Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞSH ch. 5

Þorsteins saga Síðu-Hallssonar 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞSH ch. 5)

Anonymous íslendingasögurÞorsteins saga Síðu-Hallssonar
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nokkuru síðar áttu héraðsmenn hlut í ef nokkurar vonir væru
sætta og báðu Þorstein til koma.Hann kvaðst ætla að til lítils mundi koma að tala um mál
þeirra Þórhadds "en ef tala skal of héraðsstjórn þá mun eg
koma þótt Þórhaddur sé þar og synir hans."Þessi fundur var á Berunesi. Kom þar Þorsteinn og fjöldi
bónda og létu fyrst gera of mál sín, um héraðsstjórn hversu
fara ætti, og urðu á það vel sáttir.Þá mælti Órækja Hólmsteinsson, Bersasonar, Össurarsonar,
Brynjólfssonar hins gamla, hann var frændi Þórhadds: "Þig
kveð eg að þessu Þorsteinn ef nokkuð skal mega til sætta tala
með ykkur Þórhaddi. Viljum vér þar allan hlut í eiga og ekki
til spara, hvorki fé né annað. Máttu á það líta að þeir
frændur væru þér til margs vel fallnir en þetta mun þér að
engri svívirðu verða og ekki minnkar höfðingskap þinn orð
þeirra ferleg."Þá fylgdu að aðrir héraðsmenn og túlkuðu mál Þórhadds og
kváðu Þorstein af því mundu fá frama, kváðu Þórhadd hafa
góðan hlut að átt að fylgja hans málum þá er hann var eigi
við.Þá svarar Kolur bróðir Þorsteins: "Undarleg er slík
eftirleitan fyrir hönd Þórhadds, þess manns er svo illa hefir
fyrir sér gert og allir þeir feðgar."Og svo stungu þá þegar margir til, frændur Þorsteins og
vinir.Þá mælti Þorsteinn: "Ekki þarf hér margt um að tala. Eigi
munum við Þórhaddur sættast."Og fór sættarfundur sjá sem Steinn gat.Þórhaddur mælti: "Ekki skulum vér og þar mörg orð til leggja
en vita skaltu það Þorsteinn að eg em draumamaður mikill og
eigi ólíklegt að brátt ræsi suma en allir munu eiga nokkurn
stað. Mig dreymdi það að hvítabjörn mikill fór af hafi utan
og hljóp yfir höfuð oss feðgum hér á Berunesi og rann síðan í
braut með brekkum nokkurum löngum en síðan sá eg að refur
nokkur skaust úr urðum og banaði birninum. Og ráð þú
Þorsteinn."Þorsteinn kvaðst eigi ráða mundu draum hans og ekki tal eiga
við hann.Þórhaddur svarar: "Eg skal þá ráða. Að slíkt sem flýgur yfir
af öðrum mönnum þá veit eg að þú hefir þungan hug á mér og
kann vera að þér verði auðið að verða minn skaðamaður og sona
minna og er það gott að taka dauða af slíkum manni sem þú ert
hjá því sem af vændismanni sem standa mun yfir þínum
höfuðsvörðum. En sá var annar draumur minn að mér þótti
Þorsteinn sem við ættum mat saman og synir mínir og væri
hverjum vorum deildur hálfur hleifur brauðs en öllum saman
suflið og þótti mér sem vér ætum vora hleifa til loks feðgar
en Þorsteinn hefði etið brauðsuflið allt og hálfan sinn
hleif. Og ráð þú Þorsteinn þenna draum."Þorsteinn spratt upp og kvaðst eigi ráða mundu drauma hans.Þórhaddur kvað sér mundu sparað að ráða "og skal svo vera og
ræð eg svo að vér feðgar munum brátt lúka vorum lífdögum og
muntu Þorsteinn nema frá oss lífsbjörgina og kann þó vera að
þú eigir skammt ólifað."Og skildu síðan fundinn og fóru menn heim og óx ávallt óþokki
með þeim.Þenna vetur átti Þorsteinn heimanferð norður til Vopnafjarðar
að hitta Skegg-Brodda mág sinn. Kolur bróðir hans fór með
honum og nokkurir menn aðrir og voru þar um hríð og voru þeir
