Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 2

Prestssaga Guðmundar góða 2 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 2)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
123

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú er þar til máls að taka er Þorvarður Þorgeirsson kom út eftir fall Inga konungs og lýsti því að hann vildi engum jarðlegum konungi þjóna eftir Inga konung því að honum þótti sem engi mundi hans jafningi verða. Og þess bað hann Ara bróður sinn, ef hann kæmi til Noregs, að hann byndist eigi við þann flokk er fellt hafði Inga konung, kallaði von að flokkur mundi hefjast í Vík austur að leita eftir hefndum og bað hann ráðast í þann flokk og setjast í rúm sitt. Nú fer Ari utan en Úlfheiður situr eftir með son þeirra Guðmund. Ari sótti á fund Erlings jarls og hitti hann í Vík austur um vorið eftir og áttu þeir þegar bardaga í Túnsbergi, Hákon herðibreiður og Erlingur jarl, og fékk Hákon ósigur og flýði. En litlu síðar börðust þeir fyrir Hrafnabjörgum og lagði Hákon enn á flótta. Hinn þriðja bardaga áttu þeir það sumar undir Sekk fyrir Raumsdal. Þar féll Hákon konungur og mart göfugra manna með honum. Erlingur jarl lagði mikla virðing á Ara fyrir fylgd sína. Um veturinn fór jarl um Upplönd og Magnús konungur og Ari með þeim og margt hirðmanna og áttu þá bardaga á Reyri, það var skammt frá Hamarkaupangi, og börðust við Sigurð jarl og féll hann þar og mart lið með honum. En er tíðindi þessi komu til Íslands og það hverja virðing Ari fékk af konungi og jarli þá kvað Þorvarður vísu: En um vorið eftir fýstist Ari út hingað og gaf jarl honum knörr með rá og reiði. Hann varð vel reiðfari og kom skipi sínu að Gásum í Eyjafjörð. Skipið átti hálft með honum Ámundi Konráðsson. Það sumar var kallað grjótflaugarsumar. Þá var barist í lögréttu á alþingi og varð mart manna sárt. Þar féll Halldór prestur Snorrason og þar varð særður Þorvarður Þorgeirsson. En er þessi tíðindi voru orðin þá þótti höfðingjum nauðsyn á að auka þingið og væru mál þessi þegar sótt er menn biðu vansa af grjótflaug og vopnum því að það varð með svo miklum ólíkindum, er grjótinu var kastað, að sannorðir menn segja það, þeir er þar voru, að eftir bardagann fengu menn þeim steinum trautt af jörðu lyft er kastað var í bardaganum. Og er þetta mál var mjög knjáð, að þing væri aukið, þá svaraði Þorgeir Hallason og sagði svo: Það er víst að þessu máli verð eg eigi samþykkur, að gera öllum mönnum svo mikið mein og vanhag að auka þingið og uggi eg það að við það muni vaxa vandræði og ófriður en þverra eigi. Nú hafa það kennt hinir vitrustu menn að lægja skuli vandræði en æsa eigi. Nú hefir minn son orðið fyrir áverka og þykir mér hann gildur maður fyrir sér og mun eg þó eigi sjá þann hlut til handa honum eða mér að gera almúginum vandræði í heldur mun eg bíða og leita mér ráðs og fara heim að sinni. Og er hann hafði þetta upp kveðið þá taka allir höfðingjar þetta ráð. Var þá slitið þinginu. Of haustið fór Ari til Hvassafells til föður síns og þann veg fór við honum Úlfheiður og voru þau þar of veturinn. Þangað var og kominn Guðmundur son þeirra. En er Ari hafði þar verið tvo vetur fer hann utan og Ingimundur bróðir hans. Og er þeir komu af hafi fer Ari til hirðvistar með Erlingi jarli og er við honum of veturinn. Á þeim vetri hófst flokkur Guðbrands Ólafssonar, dóttursonar Haralds gilla. Ari bjó skip sitt of vorið til Íslands og voru albúnir til hafs. En þeir er helst voru öfundarmenn Ara lögðu honum til ámælis að hann legði svo fylgd sína við Erling jarl að fara frá honum er jarl þyrfti helst manna við og ófriðar að von. En er Ari heyrði þessa umræðu þá lét hann þegar bera föt sín af skipi og ræðst þá enn til hirðvistar með konungi og jarli en Ingimundur prestur og aðrir íslenskir menn héldu til Íslands og urðu vel reiðfara. Það sumar fylgdi Ari jarli og of haustið austur í Vík. En um nóttina eftir allraheilagramessu var jarl staddur á bæ þeim er á Ryðjökli hét með lið sitt og reis upp of nóttina að vanda sínum til óttusöngs og gekk til kirkju og þeir menn með honum er honum voru kærastir. En er lokið var óttusöng sat jarl og söng sálma. Þá heyra þeir lúðragang og þóttust vita að ófriður mundi fylgja. Jarl lauk sálminum sínum og gekk út síðan og urðu þeir varir að lið er komið að bænum svo að hann er fullur af mönnum og vildi jarl leita til stofu sinnar og liðs og vopna. Þá tók til orða Björn bukkur að jarli væri einsætt undan að halda og þeir höfðu ekki vopna að verja jarl þótt þeir vildu. Ari svarar: Verum hér þó og fylgjum jarli að betur þótt engi séu vopnin. Þá taka þeir undan en ófriðarmenn eftir. Jarli fylgdi Björn bukkur og Ívar gilli, lendir menn, Björn stallari og Ari. En er þeir koma að skíðgarði nokkurum hlaupa þeir yfir garðinn Björn bukkur og Ívar gilli en jarl fékk eigi yfir hlaupið er hann var þungur á sér og tóku þeir Björn og Ívar í mót honum. En Ari hljóp á milli jarls og ófriðarmanna sem hann setti sig skjöld fyrir jarl og sneri í mót hermönnum og gaf svo jarli líf en fann sig fyrir því að hann var áður ekki sár en þá var hann skotinn gaflaki í óstinn og nístur svo við garðinn og lét Ari þar líf sitt. En jarl var skotinn í lærið áður hann komst yfir garðinn. En í þessu athlaupi féllu tíu menn aðrir en Ari. Þessir féllu af jarli að sögn Þorkels haga: Ari Þorgeirsson, Einar opinsjóður, Björn sterki, Jón fjósi, Ívar dælski, Sámur tjörskinn, Þóroddur Jórsalamaður. Og er jarl komst yfir garðinn og í nakkvað hlé þá spurði hann hvar Ari Íslendingur væri en þeir sögðu að hann dvaldist þar eftir við garðinn líflátinn. Jarl svarar: Það er víst að þar fór sá maður er oss hefir best fylgt og höfum vér engan jafn hvatan eftir og varð hann einn búinn til af yður að gefa sjálfviljandi líf sitt fyrir mitt líf. Nú mun eg eigi hans frændum launað fá þann skaða sem þeir hafa beðið fyrir mínar sakir. Nú kemur jarl til liðs síns og safnar saman flokki sínum og lætur grefta menn sína þá er fallið höfðu. Tíðindi þessi koma til Íslands of sumarið eftir. Þá yrkir Þorvarður bróðir hans erfiflokk um Ara og þóttist þann veg helst hyggja af lífláti Ara og láta hreysti hans koma í kvæði þau er víða væru borin.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.