Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 21

Sturlu saga 21 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 21)

Anonymous SturlungaSturlu saga
202122

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú er það tíðinda á Skarfsstöðum að kona ein stóð upp í dæging og gekk til bænahúss. Hún gekk til fjóss því að hún heyrði að naut beljaði. Hún sá að nautin voru í brottu nema ein kvíga var eftir. Hún gekk inn og sagði Ingjaldi. Síðan fóru menn í klæði sín og tóku sér hross og riðu inn til Hvamms. Þar var með Ingjaldi Þorsteinn Gunnarsson, Þórður Böðvarsson. Þeir komu á far nautanna og mikla mannaslóð. Sturla hafði risið upp þegar lýsti og gekk til töðugarðs. Þar voru fyrir húskarlar og rufu heydes er drepið hafði um haustið. Vindur var á norðan og frjósanda. Þeir sáu að þrír menn hleyptu handan frá Akri sem fara máttu og er þeir komu á túnvöllinn þá kenndu þeir að þar var Ingjaldur. Þá mælti Sturla: Svo líst mér á Ingjald mág minn sem muni nú í dag selja mér geldingana. Ingjaldur kom í Hvamm og sagði þeim Sturlu ránið. Sturla svarar öngu og gekk inn þegjandi og inn til rúms síns og tók ofan skild sín og öxi. Guðný húsfreyja var vöknuð og spurði hvað tíðinda væri. Hann svarar: Ekki enna annað en þeir Einar Þorgilsson hafa ræntan Ingjald öllu ganganda fé og hljóp þegar fram á gólfið og því næst út. Guðný stóð upp skjótt og gekk utar á gólfið og mælti: Standi menn upp skjótt. Sturla er braut genginn með vopn sín en Ingjaldur ræntur. Menn brugðust við skjótt og klæddu sig og bjuggust þó mjög af hrapaði. Árni Bjarnason tók skjöld af þili og enn fleiri menn. Þeir höfðu tvö ein spjót og fór þá hver sem búinn var út úr garði með hlíðinni og tóku tveir hross saman. Og er þeir komu til Krosshóla voru þeir nítján saman. Sáu þeir að þeir Einar fóru upp um Ránarvöllu. Þá mælti Sturla: Það vil eg að menn beri svo öxarsköft sín að eigi leggi jökul á en bað þá duga sem best, sagði þess von að nú mundi annaðhvort fást mikil sæmd eða bani góðum drengjum. Og sóttu nú leiðina sem ákafast. Þeir Einar sáu eftirreiðina. Þá mælti Hallur Gilsson: Það sýnist mér ráð frændi að láta eftir ungféð en reka undan það er skjótfærra er, því að mér segir svo hugur um sem við liðsmun muni að eiga ef vér finnumst hér fyrir sunnan heiðina. Þá mælti Árni Bassason og þeir er ákafastir voru: Ekki sjáum vér þá fleiri en vér erum heldur nokkverju færri, og víst eigi viljum vér renna fyrir jafn mörgum. Þá segir Ólafur Klökkuson: Eg er maður skyggn og sýnist mér sem flestir hafi tvímennt þeir er eftir ríða. Einar mælti: Hafa skal hvert lamb meðan ganga má. Þeim varð nú sein förin upp yfir ána því að féið var heimfúst. Þá er þeir Einar komu upp yfir Snorravað þá fóru þeir Sturla um Ránarvöllu. Þeim Einari varð seint um brekkurnar því að þar var snjár í driftum. Þá mælti Einar til Arngeirs Auðunarsonar: Þú skalt fara vestur um heiði og safna liði og svo gerði hann. Þeir Einar fóru allt upp á heiðarbrúnina og fara reiðgötu. Og er þeir voru komnir á upp þá hljópu þeir af hestum sínum og tóku sér stöðu á framanverðri brúninni. Og þá voru þeir Sturla komnir upp að hinni efstu brúninni og hlupu af hestum sínum. Og hljóp Sveinn Sturluson og Þorsteinn Gunnarsson og varð Sveinn fyrstur upp og sneru til þeirrar slóðar er þeir Einar höfðu farið of nóttina vestan og engir voru menn fyrir. Árni Bassason skaut af boga nokkverjum örum og kom það á engan mann. En er þeir