Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞSH ch. 4

Þorsteins saga Síðu-Hallssonar 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞSH ch. 4)

Anonymous íslendingasögurÞorsteins saga Síðu-Hallssonar
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



... hét maður er bjó í Breiðdal að Kleif. Með honum var á
vist sá maður er Steinn hét og var kallaður Hlíðar-Steinn.
Hann réð betur drauma en aðrir menn. Hann tefldi og manna
best. Steinn óx upp í Hlíð í Lóni.



Ingjaldur hét maður. Hann bjó á ... þess er bjó á Berunesi á
aðalbóli. Hann var góður bóndi ... dvaldist meðan að Kleif.



Þórhaddur var þá kátur mjög og mælti að þeir mundu tefla "því
að mér er sagt að þú teflir manna best en eg hendi og gaman
að því."



Steinn bað hann ráða. Þeir tefldu og hafði Þórhaddur eigi
við.



Hann mælti þá: "Ekki er of mikið sagt frá þessi íþrótt þinni
og munum við nú hætta að tefla því að eg á önnur erindi við
þig."



Steinn spurði hver þau væru.



Þórhaddur mælti: "Það er mér sagt að þú ráðir manna best
drauma og vil eg það reyna því að mig hefir margt dreymt
undarlegt og er mér forvitni á að vita hversu þú ræður."



Steinn svarar: "Ógjörla kann eg drauma að ráða en eigi er það
ólíklegt að þig dreymi margt því að þú mælir margt."



Þórhaddur mælti: "Það dreymdi mig að eg þóttist hlaupa með
stöng upp að fjallinu frá Stræti og yfir gryfjur nokkurar og
götur en eg þóttist þar niður koma sem heitir í Hvarfi."



Steinn svarar: "Það ætla eg að þá ráði eg rétt draum þinn að
yfirhlaup mun verða í ráði þínu um réttar götur, það er þá er
þú horfir frá réttu og tekur upp rangt, en það má vera að þér
ljái þess hugar að hverfa aftur og em eg þar hræddur um."



Þórhaddur mælti: "Lítt ræður þú í hag mér."



Steinn svarar: "Seg mér þá eina drauma að þú vilt að eg ráði
eftir því sem eg ætla að vera muni."



"Sá var annar draumur minn," segir Þórhaddur, "að eg sá tungl
tvö og fór annað að venju en annað var í fjalli að húsbaki og
þóttist eg taka það og eta og þóttist eg leifa af lítinn mána
og hirti eg þann í pússi mínum."



Steinn mælti: "Undarlegur er draumur þinn en sjá þykist eg
hvað hann er. Þar hefir þú etið heimsundur og merkir það
glæpyrði þín þau er fram fara af munni þínum og munu enn eigi
öll mælt þau sem þú hirðir í hjartanu er þú hirtir sumt af
tunglinu."



Þórhaddur svarar: "Eigi er munlegt um það er mig má henda
enda má vera að eigi sé góðs efni í. Sá var hinn þriðji
draumur að eg þóttist vera í smiðju og gera spjót en synir
mínir blésu að og þótti mér aldrei verða soðið til loks en
spjót varð ávallt úrt."



Steinn mælti: "Það eru gómaspjót yður og orð þau er þér mælið
en sindrar af of allt land og mun yður þykja aldrei fullger
og ert þú upphafsmaður að en synir þínir fylgja þér að."



Þórhaddur mælti: "Sá er hinn fjórði draumur minn að eg
þóttist ganga í aðra smiðju og þá brá því við er mér þótti
undarlegt að eg þóttist þar finna mig fyrir."



Steinn svarar: "Svo er og að í aðra smiðju er komið um ráð
þitt en verið hefir þá er þú hafðir mannvirðing og goðaheill
en nú hefir þú fjandskap margra manna og er eigi ólíklegt að
þú finnir sjálfan þig fyrir að lyktum."



Þórhaddur svarar: "Sá var draumur minn hinn fimmti að eg
þóttist ganga til sjávar þar sem var saltsviða mikil og synir
mínir með mér og þóttist eg eta glóanda salt og drekka sjáinn
við."



Steinn mælti: "Það merkir svívirðileg orð þín."



Þórhaddur mælti: "Alllítt hlífir þú mér í draumaráðningunni."



