Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorvV ch. 9

Þorvalds þáttr víðfǫrla 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorvV ch. 9)

Anonymous íslendingaþættirÞorvalds þáttr víðfǫrla
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):En að segja fátt af mörgum meingerðum og ofsóknum er heiðnir
menn veittu Friðreki biskupi og Þorvaldi fyrir boðan réttrar
trúar þá bar svo til að þeir vildu ríða til vorþings í
Hegranes. En er þeir nálguðust þingstöðina þá hljóp upp allur
múgur heiðinna manna og runnu í móti þeim með miklu ópi.
Sumir börðu grjóti, sumir skóku að þeim vopn og skjöldu með
harki og háreysti, báðu guðin steypa sínum óvinum og var engi
von að þeir mættu koma á þingið.Þá mælti biskup: "Nú kemur það fram er móður mína dreymdi
forðum daga að hún þóttist finna vargshár í höfði mér því að
nú erum vér gervir rækir og reknir sem skæðir vargar með
hræðilegu ópi og styrjöld."Eftir það fóru þeir biskup heim til Lækjamóts og dvöldust þar
um sumarið. Á því sama sumri eftir alþingi söfnuðu nokkurir
heiðnir höfðingjar liði svo að þeir höfðu tvö hundruð manna
tólfræð. Þeir ætluðu til Lækjamóts að brenna biskup inni og
allt lið hans. En er þeir áttu skammt til bæjar að Lækjamóti
þá stigu þeir af hestum sínum og ætluðu að æja sem þeir
gerðu. En í því er þeir voru á bak komnir flugu hjá þeim
fuglar margir voveiflega. Við það fældust hestar þeirra og
urðu svo óðir að þeir féllu allir ofan er á bak voru komnir
og meiddust. Sumir féllu á grjót og brutu fætur sína eða
hendur eða fengu önnur mein. Sumir féllu á vopn sín og fengu
þar stór sár af. Hestarnir hljópu á suma og meiddu. Þeim varð
minnst til vandræða er hestarnir hljópu frá og urðu þeir að
ganga langa leið til síns heima. Hurfu þeir við þetta aftur.
Skýldi svo allsvaldanda guðs miskunn sínum mönnum að því
síður fengu þeir biskup þessu sinni nokkuð mein af illvilja
og umsát heiðingja að þeir urðu með engu móti varir við þessa
aðför og ráðagerð. Bjuggu þeir Þorvaldur þann hinn fjórða
vetur að Lækjamóti.En á næsta sumri eftir fóru þeir utan fyrst til Noregs og
lágu um hríð í höfn nokkurri. Þá kom utan af Íslandi og lagði
til þeirrar sömu hafnar sá maður er fyrr var nefndur, Héðinn
frá Svalbarði. Héðinn gekk upp á land og í skóg að höggva sér
húsavið. Þorvaldur varð þess var. Hann kallaði með sér þræl
sinn. Þeir fóru í skóginn þar sem Héðinn var. Lét Þorvaldur
þrælinn drepa Héðin.En er Þorvaldur kom til skips og sagði þetta biskupi þá
svarar biskup: "Fyrir þetta víg skulum við skilja því að þú
vilt seint láta af manndrápum."Eftir það fór Friðrekur biskup til Saxlands og endi þar líf
sitt með háleitlegum heilagleik takandi eilífa ömbun af
allsvaldanda guði fyrir sinn góðvilja og stundlegt starf.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.