Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 6

Víga-Glúms saga 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 6)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er að segja frá utanferð Glúms. Þegar er hann kom við land
fór hann upp á Vors til Vigfúss. Og er hann kom að bænum þá
sá hann þar mikið fjölmenni og margs konar skemmtan og leika.
Og það þóttist hann sjá að þar mundi á öllum hlutum
stórmennska vera. En þar sem hann sá marga menn merkilega þá
vissi hann eigi hvar Vigfús mundi vera frændi hans. Það mark
hafði hann til hans að hann sá mann mikinn og veglegan í
öndvegi í skautfeldi blám og lék sér að spjóti gullreknu,
gekk síðan að honum og kvaddi hann en hann tók vel kveðju
hans. Vigfús spurði hvað manna hann væri en hann kvaðst vera
íslenskur og eyfirskur. Þá spurði Vigfús að Eyjólfi mági
sínum og Ástríði dóttur sinni.En hann kvað hann andaðan "en Ástríður lifir."Vigfús spurði hvað barna þeirra lifði en Glúmur sagði honum
til systkina sinna en síðan sagði hann honum að þar var einn
sonur þeirra kominn fyrir hann. En er hann sagði það þá
reitist ekki af um talið við hann. Glúmur bað hann vísa sér
til sætis en Vigfús kvaðst eigi vita hvað satt væri af því er
hann sagði og vísaði honum til sætis á hinn óæðra bekk
utarlega og veitti honum litla virðing. Hann var fámálugur og
ósiðblendur. Þá er aðrir menn drukku eða höfðu aðra gleði þá
lá hann og hafði feld á höfði sér. Hann þótti þar fól eitt.Þar var veisla búin að veturnóttum og gert dísablót og allir
skulu þessa minning gera. Glúmur situr í rúmi sínu og gengur
eigi til. Og er á leið kveldið er menn voru komnir þá var
eigi svo mikil gleði sem líklegt mundi þykja fyrir fagnaðar
sakir og vina fundar er þar voru margir saman komnir. Og þann
dag er menn höfðu komið til boðsins hafði Glúmur eigi út
gengið í móti mönnum og bauð engum að sitja hjá sér eða í
hans rúmi.Og er menn voru komnir undir borð þá var sagt að sá maður var
kominn að bænum með tólfta mann er Björn hét og kallaður
járnhaus. Hann var berserkur mikill og var því vanur að koma
til mannboða fjölmennra og leitaði þar orða við menn ef
nokkur vildi það mæla er hann mætti á þiggja og skoraði á
menn til hólmgöngu.En Vigfús bað þess að menn skyldu vel stilla orðum sínum "og
er það minni læging en taka meira illt af honum" og hétu menn
honum góðu um það.En Björn gekk í skálann inn og leitaði orðheilla við menn og
spurði á hinn æðra bekk hinn ysta mann hvort hann væri
jafnsnjallur honum en hann kvað fjarri það fara. Síðan spurði
hann hvern að öðrum þar til að hann kom fyrir öndvegið.
Ýmissa orða leituðu menn sér en þar kom niður að engi kvaðst
jafnsnjallur honum. En er hann kom fyrir Vigfús þá spurði
hann hvar Vigfús vissi slíkra garpa vonir en hann lést eigi
vita hans jafningja.Þá mælti hann: "Vel er svarað og hyggilega sem von var að. Þú
ert virðingamaður mikill og gengið lengi að óskum líf þitt og
engi hnekking komið vegs þíns og sóma. Nú er það vel að eg
þarf ekki við þig annað að mæla en gott eitt en spyrja vil eg
þig ef þú þykist jafn við mig?"Hann svarar: "Þá er eg var ungur og í víkingu og vann nokkuð
til frama, nú veit eg eigi hvort eg mætti þá við þig jafnast
en nú hálfu síður að eg em gamall og örvasi."Hann snýr á brott þaðan og fer utar með öðrum bekk og spyr
enn ef þeir þykjast jafnsnjallir honum en þeir kváðust eigi
jafnsnjallir honum. Þá kom hann að þar er Glúmur lá í
pallinum."Hví liggur sjá maður svo," kvað Björn, "en situr eigi?"Sessunautar hans svöruðu og veittu honum orðafullting og
kváðu hann svo óvitran að ekki mark mátti að þykja hvað hann
mælti. Björn spyrnir á honum fæti sínum og mælti að hann
skyldi sitja upp sem aðrir menn og spurði ef hann væri
jafnsnjallur honum.En Glúmur kvað hann ekki þurfa að eiga við sig og kvaðst eigi
vita um snilli hans "og vil eg af því engu við þig jafnast að
út á Íslandi mundi sá maður kallaður fól er þann veg léti sem
þú lætur. En hér hefi eg vitað alla best orðum stilla,"
hleypur upp síðan og að honum, þrífur af honum hjálminn.
Síðan hnykkir hann upp eldistokki og keyrir á milli herða
honum og lýtur kappinn við og þegar annað og hvert að öðru
svo að hann féll. Og þá er hann vildi á fætur færast þá laust
hann í höfuð honum og lét svo þar til að hann kom út fyrir
dyr.En þá er Glúmur vildi til sætis er Vigfús kominn á gólfið og
allir þeir og fagnaði þá vel frænda sínum, kvað hann nú hafa
raun til gert að hann var hans ættar: "Skal eg nú virða þig
sem okkur sómir," lést það til hafa gengið í fyrstu að honum
sýndist hann eigi bráðgervilegur, "vildi eg þess að bíða er
þú færðir þig með skörungskap í þína ætt." Leiðir nú hann til
sætis hjá sér.Glúmur kvaðst þiggja mundu það sæti þótt fyrr væri.Annan dag eftir er sagt andlát Bjarnar.Vigfús bauð Glúmi að taka ríki eftir sig og virðing en Glúmur
kvaðst þiggja vilja en fara þó út fyrst til Íslands að eigi
eignuðust þeir föðurleifð hans er hann ann eigi að njóta,
kvaðst aftur munu koma sem fyrst. Vigfús kvaðst ætla það
forlög Glúms að auka sína ætt og sóma á Íslandi.Að sumri lætur Vigfús búa skip til handa Glúmi og gefur honum
farminn á og mikið fé í gulli og silfri og mælti: "Svo segir
mér hugur um að við sjáumst eigi síðan en einkagripi vil eg
þér gefa, feld og spjót og sverð er vér höfum mikinn trúnað á
haft frændur. Og meðan þú átt gripina vænti eg að þú týnir
eigi virðingu en þá em eg hræddur um ef þú lógar þeim."Síðan skiljast þeir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.