Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 34

Þórðar saga kakala 34 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 34)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
333435

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En þá er Kolbeinn kom í Trékyllisvík gekk hann á land í Árnesi og lét kanna kirkjuna og vildi vita hvað þar væri þeirra manna er honum þætti slægur til vera. En er hann öngan fann þann er hann vildi nokkuð að gera þá rændu þeir kirkjuna og tóku slíkt er þeir fengu. Drottinsmorguninn fékk Kolbeinn njósn af að sáramenn nokkurir mundu vera uppi á fjallinu. Gerði hann þá menn upp á fjallið að leita þeirra. Hittu þeir Ásgrím Gilsson er kallaður var baulufótur. Beiddi hann sér griða til fundar við Kolbein og þeir játuðu honum því og fluttu hann heim í Árnes. Frændur hans báðu honum griða við Kolbein að hann mundi hann láta njóta mágsemdar því að Kolbeinn hafði fyrri fylgt Hallberu systur hans. Kolbeinn kveðst eigi vilja sjá hann og bað hálshöggva hann. Fékk hann þá til mann að drepa hann. Eftir það lét Kolbeinn taka skip öll og hafði sum með sér en sum lét hann brenna. Í þessi ferð var það gert sem aldrei hafði fyrr verið á Íslandi. Hann lét taka hvalina suma en í suma lét hann eld leggja og brenna upp, sagði að eigi skyldi Þórður ala sig á þeim eða menn sína til ófriðar honum. Rændi Kolbeinn þá allar Strandir og sigldi þaðan til Vestfjarða og kveðst þá aleyða skyldu svo að Þórður mætti þaðan eigi eflast með ófriði. Hinn næsta dag eftir Pétursmessu sigldi Kolbeinn inn eftir Ísafirði. Geirmundur son Fanga-Ljóts sá þá skipin er hann var á njósn og fór þegar þar til er hann fann Þórð og sagði honum. En Kolbeinn fór þá með skip sín inn til Æðeyjar og lagði þar til hafnar. En er Geirmundur kom í Holt sat Þórður yfir borðum og hans menn allir. En þegar er Geirmundur mátti segja tíðindi þá bað hann Þórð úti verða, sagði að Kolbeinn mundi ókominn aðeins vera nema hann hefði siglt inn til Ísafjarðar. Var þá hrundið fram borðunum og hljópu menn þá til vopna og herklæddust en sumir leituðu að hestum. En er hestarnir komu að þá sendi Þórður alla vega menn frá sér til mannsafnaðar. Hrafn Oddsson sendi hann vestur á Rauðasand og Barðaströnd og um alla Vestfjörðu sendi hann menn. En Ingjald Geirmundarson sendi hann til móts við Sturlu Þórðarson og Þorleif Þórðarson og Böðvar Þórðarson að þeir kæmu allir til móts við hann í Breiðafjörð. En Eyjólf Eyjólfsson sendi hann til Ísafjarðar að safna þar mönnum. En Þórður sjálfur skyldi safna liði um Önundarfjörð og skyldu finnast allir saman laugarkveldið út í Dýrafirði. En er Kolbeinn kom í Æðey þá fann hann Þórdís Snorradóttir og Einar Þorvaldsson og sendu þá orð öllum hinum stærrum bóndum fyrir norðan Ísafjörð og öllum þeim sem í friði vildu hafa fé sitt og fjör, þá skyldu allir koma til móts við Kolbein og sverja honum trúnaðareiða. Skutust þá margir við Þórð í trúnaðinum og fóru til fundar við Kolbein. Sumir lágu úti á fjöllum með bú sín svo að aleyða voru eftir bæirnir. Fyrir norðan Dýrafjörð kom Þórður ekki upp mönnum og gafst þá upp safnaðurinn. Fór Þórður þá út á Eyri. Kom þá Hrafn og Gísli vestan að til Arnarfjarðar með níu tigi manna. Fundust þeir Þórður þá. Þótti honum þá engi föng á viðtöku þó að Kolbeinn sigldi vestur í fjörðuna. Lét hann þá fara heim hið óknálegra liðið en lét taka fjóra teinæringa og lét flytja til Barðastrandar og sté þar á skip með sex tigu manna og fór suður um Breiðafjörð til Fagureyjar. Fann hann þar Sturlu frænda sinn. Spurði hann þá að Gissur Þorvaldsson var kominn í Breiðafjarðardali með fjölmenni. Hafði hann þá sæst við Jón Sturluson. Voru mál öll lögð í konungs dóm. En er Þórður spurði að Gissur var út kominn þá söfnuðu þeir liði Þórðarsynir, Sturla og Böðvar, um Borgarfjörð og út um Snæfellsnes og utan um Skógarströnd og um Gilsfjörð. En er Gissur spurði að Þórður var vestan kominn og hafði liðsafnað þá ríður Gissur þegar suður aftur. Þetta sumar var Tósti Dagfinnsson fóthöggvinn báðum fótum. Hét sá maður Ingólfur og var Ólafsson er honum veitti áverka. Kolbeinn sigldi vestan þá er hann þóttist til þess búinn vera og sat þá heima á Flugumýri um kyrrt. Þórður fór þá vestur í fjörðu og sat á Eyri um sumarið. Var þá kyrrt um hríð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.