Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 1

Prestssaga Guðmundar góða 1 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 1)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Prests Þorgeir Hallason bjó undir Hvassafelli í Eyjafirði. Hann átti Hallberu Einarsdóttur af Reykjanesi Arasonar Þorgilssonar Arasonar Mássonar. Þau Þorgeir og Hallbera áttu tíu börn þau er úr barnæsku komust, syni fimm og dætur fimm. Þeirra son var Einar. Hann átti ekki barn. Hann fékk líflát á Grænlandi í óbyggðum og er tvenn frásögn. Sú er önnur sögn Styrkárs Sigmundarsonar af Grænlandi, og var hann sagnamaður mikill og sannfróður maður, að skip þeirra hefði fundist í óbyggðum en lið þeirra hefði gengið í tvo staði og barist um það er aðra hafði fyrr þrotað vist en aðra, og komst Einar á brott við þriðja mann og leitaði byggðar. Hann gekk á jökla upp og lét þar lífi er dagleið var til byggðar og fundust vetri síðar. Lík Einars var heilt og ósakað og hvílir hann á Herjólfsnesi. Annar son Þorgeirs var Þorvarður. Hann fór utan átján vetra gamall og þegar hann kom í Björgvin laust hann hirðmann Inga konungs er Jón hét svo að hann varð aldrei heill og dó um veturinn eftir. En það var fyrir þá sök að þessi maður sigldi frá honum úr Eyjafirði en Þorvarður réðst þegar í annað skip og komu þeir þrem nóttum síðar til Björgvinjar en Jón. Þorvarður sótti á fund Ketils Kálfssonar og hafði í sinni hendi hvort, öxina og skaftið er brotnað hafði þá er hann laust Jón. En því máli lauk svo að Þorvarður gerðist hirðmaður Inga konungs og varð honum kær. Nú er hætt frásögn um athafnir Þorvarðs því að þar eru meiri efni í en eg vilji í þessa sögu rita. Hann kvongaðist þá er hann létti af ferðum og fékk Herdísar Sighvatsdóttur. Hann átti fimm dætur þær úr barnæsku komust. Guðný var ein er átti Þorgeir son Brands biskups en síðar Eiríkur Hákonarson úr Orkneyjum, dótturson Sigurðar slembis. Önnur Guðríður er átti Kolbeinn Tumason, þriðja Guðrún er átti Klængur Kleppjárnsson, fjórða Hallbera er átti Þórður Önundarson, fimmta Ingibjörg er Brandur átti. En áður Þorvarður kvæntist átti hann dóttur við Yngvildi dóttur Þorgils Oddasonar. Hún var gift Hjálmi Ásbjarnarsyni. Aðra dóttur átti hann við Herdísi Klængsdóttur og hét sú Helga. Hún var gift Teiti Oddssyni í Austfjörðum. Þorvarður átti son er Ögmundur hét við þeirri konu er Helga hét. Ögmundur fékk Sigríðar Eldjárnsdóttur af Espihóli. En í elli sinni átti Þorvarður dóttur er Berghildur hét við Birnu Brandsdóttur. Hún var gift Eldjárni í Fljótsdalshéraði. Son Þorgeirs hét Þórður og var munkur að Þverá og andaðist þar. Hann átti ekki barn. Fjórði hét Ingimundur. Hann átti Sigríði Tumadóttur og átti ekki barn. Hann var prestur og mikið göfugmenni. Ari hét hinn fimmti son Þorgeirs. Hann var mikill maður og sterkur. Þóru Þorgeirsdóttur átti Héðinn Eilífsson er bjó að Hólum í Eyjafirði en síðan átti hana Eyjólfur Einarsson. Önnur dóttir Þorgeirs var Ingibjörg. Hana átti fyrst Helgi Eiríksson úr Lönguhlíð en síðan Hvamm-Sturla. Þriðja dóttir Þorgeirs hét Þórný. Hana átti Grímur Snorrason að Hofi í Skagafirði á Höfðaströnd. Fjórða dóttir Þorgeirs hét Gríma. Hana átti Brandur Tjörvason á Víðivöllum. Fimmta dóttir Þorgeirs hét Oddný. Hana átti Darr-Þórir Þorvarðsson. Gunnar hét maður er kallaður var Sleggju-Gunnar. Hann var Helgason Þórðarsonar Þórissonar Arngeirssonar Böðvarssonar. Gunnar átti Rannveigu Úlfhéðinsdóttur Kollasonar Þormóðssonar Kollasonar Þorlákssonar bróður Steinþórs af Eyri er Eyrbyggjar eru frá komnir. Þormóður Kollason átti Þórnýju Aradóttur af Reykjanesi. Þau Gunnar og Rannveig áttu dóttur er Úlfheiður hét. Hún var gift nauðig en síðan lagði þokka á hana Ari Þorgeirsson og átti við henni börn fjögur. Klemet hét son þeirra og andaðist ungur. Þau áttu þann son annan er Guðmundur hét. Hann var fæddur á bæ þeim er að Grjótá heitir í Hörgárdal. Þar bjó þá Steinunn Þorsteinsdóttir og Sigríðar Úlfhéðinsdóttur. Hún var systrunga Úlfheiðar og var ástúðigt með þeim. Það var þremur nóttum fyrir Mikjálsmessu er sveinninn var fæddur. Þar var vitur maður og fróður, Guðmundur kárhöfði. Hann mælti er sveinninn kvað við nýfæddur að hann lést engis barns rödd slíka heyrt hafa og kvaðst víst vita að það barn mundi afbragð verða annarra manna ef lífi héldi og kallaði sér bjóða ótta mikinn er hann heyrði til. Þau áttu dóttur er Guðrún hét og son er Gunnar hét og andaðist ungur. En er til tók lag þeirra Ara og Úlfheiðar lét hún koma í hendur honum fimmtán hundruð þriggja alna aura til forráða og hafði hún þá eftir gullhring og marga gripi aðra. En fyrir því að Ari var maður stórlyndur þá lagðist þetta fé brátt í lóg.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.