Steinn kvaðst ráða eftir því sem hann ætlaði að vera mundi.



Þórhaddur mælti: "Sá er hinn sétti draumur minn að eg þóttist
ganga frá bæ mínum og synir mínir með mér og koma milli
bjargs og sjóvar og þótti mér sem boði nokkur lysti oss í
bjargskoru nokkura og þótti mér mjög þröngt að oss. Þá þótti
mér svo löng höndin á mér að eg þóttist seilast upp á bjargið
og svo komst eg upp á og síðan tók eg í mót sonum mínum og
heimti eg þá til mín og stóðum vér þá allir saman á
bjarginu."



Steinn mælti: "Þar sem hendur þínar voru lengri en að hætti
og að eðli, það sýndist í því að þú munt langarmur verða
fyrir þínar tiltekjur og draga þar eftir þér sonu þína á það
óráð en þar sem þér stóðuð á bjargi þar munuð þér alla yðra
björg undir fótum troða."



Þórhaddur mælti: "Þenna draum ætla eg góðan."



Steinn kvað svo ganga mundu sem hann sagði.



Þórhaddur mælti: "Sá var hinn sjöundi draumur að eg þóttist
fara leiðar minnar og fara hjástíg nokkurn af götunni og koma
á brekkur nokkurar á bak bænum á Stræti en mér þótti
Þorsteinn Hallsson ganga undir niðri rétta götu."



Steinn kvað það auðsætt að Þorsteinn gengur réttan stíg "en
þú rangan í ykkrum skiptum og mun hann koma upp undir þér að
lyktinni."



Þórhaddur mælti: "Sá var draumur minn hinn átti að mér þótti
tungan svo löng í mér að eg þóttist krækja henni aftur í
hnakkann og fram í munninn öðrum megin."



Steinn svarar: "Það er auðsætt að þér mun tungan um höfuð
vefjast í helsta lagi."



Þórhaddur mælti: "Sá er hinn níundi draumur minn að eg
þóttist vera á fjalli því er Gerpir heitir" - það fjall er í
Austfjörðum - "og þaðan sá eg um mörg lönd en hvergi í nánd
mér því að myrkvi lá yfir allt."



Steinn mælti: "Þar er þú varst á fjalli því er Gerpir heitir,
það sýnist í því að ráð þitt var gerpilegt þá er þú fórst með
goðorð Þorsteins og veittir mörgum bæði í fjártillögum og
málafylgjum en nú gefur þér glámsýni er þú hefir illt ráð upp
tekið og þú sérð eigi satt um það er hjá þér er en það sérð
þú glöggt er fjarri þér er."



Þórhaddur mælti: "Sá var hinn tíundi draumur minn að eg
þóttist koma á mót fjölmennt og þótti mér sem kastað væri í
fyrirskyrtu mér járnum þeim sem rær heita en hinir stærri
menn járnbútum þungum og féllu niður rærnar."



Steinn mælti: "Þess get eg til að sættarfundur muni vera
lagður með ykkur Þorsteini og væntir mig að hinir smærri menn
og alþýða muni gott til leggja með þér og láta þig njóta þess
er þú varst þeirra formælandi en hinir stærri menn munu því
öllu niður slá er þér er til gagns og virða meira
fjandskaparorð þín."



Þórhaddur mælti: "Sá er hinn ellefti draumur minn að eg
þóttist fara upp eftir Breiðdal og hafa svo mikinn faðm að eg
þóttist mega vöndla upp allt héraðið."



Steinn svarar: "Þú munt hafa alla héraðsmenn í fangi þér og í
móti þér í sínum ráðum."



Þórhaddur svarar: "Sá var hinn tólfti draumur minn að eg
þóttist fara úr Breiðdal Hjarðarskarð og til bæjar þess er í
Þroti heitir og þótti mér sem ekkja nokkur byggi þar og
þóttist eg drepa fótum í þúfu og falla en mér þótti Þorsteinn
ríða um þvera götuna í móti mér."



Steinn svarar: "Ekki kemur mér það á óvart að þú farir
Hjarðarskarð og drepir fótum í banaþúfu og þrotnir þar."



Þórhaddur kvað eigi ólíklegt að hann yrði eigi langær og
hættu nú talinu. Síðan fór Þórhaddur heim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.