Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 9

Vatnsdœla saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 9)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir þetta kváðu við lúðrar um allan herinn og bjuggust menn
til, hver eftir sínum efnum. Þenna bardaga átti Haraldur
konungur mestan. Þá var með honum Rögnvaldur af Mæri og
margir aðrir stórir höfðingjar og þeir berserkir er úlfhéðnar
voru kallaðir. Þeir höfðu vargstakka fyrir brynjur og vörðu
framstafn á konungsskipinu en konungur sjálfur varði
lyftingina með hinni mestu prýði og karlmennsku. Mátti þar
sjá mörg högg bæði og stór. Nú gerðust brátt mörg tíðindi og
stór á skammri stundu í höggum og spjótalögum með grimmlegri
grjótflaug. Gerðist nú skjótt mikið mannfall af
hvorumtveggjum. Ingimundur fylgdi vel Haraldi konungi og
aflaði sér góðs orðs. Fundinum lauk svo sem mörgum er kunnigt
og fullfrægt er orðið að Haraldur konungur fékk ágætan sigur
og varð síðan einvöldugur yfir öllum Noregi. Hann launaði
höfðingjum öllum þeim er honum fylgdu og svo hverjum öðrum
með hinni mestu stórmennsku.



Rögnvaldi gaf hann jarldóm og mælti: "Þú hefir sýnt mikinn
manndóm í fylgd þinni við mig. Þú hefir og látið son þinn
fyrir mínar sakir og má hann eigi aftur gjalda en hitt má eg
að launa þér sæmdum, fyrst því að verða jarl og þar með eyjar
þær er liggja fyrir vestan haf er Orkneyjar heita. Þær skaltu
hafa í sonarbætur. Margan annan sóma skaltu þiggja af mér" og
það efndi konungur.



Rögnvaldur sendi vestur Hallað son sinn og gat hann eigi
haldið ríkinu fyrir víkingum. Þá sendi hann Torf-Einar son
sinn og lést vænta að hann mundi halda ríkinu. Hann var jarl
fyrstur á Orkneyjum og af honum eru komnir allir
Orkneyjajarlar sem segir í ævi þeirra.



Haraldur konungur gaf mörgum stór lén fyrir sína fylgd og
virti svo mikils við menn hvort með honum höfðu verið eða
móti að alla gæddi hann þá að nokkurum hlutum en hina sem
honum höfðu mótsnúnir verið rak hann úr landi, meiddi eða
drap svo að engir fengu nokkura viðréttu.



Síðan mælti konungur til Ingimundar: "Mikla vináttu hefir þú
við mig sýnt en aukið sjálfum þér frama. Skal eg ávallt þinn
vin vera en hlutskipti þitt skulu vera þrjár skipshafnir. Þar
með skaltu hafa herbúnað allan þeirra víkinga er þú barðist
við og til marks að þú hefir verið í Hafursfirði skaltu
eignast að gjöf hlut þann er átt hefir Ásbjörn kjötvi sem
hann hafði mestar mætur á. Nú er það meir til sanninda þessa
fundar en það sé mikið fé en þó sæmd í að þiggja af oss. En
þá er vér höfum skipað ríki vort skal eg launa þér liðsemdina
með heimboði og vingjöfum."



Ingimundur þakkar konungi gjafir og góð orð og skildust með
því. Konungur sagðist og minnugur vera skyldi Sæmundar fyrir
sínar tiltekjur og drottinssvik við sig.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.