Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 76

Íslendinga saga 76 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 76)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
757677

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá er Sturla hafði heiman riðið áður um daginn komu Vatnsfirðingar til Sauðafells og dvöldust í hjá högum við Tungu og skipuðu til atgöngu. Sá maður var kominn til Sauðafells er Sveinn hét, ísfirskur. Hann hafði tekið lokur frá hurðum og gengið út og segja Dalamenn að hann væri njósnarmaður en hann duldi þess og hyggjum vér sannara vera því að hann var kominn að utan af Snæfellsnesi. Að Sauðafelli voru þá híbýli góð, skáli tjaldaður allur og skipaður skjöldum utan á tjöldin en brynjur voru fyrir framan rekkjur. Solveig húsfreyja hafði fætt barn skömmu áður og var hún þá risin af hvílunni og lá í stofu og Þuríður dóttir hennar og Valgerður móðir hennar og margt annarra manna. Nú gera Vatnsfirðingar atgöngu til bæjarins neðan með Grafargerði. Var það þá ætlan þeirra að veita atgöngu hvort er Sturla væri fyrir fámennari eða fjölmennari og sækja með vopnum bæinn ef kostur væri eða með eldi. Svo var flokkur sá ákafur að hver eggjaði annan. Engi var til latanna. Og er þeir komu heim á hlaðið varð gnýr mikill af för þeirra. Kona sú hafði gengið til kamars er Arngerður hét Torfadóttir. Hún fóstraði Guðnýju Sturludóttur. Og er hún varð vör við ófriðinn slökkti hún ljós í skálanum og hljóp til hvílunnar þar er mærin lá. Hún tók dýnuna og breiddi á sig en meyna lagði hún við stokkinn hjá sér og undir sig og gerði yfir krossmark og bað guð gæta. Þeir hljópu inn í dyrnar, Þórður Þorvaldsson í dýrshöfuðsdyr með tólfta mann en Snorri og þeir Hjálmssynir í brandadyr fimmtán saman. Fimm menn gættu hvorra dura en einn var á húsum uppi, Þórður gleður. Fjórir menn voru fyrir sunddurum til kirkju. Nú gengu þeir í skálann með höggum og blóti og hjuggu þá allt það er fyrir varð og ruddu hvorum tveggja megin lokrekkju og urðu engir menn til varnar með vopnum. Í það eitt rúm kom ekki högg er mærin Guðný lá í. Þeir er úti voru tendruðu log í eldhúsi og voru þau borin í skálann. En Koll-Bárður hafði haft eld frá Hömrum og kom það ljós fyrst í skálann er hann kveikti. Þar var aumlegt að heyra til kvenna og sárra manna. Þeir Þórður gengu að lokrekkjunni og hjuggu upp og báðu Dala-Frey þá eigi liggja á laun. En er hurðin lyftist gekk Þórður í lokrekkjuna og lagði í rúmið. Þá fann hann að engi var maður í rúminu og sagði hann svo síðan, er um var talað, að því hefði hann fegnastur orðið er hann kom að hvílunni og hann ætlaði að Sturla mundi þar vera en hinu ófegnastur er hann var eigi þar. Sneri hann þá ofan. Sveinn prestur Þorvaldsson lá næst lokrekkjunni og tók hann hægindi og bar af sér er þeir lögðu og hjuggu til hans. Ætluðu þeir að vera mundi einn af fylgdarmönnum Sturlu er svo varðist rösklega. Snorri saur hét sá er lá næst honum utar frá. Hann tók svo til orða: Sækið að oss hinum ólærðum mönnum en látið vera prestinn í friði. Var þá sótt að Snorra og var hann særður til ólífis. Þær Solveig húsfreyja og Valgerður móðir hennar vöknuðu í stofunni og ræddu um hvort út mundi að heyra veðurgnýr eða mundi ófriður að kominn. Þær sendu fram þann mann er hét Þormóður valskur. Og þegar er hann kemur fram í stéttirnar er höggvið í fang honum og var hann særður