Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 30

Sturlu saga 30 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 30)

Anonymous SturlungaSturlu saga
293031

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Páll Sölvason bjó þá í Reykjaholti. Hann átti Þorbjörgu Bjarnardóttur, systur Auðhelgu er átti Brandur biskup. Börn þeirra Páls voru þau Brandur og Magnús, Þorlaug og Arndís. Þórir hét maður og var Þorsteinsson. Hann var prestur. Hann bjó í Deildartungu í Reykjadal hinum nyrðra. Hann var auðmaður mikill. Hann átti hundrað kúgilda á leigustöðum og tíu lendur. Honum fylgdi að lagi Ásný Halldórsdóttir. Synir þeirra voru þeir Leggur og Liður súbdjákn er úti varð á Bláskógaheiði. Vigdís hét systir Þóris skilgetin er átti Klyppur prestur Þorvarðsson. Börn þeirra voru Þorvarður prestur og Kolþerna er átti Hámundur Gilsson frændi Sturlu Þórðarsonar. Þorvarður prestur átti Oddnýju Torfadóttur. Þau Þorvarður prestur og Oddný áttu mörg börn: Árni prestur faðir Ara að Lundi, föður Lundarsveina, Snorri prestur faðir Játgeirs prests, Torfi prestur faðir Leggs prests og Oddnýjar, Gunnar, Guðbrandur. Þórir hinn auðgi bað Þorlaugar Pálsdóttur. Páli kvaðst kunnigt um fjárhagi Þóris en því að mannamunur mun þykja mikill þá vil eg ráða fyrir máldaga. Síðan tókust ráð þessi með þeim máldaga að Þorlaug hafði heiman þrjá tigu hundraða og var það þó mál manna að Þórir legði fram í gjöfum við Pál og staðinn í Reykjaholti eigi minna fé en hún hafði heiman. En eftir samlag þeirra þá skyldi þá hálft fé eiga hvort þeirra við annað, fengið og ófengið. Og eftir þenna ráðahag bjuggu þau í Tungu sjö vetur eða átta. Þau áttu börn og önduðust öll. En eftir það beiddist Þorlaug að fara af landi brott og kvaðst hafa heitið Rómferð sinni í vanmætti sínum en Þórir kvað það eigi ráðlegt að skiljast við hægindi og kvaðst ófús vera ráðabreytni. En hún bað hann mjög og fyrir ástar sakir við hana þá lét hann leiðast og var þó tregur til. Hann seldi fjárvarðveislu sína í hendur Páli presti mági sínum meðan þau væru utan og voru það fjögur hundruð hundraða. Þórir kom af hafi norður við Þrándheim og var þar um veturinn. Og um sumarið eftir fóru þau suður til Björgvinjar og voru þar annan vetur og þar ól Þorlaug svein þann er Björn hét. Og eftir um sumarið bjuggust þau til suðurferðar og seldu sveininn til fósturs að Mjólkurá. Það var skammt frá bænum. Síðan fóru þau til Róms og kom hvorki þeirra aftur. En um sumarið eftir andaðist sveinninn Björn nær Seljumannamessu. Jón hét prestur íslenskur. Hann var Þórhallsson, réttorður maður og breiðfirskur að ætt. Hann hafði þenna vetur verið í suðurgöngu. Hann sagði svo frá að Þórir prestur hinn auðgi andaðist í Lukkuborg föstudag í imbrudögum á langaföstu en Þorlaug hefði fram haldið ferðinni til Rómaborgar og hafði hann hitt hana á veginum er hann fór sunnan og var það eftir páska og var þá snauð og nakkvað sjúk. Þórir kráka hét maður norrænn er þá var á suðurvegum. Hann kvaðst hitt hafa Þorlaugu um sumarið eftir andlát Þóris nærri Maríumessu. Og er þau tíðindi komu til Noregs var Þorlákur biskup kominn frá vígslu til skips og fór það sumar til Íslands og sagði þessi tíðindi út. Þá sagði Páll prestur Sölvason eftir sögn Þóris kráku of misdauða þeirra að Þórir hafði fyrst andast en því næst sveinninn. Segir hann að þá væri Þorlaug arfi hans og sonar síns en hann kveðst vera hennar arfi og tók hann allt féið undir sig. Böðvar Þórðarson var frændi Þóris og Vigdísar er lifði og taldi hann Vigdísi réttan arftökumann Þóris því að hún var skyldust skilgetinna manna. Böðvar sendi menn til fundar við Pál um veturinn og beiddist lands þess er tæki fjóra tigu hundraða fyrir hennar hönd og kvað betur sóma að hún væri nokkurn veginn frá leyst. Páll kveðst ætla að lög mundu honum bera féin og kveðst eigi vilja láta það hann átti að réttu. Sonum Þóris þótti sem þeim mundi berast arfur eftir föður sinn og bauðst Eyjólfur Þorgeirsson til liðveislu við þá er bjó í Stafaholti. Og um vorið reið Böðvar í Tungu hinn þriðja dag páska með fjóra tigu manna og settist í búið og bauð Páli að hafa af fénu fjóra tigu hundraða en Páll kvað sig eigi mega svo til lokka að gefa það upp er hann vildi eigi fyrr. Síðan