Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 103

Íslendinga saga 103 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 103)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
102103104

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Í þenna tíma var Guðmundur biskup í Höfða með Brandi. Sighvatur sendi þannig menn og bauð biskupi til sín og vildi að hann væri með honum í þessum málum. En er þeir komu í Höfða voru þar fyrir sendimenn Kolbeins og Órækju þeir er biskupi buðu vestur þannig. En með því að Órækja hafði jafnan verið vin biskups síðan hann mátti nokkuru orka og Snorri faðir hans þá virti biskup það meira og fór vestur til Flugumýrar og var hann þar um föstuna. Um vorið eftir páska sendi Órækja menn vestur í fjörðu eftir liði og fór Illugi Þorvaldsson vestan með þrjá tigu manna. Með þeim fór úr Laxárdal Svarthöfði Dufgusson og Oddur son Guðlaugs af Höskuldsstöðum. Þeir Kolbeinn sendu og menn austur í Fljótsdalshérað til Þórarins Jónssonar og báðu hann koma til liðs við sig og fór hann austan við fjóra tigu manna. Þar var þá með honum Ögmundur sneis og var hann þá á hinum átta tigi vetra og sögðu menn svo að hann þætti þar þá maður víglegastur í því liði. Þá er Sighvatur spurði liðsdrátt þeirra Kolbeins og Órækju bæði vestan og austan þá dró hann lið saman og fór til Skagafjarðar með fjögur hundruð manna. Þar voru með honum synir hans Kolbeinn og Þórður kakali en hinir yngri voru þá eigi vopnfærir. Þar voru og með honum Hrafnssynir, Sveinbjörn og Krákur. En er Sighvatur reið ofan eftir Norðurárdal var honum sagt að þeir Kolbeinn og Órækja voru á Silfrastöðum með sex hundruð manna. Þar var og Guðmundur biskup. Þannig höfðu og riðið nokkurir Sighvats menn og voru þeir teknir og flettir. Sighvatur snýr þá til Flatatungu og var þar um nótt með lið sitt. Um myrgininn eftir bjuggust hvorirtveggju til bardaga og skriftaði Guðmundur biskup mönnum Kolbeins en segir þó að þeir mundu eigi berjast um daginn en þó mun Sighvati fara sem Haraldi konungi Sigurðarsyni. Þeir Sighvatur bjuggust fyrir í Flatatungu og fylktu þar liði sínu hjá húsum í túninu. Þá er þeir riðu neðan að Flatatungu, Kolbeinn og Órækja, reið Þorsteinn Jónsson úr Hvammi að Kolbeini og spurði hvernig hann ætlaði til um skipti þeirra Sighvats. Kolbeinn segir að þeir skyldu þegar berjast er þeir fyndust. Þorsteinn segir að menn vildu veita honum til sæmilegra sætta en berjast eigi við Sighvat. Kolbeinn lagði til Þorsteins með spjóti og bannaðist um. Þorsteinn bar af sér lagið. Kolbeinn vildi þá bregða sverði en þá kom Órækja að og tók hann. Áttu þá margir hlut að og svöfðu hann en Kolbeinn var allreiður. Riðu þeir þá upp til Flatatungu og hljópu af baki og heim á bæinn. En er þeir sáu fylking Sighvats leist þeim liðið meira en þeir hugðu og varð þeim bilt um árásina. Þá mælti Sighvatur: Ekki þurfum vér nú að ugga þá er þeim varð bilt í fyrstu. Eftir það gengu stórbændur af liði Sighvats og enn nokkurir af liði Kolbeins og leituðu um sættir í milli þeirra. Þar var og með þeim Ólafur af Steini. Hann var þá í fyrstu ferð og var heimamaður að Keldum með Hálfdani. Þá var hann átján vetra. Svo kom að hvorirtveggju hlýddu á góðra manna fortölur og sættust á það að Magnús biskup skyldi gera um öll þeirra mál. Þá var og sæst á víg þeirra Kálfs og Guttorms því að Ólafur úr Möðrufelli systurson Kálfs var aðili málsins. Reið Sighvatur eftir sættina norður heim og dreifði liði sínu. Þórarinn Jónsson spurði sættina í Reykjardal og sneri hann þá austur aftur. Vestfirðingar komu það kveld í Skagafjörð er sleit fundinum í Flatatungu og mæltust þeir illa um er þeir urðu svo seinir. Órækja fór heim vestur eftir þetta og hafði meir en sex tigu manna. Þeir fóru óspaklega um héruð, tóku hesta manna og mat þar er þeir þóttust þurfa að hafa. Þeir riðu allir í Hvamm til bús Þórðar Sturlusonar og bjuggu þar óspaklega heyjum og öðru. Þeir hjuggu þar uxa níu vetra gamlan er Þórður átti. En hann var þá út á Eyri að búi sínu. Þaðan fór Órækja til Saurbæjar og tók þar fé af bóndum og gerði bú á Staðarhóli. Skyldu þeir Svertingur Þorleifsson eiga það báðir samt og var hann fyrir. Órækja fór þaðan á Reykjanes og gerði mikið bú á Hólum. Setti hann þar fyrir Snorra Magnússon. Síðan fór hann í Vatnsfjörð og gerði þar bú mikið og fékk til um alla fjörðu. En er Sighvatur spurði þetta þóttu honum eigi haldast sættir þær allar er undir handsöl höfðu komið í Flatatungu og bjóst hann því eigi til þingreiðar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.