til ólífis. En er hann kom eigi aftur þá sendi Valgerður fram konu og sagði hún að ófriðurinn var. Og er þeir bræður Þórður þóttust vita að Sturla var eigi í skálanum gengu þeir í stofu með logbröndum og rannsökuðu bæði klefana og stofuna. Þeir gengu að hvílu Solveigar með brugðnum og blóðgum vopnum og hristu að henni og sögðu að þar voru þau vopnin er þeir höfðu litað lokkinn á honum Dala-Frey með. En af öllu saman, skapraun hennar og sjúkleika, þá brá henni nokkuð við slík orð. Valgerður húsfreyja mælti: Eigi munuð þér þurfa hér að leita Sturlu undir tjöld eða veggi að stanga og er það mitt hugboð að til meira dragi um yður skipti áður létti en þótt þér hafið hér unnið á konum og verkmönnum. Þeir sögðust þá eigi létta mundu áður þeir hefðu höfuð hans. Hún sagði það svo undan hafa borið í það sinn að eigi væri ráðið hvort þeim yrði auðið að standa yfir höfuðsvörðum hans Sturlu. En er þeir höfðu leitað í stofunni svo að þeir vissu að Sturla var eigi þar þá leita þeir um allan bæinn. Birtist þá hvað unnið var í skálanum. Voru þar margir menn sárir en sumir hraktir. Var þá allt fólk fært í stofu og geymt þar. Voru upp höggnar hirslur og rænt því er í var. Vopnakistu Sturlu gátu þeir eigi upp brotið áður þeir klufu botninn. Þar tóku þeir öxar, Himintelgju og Snögu, og spjót tvö gullrekin. Til sjö tigi hundraða tóku þeir úr þeirri kistu. Þeir brutu og upp gripakistu Solveigar. Þá kom þar að Eyvindur austmaður brattur. Hann sá hvar upp var svarfað gullhúsi því er í voru hringar þeirra mæðgna. Hann tók upp og fékk í hendur Kristrúnu farkonu. Þá seildist maður til og vildi taka af henni. Hún bað hann heilan svo að taka eigi af sér og sagði hlut sárra manna yfrið þungan þótt hún næði um að binda og smyrslum á að ríða. Hún sagði og konu þá er brjóstin bæði voru af höggin yfrið þungt að tekna þótt þau næðu smyslum þeim er til væri. Lét hann þá af hendur og lést eigi vita hvað hún segði. Kristrún gekk þá í stofu og fékk Valgerður gullhúsið. Þeir rændu því er þeir komu höndum á og bundu skjöldu í klyfjar og tóku hross þau öll er þeir gátu náð. Þá var nær alljóst er þeir voru búnir. Gekk Þórður þá í stofu. Hann tók til orða: Þeir tveir hlutir hafa orðið annan veg en eg ætlaði er eg fann eigi Sturlu en sá annar er þú ert eftir Solveig, og eigi mundi það vera ef mætti með þig komast. Gengur Þórður þá út og voru engar vináttukveðjur að skilnaði. Fóru þeir þá leið sína. Var þá þoka mikil um héraðið en þokulaust um fjöll. Þeir tóku hross hvar er þeir fengu. En þegar þeir voru brottu frá Sauðafelli sendu þær mæðgur Þrasa Þrasason að segja Sturlu hvað títt var. Fór hann upp um Haukadal og stefndi mönnum á Þorbergsstaði um daginn en Hallur Arason fór norður með Þrasa. Maður var og sendur til Hörðadals að kveðja þar menn upp. Ingimundur Jónsson kom til Sauðafells og eggjaði Solveig hann til eftirreiðar en Valgerður latti, kvað bæði vera mundu að Sturla mundi sér unna hefndarinnar enda mundi eigi auðið verða nema hann hefndi. Ingimundur fór þá og kom á Þorbergsstaði. Þar kom nær sjö tigir manna og eggjaði Þórir jökull og sumir aðrir eftirreiðar en Ingimundur lést ætla að þeir mundu farnir til Saurbæjar og varð ekki af eftirförinni. Þeir Þórður fóru í Hvamm um kveldið og þaðan til Saurbæjar og svo heim vestur og var um þessa för allmargtalað.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.