Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 31

Sturlu saga 31 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 31)

Anonymous SturlungaSturlu saga
303132

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorbjörg kona Páls var grimmúðig í skapi og líkaði stórilla þóf þetta. Hún hljóp fram milli manna og hafði kníf í hendi og lagði til Sturlu og stefndi í augað og mælti þetta við: Hví skal eg eigi gera þig þeim líkastan er þú vilt líkastur vera en þar er Óðinn. En lagið kom í kinnina og varð það mikið sár. Síðan hljópu upp menn Sturlu og reiddu vopnin. Þá mælti Sturla: Vinnið ekki á mönnum fyrr en eg segi hvar niður skal koma. Böðvar var og óður mjög. Þá mælti Sturla: Setjist menn niður og tölum um sættina og þurfa menn ekki hér lýsa vanstilli fyrir þessa sök því að konur kunna með ýmsu móti að leita eftir ástum því að lengi hefir vinfengi okkað Þorbjargar verið mikið. Hann hafði höndina að andlitinu og dreifði blóðinu á kinnina og mælti: Þess er mest von að við Páll munum sættast á okkur mál og þurfi menn ekki hér hlut í að eiga og setjist niður Páll mágur. Þá svarar Páll: Ræða vil eg víst um sætt við Böðvar en þó líst mér þetta umræðuvert sem nú hefir í gerst, að snúa nokkvað áleiðis. Sturla svarar: Ræði menn fyrst um sættir með ykkur Böðvari, einskis er þetta vert og munum við Páll mágur ræða um þetta síðar. Þá sættust þeir Böðvar og lét Páll þá gangast þá hluti að áður höfðu í millum staðið og var þá lokið málum á þá leið að Böðvar skyldi hafa þriðjung þess fjár er Þórir hafði átt. Eftir þetta bjuggust menn brott að ríða og báðu vinir Páls að hann skyldi selja Sturlu sjálfdæmi. Hann kvaðst þess ekki fús vera og lét þar ójafnaðar eins að von er Sturla var þótt hann mælti fagurt. En þó gekk hann að Sturlu við umtölur manna og bað hann hafa þökk fyrir stilling sína er hann hafði þar gert á því þingi. Sturla svarar: Það heyri eg að litlu muni skipta hve til mín er gert enda finn eg það eitt á að yður þyki svo. Páll mælti: Ef þetta má bæta þá vil eg að þú gerir slíka sæmd til handa þér sem þér líkar sjálfum. Sturla mælti: Sjást þú svo fyrir ef eg skal sjálfur meta mig að yður mun þykja óhófs vita. Þá svarar Páll: Ekki hefir mér fyrir þá sök slík vandræði til handa borið að eg mundi það kjósa né svo þig að hafa fyrir orðið og er það því vel fallið að þú ráðir fyrir. En biðja vil eg þig, segir Páll, að þú leggir eigi fyrr dóm á málið en við eru vinir allra vor. Eftir það handsalaði Páll Sturlu sjálfdæmi en Sturla í mót niðurfall að sökum og skildust að því.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.