Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 5

Reykdœla saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 5)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður hét Steingrímur Örnólfsson, Þórðarsonar slítanda. Hann
var mikill maður fyrir sér og góður bóndi. Hann var kvongaður
maður og hét Ástríður kona hans.



Þorbjörn hét maður er bjó á þeim bæ er í Árskógi heitir. Það
er á Galmaströnd. Þorbjörn hefir átt tvo sonu er við þessa
sögu koma að nokkuru. Sá eini hét Steinn en annar Helgi. Þeir
voru efnilegir menn, og mun sagt verða frá þeim síðar í
sögunni. Dóttir Þorbjarnar er nefnd Ástríður. Þá konu átti
Steingrímur Örnólfsson er fyrr var nefndur. Steingrímur bjó
að Kroppi í Eyjafirði. Svo var sagt að hann var frændi Hrafns
er bjó á Lundarbrekku í Bárðardal.



Nú er það fyrst að segja að Hrafn sendi Þorleif melrakka til
Steingríms frænda síns í Eyjafjörð og vildi ekki hætta honum
þar með sér og kvað hann vera góðs verðan frá sér svo sem
honum hafði drengilega farið í málum þeirra Hánefs. Kvaðst
hann eigi vilja að hann hlyti þar illt af, segir að hann mun
koma um veturinn að finna hann. Þorleifur kemur nú á fund
Steingríms og tekur hann vel við honum að orðsendingu Hrafns.
Og er Þorleifur nú með honum um veturinn. Finnast þeir
frændur og var það í ráðagerðum þeirra að Hrafn skyldi selja
jarðir sínar norður og fara síðan vestur í nánd Steingrími og
stefna Hánef um sauðatökuna: En þá kvaðst Steingrímur vilja
taka við málinu síðan.



Nú fór Hrafn svo með sem honum var ráð til gefið að hann
stefndi Hánef um vorið áður hann fór í brott þaðan úr sveit
með allt sitt í Eyjafjörð.



En frá því er nokkuð að segja hvern veg Hánef brá við
stefnuna, að hann fékk sér hest og reið þegar á fund Vémundar
og segir honum hvar nú er komið málinu. Og nú lætur hann á
sannast fyrir Vémundi að hann var valdur sauðatökunnar og
biður hann nú ásjá. Vémundi þótti nú illa að Hánefur hafði
dulið hann tökunnar og sagði að allt þótti honum nú óhægra
hlut í að eiga er hann hafði eigi áður vitað. En þó er svo
sagt að Vémundur tekur handsölum á öllu fé hans en hafði heim
dóttur sína. Nú verður Áskell brátt var við þetta og býður
hann Hánef til sín og þótti hann vera þræls efni, segir nú
sem fyrr að illt muni af honum hljótast, kvað eigi ólíkt því
farið hafa sem hann gat til fyrir öndverðu þá er þeir
Vémundur töluðust við þá er hann þá barnfóstur að honum.
Steingrímur fer nú með málið til alþingis og lauk því svo að
Hánefur varð sekur um sauðatökuna.



Hrói hét maður. Hann bjó norður í Öxarfirði á þeim bæ sem
heitir í Klifshaga. Hann var mikill bóndi fyrir sér.



Svo er sagt að Steingrímur gaf Hróa hundrað silfurs til þess
að drepa Hánef ef Vémundur sendi hann í Raufarhöfn til skips,
"því að hann vill þar koma honum utan á Sléttunni."



En Steingrímur kvaðst mundu varða að Gásum að eigi kæmist
hann þar utan og þetta vill Hrói. Fara menn nú heim af
þinginu.



Vémundur fer Sandleið heim á Öndólfsstaði til bús síns í
Reykjadal og hann kom í Hraunsás hjá Mývatni. Þar bjó kona sú
er Þorgerður hét. Hún átti son er Þorkell hét. Hann var ungur
maður og fræknlegur.



Vémundur biður að son hennar fari með honum norður á Sléttu
til skips, kvaðst gott þykja að slíkir menn færu með honum
sem Þorkell var "er svo eru vænlegir."



