Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 20

Sturlu saga 20 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 20)

Anonymous SturlungaSturlu saga
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um sumarið riðu hvorirtveggju til þings. Þá sótti Einar Þorgilsson um sættarhaldið og áttu þá enn vinir þeirra hlut í að sætta þá og var þá enn málum komið til sætta og gengu þeir til handsala fyrir Sturlu Snorri bróðir hans og Ingjaldur son Gufu-Halls. Hann átti Þuríði dóttur Sturlu og bjó þá á Skarfsstöðum. Þá voru ger fé á hendur Sturlu fyrir sættarhald en allar hinar fyrri gerðir stóðu. Þá voru færðar fram sýknur hvorratveggju. Það sumar var Þorvarður Þorgeirsson á þingi. Hann hafði það á máli að Einar systurson hans væri hafður að forhleypismanni og að áeggjunarfífli vestur þar og lét sér þá ekki annað líka en hann færi norður þangað með honum af þinginu og svo var og. Síðan fór hann utan og var með Magnúsi konungi Erlingssyni um veturinn og þótti kurteis maður en hann féll á Íluvöllum. En er Sturla kom heim af þingi þá líkuðu honum gerðir eigi betur en fyrra sumar. Hann lét og Ingjald mág sinn engi gjöld gjalda og bauð honum að fara til sín og kvaðst það varlegar þykja. Ingjaldur kvaðst sitja vilja í búi sínu. Snorri Þórðarson galt og ekki fé því að honum þótti sem ekki mundi af sættum verða þótt hann gyldi sumt en sumt væri ógoldið. Hann seldi af höndum búið undir Fjalli og tók við Oddur Króksfjarðarson en Snorri fór til Ballarár til Álfs Snorrasonar og var þar um sumarið. Þá var illt þerrisumar og spilltist hey manna. Og drottinsdag að veturnóttum kom Ingjaldur til tíða í Hvamm. Þá mælti Sturla við hann: Eg vildi kaupa að þér geldinga til sláturs því að mér þykir ekki varlegt að þú farir með mart geldinga. Hefi eg það spurt að þeir Saurbæingar heitast jafnan við þig og fé þitt. Ingjaldur gekk undan og þagði. Og þriðja dag eftir kom Ólafur Þorgeirsson í Hvamm. Hann var heimamaður á Bjarnarstöðum. Sturla leiddi hann á götu og spurði hvert hann skyldi fara. Hann kveðst eiga erindi upp á Skógstaði. Hann hafði verið heimamaður Sturlu. En þá var þar í Hvammi Ásbjörn prestur bróðir hans og Kolfinna Gísladóttir móðir hans og Cecilía systir hans. Hún fylgdi þá Sveini Sturlusyni. Þá var fátt karla í Hvammi. Oddur Jósepsson var farinn norður til héraðs að smíðiskaupum. Sveinn og Oddur prestur voru farnir yfir í Dali. Sturla mælti um kveldið er hann kom heim: Ekki þótti mér Ólafur fóstri vor alhuglegur og veit eg eigi hvað verið mun hafa undir förum hans. Um kveldið kom Sveinn heim og Oddur prestur og mart búimanna. Og um kveldið eftir náttverð mælti Sturla við Guðnýju húsfreyju að slá skyldi hringleik og fór til alþýða heimamanna og svo gestir. Sturla mælti að sjá skyldi út að öðruhverju og bað menn hlýðast um því að þá var kyrrt veður og var vakað til miðrar nætur eða meir og varð ekki vart við mannaferðir. Ólafur Þorgeirsson kom vestur á Staðarhól og sagði Einari öll tíðindi úr Hvammi og svo það að fátt var karla heima. Einar kvað hann vel segja. Og annan aftan eftir bjóst Einar til ferðar. Þeir voru fjórtán eða fimmtán. Þar var Hallur Gilsson, Ásbjörn Hefla-Bjarnarson, Árni Bassason, Ólafur Klökkuson og Hallur Þórðarson, Þorgils Sighvatsson, Þorsteinn Tjörvason, Þjóstólfur Starrason. Þeir Einar Þorgilsson fóru vestan of nóttina og suður af brúninni fyrir austan gilsbotn þann er austur er frá reiðgötunni. En skafl var og nýfenni lagður í brúnina og brutu þeir þar slóð í gegnum. Þeir fóru ofan eftir Sælingsdal og út fyrir Hvamm og allt á Skarfsstaði og fóru sumir til húsa heim og leystu út naut úr fjósi þrettán. Sumir fóru ofan til sauðahúsa og söfnuðu saman öllu sauðfé því er þeir fundu. Þar var Einar sjálfur í för. Hann reið í gryfju nakkverja og féll hesturinn undir honum en hann af baki og varð honum meint við. Þeir ráku allt það er þeir fundu og fóru utan of nóttina og komu er lýsti í Sælingsdal.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.