Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vall ch. 8

Valla-Ljóts saga 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vall ch. 8)

Anonymous íslendingasögurValla-Ljóts saga
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Allt gekk þetta svo fram. Eyjólfur fór utan og var í
þingamannaliði í Englandi.Narfi var að ræðu við Guðmund og þótti honum því verri þessi
tíðindi sem þeir fréttu ger. Þó fór hann með Narfa út á
ströndina til boðs og frétti þá glöggt um fundinn.Guðmundur mælti: "Hafa þeir gott orð af og er mikill skaði að
um slíka menn er svo urðu vel við en sjálfir saklausir og upp
ganga þeir nú Svarfdælar og munu vel við una eða hversu eru
þeir varir um sig, Björn og Þorgrímur?"Hann svarar: "Oft er Björn heima með fámenni og svo
Þorgrímur.""Gott hefur Þorgrímur af málinu en þó er Ljótur forstjóri
þeirra eða hversu var er hann um sig?"Hann sagði að Ljótur væri var um sig."Ei uni eg nú þó að svo búið sé," sagði Guðmundur. "Vil eg nú
hafa við ráð þín og sækja út í dalinn og forvitnast ef vér
mættum ná nokkrum þeirra."Narfi kvaðst heimill: "Til þess er eg nú búinn. Er mér og
kunnug öll göng og leynivegar en gæfuvant er til slíkra
ráða."Guðmundur kvaðst á mundu hætta og fóru þeir út í dalinn.Narfi mælti: "Ljótur mun og ríða hið efra með fjöllunum og
ofan að Vallabæ."Guðmundur mælti: "Hér munum vér sitja og bíða en þú
forvitnast tíðinda af bænum."Ljótur átti sauðahús skammt frá þeim. Það var til tíðinda á
bænum að þeir frændur voru þar komnir allir til boðs og höfðu
þeir ei það vitað.Það var vandi Ljóts að vera snemma á fótum og sjá um verk
sitt og fénað. En þeir Guðmundur sátu í tungu einni milli
gilja tveggja í skóginum og sáu að maður gekk frá bænum í
svörtum kyrtli og hafði bryntröll í hendi. Hann fer inn í
húsið og rekur út féð. Þá bað Guðmundur þá upp spretta og
taka hann höndum en bera ei vopn á hann. Ljótur sér það og
snýr undan og hafði fyrir sér bryntröllið og hljóp í gljúfrið
fram en þar var undir hörð fönn reyndar í gilinu og rennir
hann ofan eftir gilinu og sakaði hann ekki.Guðmundur mælti þá: "Þar fór hann núna" og skaut eftir honum
spjóti og hæfir í bryntröllið.Ljótur tók upp spjótið og fór heim en Guðmundur fór í skóginn
og mælti: "Handgóður er Ljótur og er slíkum mönnum vel farið.
Hann er óhlutdeilinn en sjálfur fullhugi og ráðkænn. Það eitt
ráð lá honum til er hann hafði og mun hann vitað hafa áður að
fært var í gilið. Bíðum nú og vitum hverjar tiltekjur hann
hefur. Látum ei þá elta oss, þó förum vér nú helsti
sviplega."En er Ljótur kom heim þá varðveitti hann spjótið. Það var
gullrekið. Þeir spurðu hvaðan honum kæmi það spjót.Hann svarar: "Guðmundur hinn ríki sendi mér það."Þeir spurðu hver með færi en Ljótur kvað hann ekki öðrum að
því hlíta "og gerði hann það sjálfur."Þeir kváðu hann því of lengi leynt hafa.Hann kvað ei það vera: "Eg vissi það að eg mundi yður ei
stöðvað fá ef þér hefðuð þetta fyrri vitað en oss mundi það
illa sækjast og ofráð vera við þá Eyfirðinga."Og lætur Ljótur ei þessum málum snúa áleiðis um fjörráð við
sig.Og líður nú fram að þingi og var þar all fjölmennt. Komu þeir
Norðlendingar, Ljótur og Guðmundur. Fór Guðmundur með
vígsmálið á hendur Ljóti. Nú gengu menn um sættir að leita.Þeir Ljótur og Skafti fundust vinir og töluðust við og segir
Ljótur honum allan atburðinn um viðskipti þeirra Guðmundar
"og ef við megum semja mál okkar mun eg ekki til þess taka og
förum við að ræða við hann."Skafti svarar: "Vel er með farið þinnar handar og skal eg
allan hlut í eiga.""Já," segir Ljótur, "undan sneri eg þá og sýndist mér þá ekki
að bíða hvert orð sem á leikur. Nú vil eg að þú færir
Guðmundi spjótið."Skafti bað hann fara með sér.Ljótur kvað svo vera skyldu "og má eg vel sjá hann."Guðmundur heilsaði Skafta: "Því sýndist þér að veita Ljóti
göngulið?"Skafti kvað svör bera til "og ekki er það til óvinfengis gert
við þig. En spjót þetta vill Ljótur að þú hafir og kvað þig
sent hafa."Guðmundur svarar: "Svo var það þér sent Ljótur að eg ætlaði
það til lítilla sæmda þér."Ljótur svarar: "Síðan svo hefur til snúist þá geri eg mér það
ekki til fjár, spjót þetta."Hann kvaðst það gjarnan vilja "en sverð þetta skaltu hafa."Það var gersemi mikil.Þá mælti Ljótur til Guðmundar: "Þigg af mér sverð þetta en
send mér ei annað spjót þess háttar en lúkum svo málum okkrum
að þú þykist halda öllum sóma þínum og lúkum svo fjandskap
okkrum.""Svo skal vera," sagði Guðmundur.Björn var ei á þingi því hann var sendur út til Grímseyjar
með ráði Ljóts og var á laun með þeim manni er Þrándur hét.Björn sagði honum orðsending Ljóts að hann var þangað sendur
til ásjár og trausts um þingið "en hann mun málum lúka fyrir
mig." Þrándur kvað þá fara mundu með slíku sem verða mætti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.