Einar sáu hvar þeir stefndu þá runnu þeir á mót þeim fyrir gilsbotninn en Sturla sneri þar upp er þeir Einar höfðu áður upp farið. Og er þeir komu upp á brúnina þá snúa þeir Einar aftur í móti þeim. Þá mælti Sturla: Viljið þér laust láta féið? Einar svarar: Aldrei meðan vér megum á halda. Og síðan hljópust þeir að og gekk Ingjaldur fast fram með reidda öxina en Ólafur Klökkuson hjó þegar til hans og á öxlina vinstri og hljóp öxin þegar á hol og varð það banvænlegt sár. Ásbjörn Hefla-Bjarnarson hjó til Sturlu ofan í skjöldinn og klauf niður í mundriða. Þá fékk hann og lög tvö og kom hvorttveggja í skild. Og í því bili var höggvin hönd af Brúsa Ljótssyni. Og þessu nær fékk sár Þorgrímur Kolbeinsson. Sveinn Sturluson og Þorsteinn Gunnarsson særðu hann og var hann hogginn á tvefalda höndina og sundur handleggurinn bæði fyrir ofan olboga og framan. Hann hafði og herðasár mikið. Síðan lagði maður til Ólafs Klökkusonar og kom á hann miðjan. Tvö hafði hann lög og mörg sár önnur og stór og gekk hann frá bardaganum og upp í hallinn og settist þar niður. Þá fékk Snorri Hallsson sár á hendi. Þeir Árni Bassason og Árni Bjarnason stóðu í þot og reiddu vopnin. Þá mælti Árni Bjarnason: Eigumst við ekki við því að við höfum mælt til vináttu. Þá lét Árni Bjarnason síga niður skjöldinn frá andliti sér. En er Árni Bassason sá það reiddi hann upp öxina tveim höndum og hjó til hans en hann brást undan og hjó hann niður öxinni og steyptist eftir. Þá hjuggu Árni og Þórður báðir til hans og kom annað í höfuðið en annað of þverar herðarnar og niður í gegnum brjóstið og lét Árni þar líf sitt. Og í því bili varð Ásbirni laus öxin er hann hafði niður hoggið og renndi frá honum og er hann vildi taka þá féll hann flatur því að þar var halllent. Þá hjó Sveinn Sturluson til hans og kom á hann miðjan og brast við hátt. Ásbjörn var gyrður saxi og kom höggið ofan í hjaltið en oddurinn saxins nam við jörðunni. Hann stóð þegar upp og var ekki sár orðinn. Þá fékk Einar lag af spjóti á síðu og rann honum mjög blóð. Þorsteinn Tjörvason krækti mann Sturlu að sér með öxi sinni og söxuðu þeir hann undir fætur sér og fékk hann komið sér ofan í gilið undir holfenni nakkvað. Fleiri menn urðu sárir af hvorumtveggja flokki en hér eru nefndir. Þá mælti Einar við Svein Sturluson: Það vildum vér að þú gæfir oss grið því að þú átt þann hlut jafnan í með oss er þá er betur en áður. Sveinn mælti: Faðir minn ræður griðum. Þá settist Einar niður og mæddi hann blóðrás. Þá mælti Hallur Gilsson til Sturlu: Grið þættumst vér nú þurfa. Sturla svarar: Leggið þá vopnin niður. Þeir vildu það eigi. Þá mælti Sturla: Grið skulu þeir hafa. Þá voru þeim grið gefin og mælti engi í móti því að féið færi aftur. Þessir menn eru nefndir með Sturlu á heiðinni: Sveinn son hans og Ingjaldur mágur hans og húskarlar hans tveir, Snorri bróðir Ingjalds, Prest-Oddur, Þorgeir Bassason, Þórður Indriðason, Ásbjörn Hjartarson, Oddur Sveinsson, Brúsi Ljótsson og Ingimundur bróðir hans, Árni Bjarnason, Hallur Gilsson, Atli Þormóðarson. Ingjaldur var þegar örendur og Árni Bassason en Ólafur Klökkuson og Þorgrímur Kolbeinsson fengu þjónustu og önduðust báðir. Þorsteinn Tjörvason lá allan vetur í sárum og varð græddur að kalla. Græddir urðu og aðrir menn allir. En Snorri Hallsson og Brúsi urðu eigi örkumlalausir því að Brúsi lét hönd sína en Snorri nýtti og ekki sína hönd.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.