Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vall ch. 9

Valla-Ljóts saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vall ch. 9)

Anonymous íslendingasögurValla-Ljóts saga
89

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hrólfur var heima um þingið. En á þinginu voru málin reifð.
Kvaðst Ljótur vilja bjóða utanferð manna og fésekt virðulega.
Og lögðu margir hinir smærri menn hið verra til en hinir
deildu sér góðan hlut af og þótti það Ljóti vel að hver næði
sættum en Guðmundur fengi sóma af. Svo kemur að Ljótur vill
að Skafti geri af hans hendi en Guðmundur vill sjálfur gera
fyrir sína hönd. Var svo og urðu þeir vel ásáttir og skyldi
Skafti gerð upp segja og varð þar hjá fjölmenni mikið.



Skafti mælti: "Það látum vér jafnt í þeim málum, fyrirsát
fyrir Böðvari og víg Sigmundar, Bessa víg og Þorsteins en
fyrir kaupmannsins víg tvö hundruð silfurs en fyrir það skal
annað gjaldast er kom fyrir víg Þorvarðar en níu menn skulu
ei eiga útkvæmt. Björn skal gjalda hundrað og vera þar með
frjáls og gjalda tvö sumur á leið."



Og sættust að þessu.



En Björn var í eyjunni með Þrándi vel haldinn.



Og einn dag um þingið fýstist Björn að róa með Þrándi en hann
kvað þess öngva þörf "eg vildi að öngvar umsátir væru um þann
mann er Ljótur sendir mér og óvænna er til trausts af
smáskipum en á eynni."



"Ekki mun það saka," segir Björn.



Og reru þann dag þrír tigir skipa frá eyjunni og flest smá.
Veður var gott og voru menn kátir því að skipin lágu nær.



Þá mælti Þrándur: "Skip fer þar inn eftir firðinum og kenni
eg ferju Guðmundar eða hverjir munu þar vera eða vitið þér
nokkuð til hvort Hrólfur gípur er á þingi?"



Þeir svara fiskimennirnir að hann væri heima.



Þrándur mælti: "Hann mun hér kominn og ætlar á fund þinn
Björn og muntu vera kenndur fyrir oss og munum vér illa
verjast af smáskipunum en menn ei haldinorðir en þeir hafa
stórt skip og fjölda manna. Búumst þó við að vörn verður
lítil."



Og róa nú upp að eyjunni.



Þá mæltu ferjumennirnir: "Geysa þeir nú róðurinn af miðunum
og kann vera að þeir uggi oss."



Þá mælti Hrólfur: "Sækjum eftir þeim."



Og gera þeir svo og fundust skjótt. Þá spurði Hrólfur hvort
Björn væri á skipi.



Þrándur svarar: "Leiddu svo getur um."



Hrólfur mælti: "Seljið fram hann og leggið yður ei í hættu né
fé yðvart því að þér hafið ekki lið við. Firrið yður
vandkvæði og gerið ekki heimilissök á hendur yður."



Þrándur svarar: "Ekki áttu góðan hlut í málum manna er þú
setur þig fram fyrir höfðingja og má af þvílíku standa
vandræði en vilt ei halda gerðir höfðingja og gerir þú í
slíku sáttrof og kveikir svo upp með höfðingjum fullan
fjandskap. Kann og vera að skapir Birni fullan hlut slíkan
sem bróður hans og af þér hafa hlotist þessi víg öll eða hvað
hefur þú spurt af þinginu, eru menn ei sáttir? Er það óvandi
þinn að sættast fyrst og drepa menn síðan og ei muntu í
fyrstu hríð ná honum."



"Vér munum ná honum," sagði Hrólfur, "en drepa yður."



Þrándur svarar: "Viljið þér fé taka?"



Hrólfur svarar: "Sjálfdæmi vort."



Björn svarar: "Illa gefast sjálfdæmin og hættum heldur til
hversu að fer."



Þrándur svarar: "Ei skortir oss fé en dreng fær varla slíkan
sem þú ert."



Björn kvað margt mundu í gerast áður þeir næðu honum.



Þrándur kvaðst vilja lúka málunum "og kemur nú til mín."



Hrólfur mælti: "Nú þegar skaltu upp gjalda tvö hundruð
silfurs fyrir Björn."



Þrándur svarar: "Erfið munu oss gjöldin svo þröng."



En skipamenn halda upp gjöldum með honum og fóru snauðir til
lands og skildi svo með þeim Þrándi og Hrólfi.



Ljótur kom heim af þingi og hittust þeir Björn og segir hvor
öðrum þau tíðindi er gerst höfðu.



Ljótur kvað Þránd ei ámælisverðan "en Hrólfur sýnir skaplyndi
sitt og verður honum títt til gjaldanna. Nú er hægur hjá. Vér
eigum að gjalda Guðmundi tvö hundruð silfurs á leið. Nú munum
vér það greiða en ei annað ef þeir Hrólfur láta það með ósæmd
laust."



Ljótur gerði Guðmundi orð og kvaðst sjá sýnan ágang í slíku
og bað hann setja Hrólf. Hann kvað svo vera skyldu og kvað
hann oft hafa þeim til óvirðingar stýrt og greiddi hann aftur
allt féð eyjarmanna. En Ljótur skipaði fyrir sína hönd bæði
við Þránd og Guðmund svo hvorutveggjum líkaði vel og þótti
Ljótur hinn mesti höfðingi og lýkur þar viðskiptum þeirra
Guðmundar hins ríka.



En Guðmundur hélt virðingu sinni allt til dauðadags og lýkur
þar þessari sögu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.