Hún leyfir og þykir allmikið fyrir en þó fer hann með
Vémundi. Nú fer Vémundur að finna Áskel frænda sinn og ræðst
um utanferðina Hánefs við hann. En Áskell latti utanferðina
og bauð honum þar að taka við Hánef og sjá það ráð fyrir
honum sem honum líkaði, sagði honum þann grun sem hann
þóttist vita á með þeim Steingrími og Hróa í Klifshaga en
kvað enga von að hann mundi á brott komast í Eyjafirði svo að
Steingrímur yrði ekki var við. Vémundur kveðst það eina vilja
að koma honum á brott.



"Engan hlut vil eg í því eiga," segir Áskell, "og far þú með
sem þér líkar en mikið illt mun af Hánef hljótast."



Vémundur sendi orð Háls bróður sínum að hann komi á hans
fund. Þó kom honum það í hug að eigi væri ráðið hversu menn
vikjust við um hans orðsending og því gerir hann það ráð
heldur að sendimaðurinn beri til orð Áskels þeim mönnum sem
hann vildi til nefna. Hann sendi annan mann til Þóris
geitskeggs er bjó í Laxárdal á þeim bæ er í Holti heitir.
Þórir bjóst til sels þá er sendimaðurinn kom. Þórir neitti
ferðinni áður en orð Áskels komu til en þá var hann þegar
búinn. Ljót að Þverá í Laxárdal hitti hann er þá var sem
óðast að skálasmíð og hinn þriðja Þórodd harðjaxl á
Mánahjalla. Hann var enn í selför. Þessir köstuðu þegar niður
verki sínu er Áskels orð komu til en eigi fyrr. Þessir menn
allir fara nú með Vémundi og er Hánefur í för með þeim. Þeir
voru átján saman og fara nú síðan þann veg sem leiðir lágu,
taka gistingarstað í Reykjahverfi með þeim manni er Geirrekur
hét. Hann var vinur Vémundar.



Hann bauð að hafa Hánef þar á laun þar til er skip kæmi
náðulega að svo að honum mætti utan koma og kvaðst það þykja
ráðlegra en sjá meðferð er Vémundur ætlaði að hafa og sagði
að Hrói í Klifshaga hefði fé til tekið að drepa Hánef af
Steingrími ef honum gæfi færi á "ef þangað er fars leitað sem
þú ætlar nú til. Og því einu hefir hann þar um játað að hann
mun það gjarna enda vilja ef hann má því á koma."



"Hitt er líkara," segir Vémundur, "að hann gefi að þessu
engan gaum og munum vér fara þann veg er vér höfum áður
ætlað."



"Þú munt því ráða," segir Geirrekur, "og annan veg mun
reynast en hann Hrói láti hjá sér líða það sem hann er
heitbundinn í við vini sína."



Þeir Vémundur kögur fara nú í Öxarfjörð og yfir Jökulsá að
ferju hjá Akurhöfða. Sá maður hét Þórður er þar bjó. Þar hafa
þeir dagverð að Þórðar.



Svo er sagt að Þórður átti þræl er fyrr var nefndur. Hann
hafðist það að um daginn er þeir Vémundur komu að hann ók
heim viði. Og þegar er þrællinn varð var við hverjir komnir
eru þá veltir hann af hlassinu. Síðan tekur hann á rás mikla
og rennur þar til er hann lítur Hróa í Klifshaga meðan þeir
Vémundur mötuðust. Og nú segir hann Hróa að Vémundur var
kominn í Akurhöfða við átjánda mann og það að þar var Hánefur
í för og kvaðst þrællinn nú vilja launa brókavaðmálið er hann
hafði gefið honum. Hrói sendir þrælinn að vita hverja leið
þeir færu, hvað fremra eða hvað efra um hálsa.



Þórður í Akurhöfða bauð Vémundi að sitja þar og sagði það nú
um þrælinn að hann hefði í brott hlaupið þá er þeir höfðu
komið og kvaðst ætla að hann mundi hafa farið til Hróa og
gert hann varan við komu þeirra. Vémundur vill fara sem hann
hefir ætlað og kvað Hróa ekki mundu þykja undir um ferð
þeirra.



Það er nú að segja að Hrói safnar liði og hefir þrjá tigu
manna. Áður en hann fór heiman vildi fóstra hans þreifa um
hann og þóttist hún þá gerst vita hvern veg honum mun farast.
Hún finnur á fæti honum en annars staðar þótti henni vel
vera.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.