gerði Böðvar orð vinum sínum Hermundi Koðránssyni og sonum hans Katli og Koðráni er þá voru vænlegstir menn í héraði og Magnús Þorláksson af Melum. Helga Sölvadóttir var móðir Þorláks, systir Þórðar, föður Magnúss, föður Sölva, föður Páls. Magnús Þorláksson átti Valdísi dóttur Hreins ábóta að Þverá. Brandur Pálsson bað Magnús liðveislu en Valdís eggjaði mjög að hann veitti honum. Þórður Böðvarsson bað Magnús og liðs og kvað honum það hent að veita föður sínum er þeir voru báðir í einni sveit og kvað honum þungt mundu móti þeim að standa. Magnús kvaðst Páli mundu veita er hann hét fyrri liði. Brandur var knár og mikill vexti. Magnús bróðir hans var og gildur maður og voru oft með honum einhleypingar. Þórarinn svaði var fóstbróðir hans, hinn styrkasti maður og allódæll, og margir aðrir voru þá í Reykjaholti hans jafningjar. En var þó ráð höfðingja að auka eigi vandræði í héraðinu og láta bíða alþingis og fóru hvorirtveggju til þings of sumarið og voru áttar stefnur að málum. Taldi Páll upp skaða sinn, að Böðvar hefði eytt upp í Tungu miklu fé og beiddi bóta fyrir og þótti hann ranglega í hafa sest. En Böðvari þótti Vigdís eiga heimila viðtöku og varðveislu þess hluta fjár er Þórir bróðir hennar hafði átt í félagi við Þorlaugu en til þess að sæst væri á málið þá vildi hann að Vigdís hefði þriðjung alls fjár til eiginorðs við Pál. Þá var svo komið að hvorirtveggju játtu í dóm Jóns Loftssonar. Og á þingi lauk Jón upp gerð sinni, að Páll skyldi hafa lönd öll, þau er Þórir hafði átt, og svo lausafé en gjalda Vigdísi fjóra tigu hundraða sem Böðvar hafði beiðst fyrst og þótti vel að Páll gerði þetta til samþykkis við frændur Þóris þótt hann ætti fé að lögum. Páll kvað sér hans ummæli vel líka en Böðvari líkaði ekki af gerðinni og reið heim í Tungu og sat þar í búi þau misseri. Páll Sölvason hafði gift Arndísi dóttur sína Guðmundi hinum dýra og veitti hann því Páli. Um vorið eftir páska fór til liðveislu við Pál Brandur biskup og Guðmundur hinn dýri með mikla sveit, Þorleifur beiskaldi og Ari hinn sterki Þorgilsson því að Magnús sonur Páls átti Hallfríði systur Ara. Þar kom og Hermundur úr Kalmanstungu er átt hafði Hallfríði Runólfsdóttur og fjöldi héraðsmanna. Þá kom norðan úr Tungu Þórður Böðvarsson og beiddi að Páll ynni sómahlutar frændum Vigdísar. Þá svarar Guðmundur hinn dýri og kvað Pál hafa sett höfðingja fyrir sitt mál Jón Loftsson og vill nú halda öll hans ummæli og gera það fyrir sakir kennimannsskapar síns að eigi ykist stórvandræði af í héraðinu, lét þá Tungumenn lítt það hafa í sýnt að þeir væru sæmdar af verðir. Síðan fóru Reykhyltingar stefnuför í Tungu. Þá hafði Böðvar gera látið virki um bæinn í Tungu og hafði þar fjölmenni mikið. Þar var þá Sturla Þórðarson mágur hans við marga menn, Þórður Böðvarsson, Árni Borgnýjarson frá Hólmi, Sveinn Sturluson og gengu þeir allir á tal um það hverja meðferð hafa skyldi ef þeir stefndu þeim. Réðu nokkverjir, þeir er ódælastir voru, að vinna skyldi á þeim. Sturla kvað það ekki ráð við svo mikinn afla sem þeir höfðu, bað heldur stefna þeim jafnmörgum stefnum og finna slíkt til er sýndist. Og var þetta af tekið og bjuggu hvorirtveggju mál til. Sturla gekk að Jóni Þórarinssyni bróður Guðmundar hins dýra, móðir þeirra var Þuríður dóttir Guðmundar lögsögumanns. Sturla mælti: Heill þú Jón. Maður spurði hví hann kveddi hann en eigi Guðmund. Sturla svarar, kvað þenna þá víðfrægstan að endemum. Jón var skáld. Hann kvað þetta: Síðan riðu menn brott af þeim fundi og fóru málin of sumarið til alþingis. Lét Páll þá sanna misdauða þeirra Þóris og Þorlaugar á þinginu að lögum eftir því sem fyrr hafði hann gert. En ekki urðu þeir enn sáttir og lagður var sáttarfundur í héraði um haustið eftir Mikjálsmessu í Reykjaholti. Áttu þá margir góðir menn hlut í. Kom þá þar til Böðvar Þórðarson og Sturla mágur hans og sátu menn úti á velli fyrir sunnan hús og var rætt um sættina. Vildi Böðvar enn sem fyrr að þau Vigdís hefðu þriðjung fjár og taldi það, sem var, þótt búið í Tungu hefði orðið ófésamt en hann hafði þó mikið sitt til lagt í mjölum og slátrum. En Páll var heldur tregur og heimti til síns máls og varð sein lyktin.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.