Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 42

Þórðar saga kakala 42 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 42)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
414243

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Miðvikudaginn um kveldið reið Þórður á Úlfsstaði með allan flokk sinn. En Skagfirðingar voru á Víðimýri um nóttina en fóru þaðan snemma fimmtadaginn norður yfir Jökulsá og námu stað fyrir sunnan Djúpadal á skriðunni og fylktu þar sínu liði og höfðu framarlega á sétta hundraði manna. Eysteinn hvítur austmaður fylkti liði Brands. Þar biðu þeir Þórðar og hans manna. Hafði Þórður nær fimm hundrað manna og var það lið allvel búið. Fylking Skagfirðinga horfði við í móti vestri og ætluðu þeir að Þórður skyldi þaðan að ganga en þeir Þórður riðu ofan með brekkunum. Og er þeir stigu af hestum sínum og hljópu saman þá horfðu þeir á jaðarinn Skagfirðinga fylkingu. Þeir Brandur snerust við þeim og brást þá fylking þeirra og voru torfgrafir fornar milli þeirra og gengu þeir Þórður þar yfir. Þórður var í miðri sinni fylkingu og þó fremstur en í hinn nyrðra arminn voru Svarfdælir og norðanmenn en Eyfirðingar voru í hinn syðra arminn og fórst þeim hvorumtveggjum heldur seinna um grafirnar. Þar voru þeir Brandur fyrir og fylgdarmenn hans. Þórður réð þegar á er þeir mættust. Var fyrst grjóthríð en þá gengu spjótalög og tók þá skjótt að losna fylking Skagfirðinga sem klambrarveggur væri í rekinn. Þar heitir Haugsnes upp frá sem bardaginn var frá ofan á grundinni. Svo segir Skáld-Hallur: Þess getur Hallur og að Brandur var framarlega í fylkingu öndurðan bardagann og gekk þá fram fyrir hann Jón Skíðason er kallaður var kórkjappi, mikill maður og sterkur. Svo segir Hallur: Jón Skíðason, er hann hljóp fram fyrir Brand, lagði tveim höndum spjóti til Þórðar svo að hann féll við en Skagfirðingar æptu að. Þorsteinn Gunnarsson hljóp fram yfir hann. Þá urðu margir atburðir senn í höggum og spjótalögum. Var þetta hin snarpasta orusta svo að engi hefir slík orðið á Íslandi bæði að fjölmenni og mannfalli. Þórður stóð skjótt upp er hann hafði fallið og kvað sig ekki saka. Gegnir Illugason gekk vel fram. Hann lagði til Hákonar galins. Kom lagið í augað og bryddi út um hnakkann. Varð það hans bani. Varð þá mikið mannfall af hvorumtveggjum. Einar auðmaður hét maður. Hann bjó í Vík út frá Stað. Hann átti Ingibjörgu Bergþórsdóttur, frændkonu Þórðar. Hann var til þess settur sem hann gerði að hann flýði fyrstur allra manna og Brandur son hans og þar margir eftir. Þeir Þórður gengu þá að fast er þeir sáu að flóttinn brast og varð þá mannfall enn af hvorumtveggjum. Hafur Bjarnarson, Brandur Atlason og margir aðrir og Fljótamenn með þeim og Slétthlíðingar komust á fylkingararm Þórðar hinn nyrðra og gengu að drengilega og drápu þar nær tuttugu menn af norðanmönnum svo að hver lá hjá öðrum. En héraðsmenn og vestanmenn um heiði, á þeim brast flótti og var það fjöldi manns. En ef þeir hefðu staðið kyrrir þó að þeir hefðu ekki annað gert þá hefðu Skagfirðingar kosið á við norðanmenn. En nú bar eigi svo til handa. Þórarinn Tómasson, hann komst á hest og rak á flóttann. En Þorbjörn Sælendingur reið undan með öðrum flóttamönnum. Þá heyrði hann kall á bak sér aftur að hann skyldi drýgja dáð og duga honum. Þorbjörn sneri skjótt aftur og sér að tveir menn sóttu að Sveini eldboðungi og var annar á hesti. Þorbjörn lagði þegar til þess er á hestinum var og rekur í gegnum hann spjótið. Var það banasár. Var það Þórarinn Tómasson. Drepinn var sá og er að Sveini sótti annar. Ari Finnsson er bjó í Bjarnarstaðahlíð, hann vildi eigi flýja og studdist á öxi sína og söng Maríuvers er menn heyrðu síðast. Almar Þorkelsson hjó hann