mágar jafnan á tali. Broddi leysti Þorstein í brott með góðum
gjöfum og er þeir fóru norðan um Smjörvatnsheiði þá hrapaði
maður þeirra fyrir brekku nokkura og hló Þorsteinn að og
margir menn er manninn sakaði ekki.Þá mælti Kolur: "Undarlegt þykir mér bróðir að þú mátt hlæja,
slíkt orðtak sem Þórhaddur hefir mælt við þig og muntu aldrei
hefna vilja og beint er þér farið sem ólmum dýrum er smádýrum
verða að skaða og fer slokur þeirra víða og fýkur fyrir vindi
og mun eg hefna verða."Þorsteinn kvað eigi betur að meir væri eggjað en kvaðst
sjaldan setið hafa svívirðingar og ekki annarra við þurft að
hefna. Komu heim og voru heima of veturinn en of vorið
öndvert fór Þorsteinn suður að fjárfari sínu og að hitta
þingmenn sína. Þar var á mikil og komust þeir þó vel yfir og
hittu Þórhadd öðrum megin er þeir komu af ánni. Hann fór með
klyfjahross og spurði hversu yfir ána væri.Þorsteinn kvað honum ófært einum saman "og skal eg fá til kná
menn að fylgja þér."Þórhaddur kvaðst það þiggja mundu og þótti þó undarlegt er
hann veitti honum þenna farbeina og komst Þórhaddur yfir.En er Þorsteinn var að spurður hví hann gerði þetta þá svarar
hann: "Þeir hafa fáir hlutir verið er mér hafi meira um verið
gefið en að koma Þórhaddi heilum yfir ána því að eg ætla
honum annan dauða en drukkna."Þorsteinn fór heim. Og litlu síðar dreymdi Þorstein að
Jóreiður móðir hans kom að honum. Hún var Þiðrandadóttir en
hún var þá önduð.Hún spurði: "Ætlar þú nú brátt til sættarfundar við Þórhadd?"Hann kvaðst eigi það hafa í hug sér."Viltu hefna þá?" segir hún.Hann kvaðst það hugsað hafa.Hún mælti: "Ekki þarftu þá lengur að fresta því að eigi mun
fyrri niður falla illmælið en hefndin kemur fram" og kvað þá
vera ráð um daginn eftir. "Tak og öxar þínar báðar, Jarlsnaut
og Þiðrandanaut, og haf þá í hendi til hefndarinnar er þyngri
er í hendi því að Þiðrandanautur hefir oft vel gefist þótt
hún sé eigi jafnfögur sem hin."Síðan vaknar hann og þóttist sjá svipinn hennar er hún gekk á
braut.Þann dag var ofviðri mikið. Þorsteinn tók öxarnar og
jafnvætti í hendi sér og var Þiðrandanautur þyngri og þótti
honum eigi þó þess von. Síðan bjóst hann til ferðar og stígur
á ferju og fóru til Hofshólma og tóku þar langskip gott og
reru út úr Álftafirði snemma of morgun. Þeir voru átján saman
og fóru svo norður til Landsness. Þorsteinn var heldur ókátur
áður en boði féll yfir skipið hjá Æðasteini og fyllti skipið
undir þeim. Þeir jósu upp og gladdist Þorsteinn síðan og
þótti þetta vel verða er þeir stýrðu undan háskanum.Og er Þorsteinn var heiman farinn varð var við ætlan hans
maður hans einn er á vist var með honum. Hann hafði verið
fyrr með Þórhaddi. Það varð hans tiltæki að hann hljóp á
fjörðinn og er hann kom til fjarðarbotnsins og hitti menn þá
spurði hann tíðinda. Þá var hann svo móður að hann fékk ekki
mælt fleira en þetta. Þá féll hann niður.Þeir Þorsteinn koma norður undir bakka á Berunesi og hittu
sauðamann Ingjalds og spurði Þorsteinn hvað þar var gesta.Hann mælti: "Mér er eigi laun á. Þeir eru hér Helgi
Þórhaddsson og bræður hans Þorvarður og Naddur en eg hygg að
Þórhaddur sé að Þorkels á Berunesi og Ásbjörn með honum."Þorsteinn mælti: "Vel fer þér frásögnin."Og skildu að því.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.