Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 19

Prestssaga Guðmundar góða 19 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 19)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú fer Guðmundur prestur vestur í fjörðu og er hann var í Sauðlauksdal þá vígði hann vatn það er kona bar heim í húfu sinni. Þaðan fór hann norður í Fjörðu þar til er hann kemur í Keldudal til Þórðar Arasonar. Hann hafði hönd visna og lá verkur í sá, að hann mátti eigi mata sig með henni. En um nóttina er hann þóttist eigi mega liggja gekk hann út. En er hann kom inn sá hann til rekkju Guðmundar prests ljós mikið sem skini geisli ofan. Hann rétti höndina þá hina vanmegnu í ljósið og var þá ljósið jafnbjart á hendinni sem áður. En eftir það var höndin heil og verklaus og leið þá af ljósið. Þaðan fór hann í Haukadal til Árna rauðskeggs. Og um kveldið er hann kom í hvílu var fengin til kona að klá fót hans. Hún var handmeidd svo að þrír fingurnir lágu í lófa. En er honum þótti of kyrrt klegið þá spyrnir hann við fætinum mjög hart og kemur hællinn í bug fingranna þeirra er krepptir voru og spyrnir hann þar í svo að henni verður sárt við nokkuð. En fám nóttum síðar kom hún á fund hans og sýndi honum hönd sína heila og þökkuðu allir guði þeir er sáu. Þá fór hann til Ísafjarðar og kemur að Matthíasmessu í Súðavík. Og þar gefur hann þrjá tigu hundraða vöru Bárði frænda sínum til kvonarmundar og var honum þar fest dóttir Steinþórs prests Bjarnarsonar. Og þar kemur kona sú hlaupandi er Þuríður hét er fylgt hafði Árna rauðskegg áður í banni Páls biskups og fékk hann eigi skilið þau. En er hún heyrði sagðar kenningar Guðmundar prests þá gerðist hún engis jafnfús sem að finna hann. Og verður hún að hlaupast frá honum Árna því að hann unni henni mikið og áttu börn saman. Hún var og fríð sýnum. Hún kemur nú á fund Guðmundar prests Matthíasmessu og bað hann með iðranargráti sér miskunnar og viðurtöku, að hún mætti skiljast við vandræði sín. Og hlaut hún svo mikið gott af fundi hans að hún vitjaði aldrei aftur til hins sama vandræðis og fylgdi honum jafnan síðan þá er þau skildi eigi ófriður manna. Þaðan fór hann til Vatnsfjarðar og svo til Steingrímsfjarðar til Jóns Brandssonar og var mart lið í för við honum og var mælt að sendir mundu menn fyrir að segja að þeir kæmu eigi óvart. En Guðmundur prestur kvað eigi þurfa mundu og mun guð gefa fyrir oss og senda þeim hval áður vér förum í brott. En þessi orð hans fylltust svo að þann sama dag kom reyður á reka Jóns þar er hann átti einn og var sögð hvalkoman um myrgininn eftir. Jón gaf Guðmundi presti bók er gersemi var í og Páll biskup hafði gefið Jóni. Þaðan fer hann á Broddanes og svo norður um Flóa til Miðfjarðar og svo til Vatnsdals. Og er hann var að Hofi þetta haust bar svo til að hann söng yfir sjúkum manni og sofnaði hann á bæninni að því er þeim þótti er við voru og bar áður yfir hann helga dóma sína og lagðist niður hjá hinum sjúka manni. Djákn hans lá í bekk hjá honum og hné Guðmundur prestur ofan á hann er hann sofnaði. En er hann hafði skamma stund legið þá kenndi djákninn eigi að hann lægi á honum en hann sá og aðrir að hann lá þar. Það var mjög langa stund. En er hann vaknaði spurði djákninn hví hann kenndi hans eigi er hann lá á brjósti honum en hann vildi ekki frá segja. Þá kemur sú saga vestan úr fjörðum um veturinn að sá maður er Snorri hét vestur í Skálavík var leikinn af flagði einu og sótti hann tröllkona svo mjög að hann hugðist eigi mundu lifa. En þessa nótt hina sömu er fyrr var frá sagt, það var laugarnótt, þá fór hann Snorri til tíða einn saman og var mjög langt að fara. Þá kemur að honum tröllkonan og sækir hann og vill bægja honum til fjalls. Þá biður hann að Guðmundur prestur skyldi duga honum ef hann væri svo mikils ráðandi við guð sem hann hugði og leysa hann af flagði þessu. En í því sýndist honum sem ljós kæmi yfir hann en ljósinu fylgdi maður í kápu dökkri og hafði vatnsstökkul í hendi og stökkti á hana. En þá hvarf hún tröllkonan sem hún sykki niður en honum fylgdi ljósið allt til bæjarins og þóttist hann gerla kenna að ljósinu fylgdi Guðmundur Arason. Nú bar saman að á einni stundu vitraðist hann Snorra og djákninn hafði eigi þunga kennt af honum. Sá hinn sami djákn hafði sull í höfði sér. Og eitt sinn er hann stóð undir höndum Guðmundi presti í messu og lá olbogi hans á sullnum og varð honum sárt við mjög. En er sungin var messan kenndi hann hvergi sullsins. Síðan fara þeir til Þingeyra og koma þar fyrir allraheilagramessu. Þar var fyrir Karl ábóti og Gunnlaugur munkur. Þeir gerðu processionem í móti honum um daginn og var hann þá prestur og sungu þeir í móti honum responsorium: Vir iste in populo suo mitissimus apparuit sanctitate dei et gratia plenus, iste est qui assiddue. Nú ber þetta sama vitni um hvílíks menn virtu hans ráð áður þeir urðu af metnaði blindir. Þá predikaði hann lengi allraheilagramessudag. Þaðan fer hann út á Blöndubakka og er þar mjög lengi. Þá var hann þaðan ekinn upp eftir Langadal og voru menn sendir eftir hesti þeim er feitastur var í dalnum og sterkastur og var eigi léð. En um nóttina gengur hesturinn í heimabrunnlæk og dó. Nú fer Guðmundur prestur þar til er hann kemur heim á Víðimýri að Nikulásmessu og varð Kolbeinn honum allshugar feginn og er hann heima um veturinn í góðu yfirlæti. En um vorið fór hann norður til Eyjafjarðar að heimboðum og um Flatey og norðan að alþingi og reið til þings. Og af þingi buðu honum heim margir Sunnlendingar og Austfirðingar sem enn mun síðar sagt verða.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.