banahögg. Broddi Þorleifsson, Ásbjörn Illugason, Einar langur, Gegnir Illugason, Jón kjappi, Karp-Helgasynir þrír, Koll-Sveinn, Þorvaldur, Bergþór gengu allir fram rösklega og mikil sveit með þeim. Gengu þeir svo fram fyrir Brand að honum var við öngu hætt meðan þeir voru allir heilir og eigi sundurskila. Á mót þeim kom Þórður og fylgdarmannasveit hans og mikil sveit önnur. Varð þá af nýju hið harðasta él. Þá varð Gegnir fráskila sínum félögum. Sóttu hann þá þrír eða fjórir en hann varðist vel og drengilega. Varð hann móður mjög er hann hafði brynju þunga og féll hann fyrir þeim en þeir flettu upp um hann brynjunni og drápu hann svo. Hjalti hét maður og var kallaður járnauga. Hann var vasklegur maður og féll hár bleikt á herðarnar undan stálhúfunni. Það ætluðu norðanmenn Pál Kolbeinsson og sóttu að honum þrír menn en hann sagði að engi einhleypingurinn eða leysinginn skyldi þeim síður hlífa en hann. Þeir sóttu hann lengi áður hann féll. Hann hafði á þriðja tigi sára og lét hann með miklum drengskap líf sitt. Jón Skíðason lét sem hann sæi öngan mann annan en Þórð og sótti hann í ákafa. Svo sagði Þórður síðan, er um var talað, ef slíkir hefði þrír verið kjapparnir að hann hefði aldrei sól séð. Sóttust þá allir í ákafa, þeir sem við héldust með Brandi. Svo segir Hallur í Brandsdrápu: Og er löng hríð hafði svo gengið þá riðlaðist sveitin Brands og urðu þá manndrápin. Hrani Koðránsson færði stein mikinn að Jóni Skíðasyni og kom á bringuna og gengu inn bringspelirnir og varð það hans bani. Jón varðist þó nokkura stund síðan en hann hafði nær engi önnur sár og lét hann þar líf sitt með miklum drengskap og hreysti ágætrar karlmennsku. Brandur komst á hest og var tekinn í milli Grunda í flóttanum. Kolbeinn grön tók hann og færði hann upp á grundina þar sem nú stendur krossinn. Kolbeinn fann Þórð og sagði að Brandur var handtekinn. Þórður mælti: Hví drepið þér hann eigi? Þórður sat þá uppi á grundinni. Var þá lokið mjög bardaganum. Kolbeinn mælti: Eg vissi eigi nema þú vildir til ganga. Þá stóð Þórður upp. Þá mælti Hrafn Oddsson: Gangið eigi til Þórður ef Brandur skal eigi grið hafa. Þá fékk Þórður til Sigurð Glúmsson að vega að honum. Gekk Kolbeinn grön þar til sem Brandur var handtekinn og margir menn með honum. Sigurður hjó til Brands með öxi en Brandur skaut yfir sig buklara. Kolbeinn snaraði af honum buklarann. Þá hjó Sigurður um þvert höfuðið Brandi og klauf höfuðið ofan að eyrum. Lét Brandur þar líf sitt. Við líflát Brands var á þriðja tigi manna. Þar var sett upp róða sem Brandur féll og heitir þar Róðugrund síðan. Eyjólfur Þorsteinsson fékk tekið Einar lang frænda sinn og gaf honum grið og hafði hann drengilega barist. Fleiri menn voru þar teknir, þeir er grið voru gefin af ýmsum frændum sínum eða vinum. En þeir flýðu allir er því komu við. Þar féll fjöldi manna af hvorumtveggjum og fjöldi varð sár. Og hinir bestu bændur féllu úr Eyjafirði: Klyppur Ketilsson, Þorgils Hólasveinn, Guðmundur Gilsson, Magnús Narfason, Vigfús Þorgilsson. Nær fjórum tigum féll af Þórði. Af Skagfirðingum féll Brandur Kolbeinsson, Jón Hafliðason, Kleppjárn Hallsson, Ólafur chaim, Illugi frá Svínavatni. Af Brandi féll á sjöunda tigi. Svo segir Ingjaldur í flokki þeim er hann orti um Brand og kvað á hversu mart látist hefir: Þórður reið á Flugumýri af fundinum. Gerði hann þá bert að allir menn skyldu í griðum koma á hans fund, þeir er sættast vildu við hann. Sóttu þá margir menn til hans, þeir er á fundinum höfðu verið og margir menn aðrir. Seldu allir honum sjálfdæmi og svörðu honum trúnaðareiða. Hann tók undir sig öll héruðin og fór við það heim norður og sat nú um kyrrt nokkura stund.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.