væri hvorki að síðan skömm né klæki. Fóru þeir við þetta á brott, sögðu svo búið Hrafni og Sturlu. En er þeir voru á brott tók Þórður til orða: Það er tillag mitt Þorgils að þú vinnir hvatvetna til lífs þér. Allt er annað auðkeyptara en lífið. En ef þú færð grið þá er eigi skylt að efna meira af nauðasátt þessari en sýnist. Veit þá enn eigi síðan í skiptum yðrum hve verða má. Þess fýstu allir Þorgils menn að taka sætt ef kostur væri. Nú leið löng stund áður Ólafur Þórðarson kom í stofuna og þeir Dufgussynir, Kolbeinn og Svarthöfði, og Guttormur körtur. Ólafur mælti: Eg hefi verið á tali við Hrafn og Sturlu og ger þú bæn mína að þú tak nú þann kost er vænast er að hlýði, að forðast mætti hin stærstu vandræði. Og minnstu á það hve marga og mikla skömm þú átt Gissuri að gjalda, fyrst í drápi Snorra Sturlusonar er vér værum allir skyldir að hefna ef vér mættum. Er það sannast að segja að Gissur hefir drepið mestan hlut ættar vorrar. En þótt þú sért svo þrár að þú viljir engis manns ráði hlýða þá muntu lítið veita Gissuri ef þú ert hér drepinn og hlýst það þá af Gissuri sem hann mundi vilja. En það eru kostaboð við þig að þú skalt fara í för þessa með þeim að Gissuri og standa jafnfram þeim að öllu er til tíðinda gerist í ferð þessari. En síðan skulu þeir gera þér sæmdir við vorn sann er þér komið aftur. Þorgils svarar: Það mun heldur bráðkörið að ganga í allmikla ófæru með þeim en geta í hnefa þeim til launanna. Ólafur segir: Úr vöndu er að ráða frændi og takið þann upp sem minnst mein mætti af verða. Þetta studdu margir með Ólafi og báðu að Þorgils frelsti líf sitt með nokkru móti. Þorgils bað það segja Hrafni og Sturlu að þeir mættu koma utar þangað ef þeir vildu til umtals leggja: Ætla eg eigi að vera svo hræddur að eg megi eigi bæði heyra og sjá þá. Var þá gengið eftir þeim Hrafni og Sturlu. Komu þeir utar þangað af annarri stundu og voru mjög margir. Var þar Hrafn og Sturla og Vigfús Gunnsteinsson, Nikulás Oddsson, Einar Þorvaldsson, Svarthöfði og Kolbeinn Dufgussynir og svo margt manna sem stofan vannst. En er hljótt var innti Ólafur til hvað hann hefði flutt milli og spyr hvað þeir vildu þar að gera. Þeir kváðu hann satt eina flutt mundi hafa. Ólafur mælti: Gerið fyrir guðs sakir og vægið til hvorir við aðra. Nikulás segir: Veistu það víst Ólafur að þá að betur að annað sinn gangi mál til vegar? Þá mælti Kolbeinn: Þess vil eg beiða að þeir menn allir er hér vilja illt til leggja að geri annaðhvort að gangi á brott eða þegi því að eg ætla að hér þurfi öll þau góðu tillögin ef vel skal verða. Guttormur mælti: Ófimlega verður ef vér gerum hér níðingsverk á frændum vorum saklausum en sá gangi undan er þér eigið allan fjandskap að gjalda. Þetta þótti mörgum vel til lagið. Þorgils bað Hrafn og Sturlu segja hvern kost þeir vildu gera honum. Hrafn segir: Sturla bóndi, þetta mun eigi svo fara sem í nótt hefir farið að eg muni hér vera bæði fyrir svörum og aðgerðum. Skaltu nú ganga jafnframt mér að hvorutveggja og kalla þá ekki utan þitt samþykki gert, hvort sem gert er vel eða illa. Sturla mælti: Ólafur hefir sagt hvorstveggja samþykki. Þorgils neitaði þessi sætt. Síðan töluðu þeir Hrafn og Sturla og Ólafur. Og er þeir hættu talinu mælti Sturla: Nú er þannig Þorgils frændi að nú er sætt ráðin af vorri hendi sú er vér munum framast að ganga. Er það upphaf að sætt þessi að þú Þorgils skalt fara héðan með oss að Gissuri þegar með fylgdarmenn þína. Skulum vér binda saman lag vort og festa það með svardögum og eigi skiljast nema hel skilji áður lýkur ófriði þessum. En ef vér vinnum nokkuð í skal eiga þriðjung hver vor en slíta eigi fyrr flokkinum en vér bíðum annaðhvort bót eða bana. Þorgils svarar: Á þessa sætt væri lítandi ef eg ryfi eigi eið minn við konung og mér væri unnt fullrar sæmdar fyrir aðför þessa. En eigi er mér Gissur svo ástfólginn að eigi mætti eg gera það að mér því að við erum eigi eiðum saman bundnir. Nú áttu menn hlut að sættin gengi saman. Lagði flest til Ólafur Þórðarson, Bergur og Þórður og Dufgussynir og margir aðrir. Gekk að þessu sætt saman og var það nú með eiðum bundið af Hrafni og Sturlu og Þorgilsi. Gengu síðan á brott og héldu á ferð sinni og þóttu allt til lengi dvalist hafa. Þorgils spyr Hrafn og Sturlu ef þeir vildu lofa honum að hann riði heim í Reykjaholt og byggist þaðan og riði þá á heiði. Þeir voru þess heldur tregir en leyfðu þó. Ríður Þorgils nú heim í Reykjaholt. En er hann kemur upp að Ámótsvaði féll hestur niður dauður undir Þorgilsi. Þeir fluttust yfir ána og tóku þar annan hest. Riðu þeir Þorgils svo heim í Reykjaholt. Egill fagnar vel Þorgilsi og er það vel að þú ert heill heim kominn. Gekk Þorgils þá til kirkju. Spurði Egill og Eyvindur brattur tíðinda um ferðir Þorgils en hann segir þeim af léttilega og svo hvar þá var komið og skyldi þegar ríða suður á Bláskógaheiði því að hann var til ferðar ráðinn með þeim um kveldið og fara að Gissuri. Varð Egill við þessa sögu allgleymur og svo Eyvindur. Var þá gengið til borða. En Egill og Gunnlaugur prestur létu járna hesta þeirra með slíku sem til fékkst. Egill fékk öllum Þorgils mönnum nokkuð til þessarar ferðar, vopn eða klæði eða hestajárn, nema Þorgilsi og Þórði. En er þeir voru mettir gengu þeir Þorgils og Þórður til laugar því að hestar voru eigi búnir. En er þeir sátu í laugunni mælti Þorgils: Þórður, hvað þykir þér ráð að eg haldi sættina? Þórður spyr hvað ráðs hann ætlaði fyrir sér ef hann héldi eigi sættina. Eigi annað heldur, segir Þorgils, en ríða norður til Heinreks biskups. Þórður spurði hvort hann þættist bregða eiðum við Hákon konung ef hann héldi sættina. Hann kveðst víst bregða þykjast. Meiri nauðsyn þykir mér, segir Þórður, að þú haldir þann eið er þú svarðir konungi til sæmdar þér heldur en þann er þú vannst nauðigur til lífs þér. Það mun eg kjósa, segir Þorgils, að ríða norður til biskups. Var það þá ráðið áður þeir gengu á brott þaðan. Klæddust þeir þá og tóku vopn sín. Voru þá hestar búnir. Tveir gengu fyrir hestum þeirra, Eyjólfur sloppur og Þorkell. Riðu síðan. En er þeir komu upp úr garði kallaði Þorgils á Berg. Þorgils segir honum þessa ráðagerð. Bergur tók vel á því, kveðst þessar ferðar fúsari en fara að Gissuri. En er þeir komu upp um Breiðabólstað bað Þorgils sína menn nema staðar og svo gerðu þeir. Sagði Þorgils þá upp ráðagerð sína. Tóku menn undir þetta vel. Hann sendi Þorkel raunarmann suður á Bláskógaheiði og segja þeim Hrafni og Sturlu að hans er ekki von þangað til móts við þá og hann segir upp nauðasætt þessi. Fór Þorkell eftir þetta.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.