Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorstAust ch. 3

Þorsteins þáttr Austfirðings 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorstAust ch. 3)

UnattributedÞorsteins þáttr Austfirðings
23

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Konungur mælti við hann eitt sinn: "Hver vor hyggur þú nú að
Styrbjörn sé?"Hann svaraði: "Yður sé eg vænstan til herra að hafa svo
kallast."Konungur mælti: "Rétt muntu þetta kalla að þú sért lífgjafi
minn. Og skyldi þér það vel launa."Hóf konungur þá upp alla sanna sögu og sagði allt frá upphafi
er þeir fundust í Danmörk.Síðan fóru þeir norður í land. Og eitt sinn er þeir lágu við
land í höfn einni en sumir voru á landi og matbjuggu og gerðu
graut og er fyrir Þorstein kom bollinn þá hóf hann allt úr
bollanum.Konungsmenn hlógu enn að þessu og mæltu: "Vel kanntu landi að
neyta grautarins."Konungur brosti að og kvað þetta:Falla lét fleinþollr,

frá gerði menn sjá,

í örva atferð

einn senn þrjá menn.

En graut greipnjótr

gjörvan í norðrför

át hann við þá þrjá.

Þá gerði hann frá.


"Sá hinn sami maður veitti mér mikið lið þá er þér voruð
hvergi í nánd og gerði það við þann er hann vissi eigi hver
að var og mun hann vera góður drengur. Og er það vitugra að
gera eigi mikið spott að ókunnum manni því að leitun mun í
vera að röskvari maður fáist og betur hugaður. Og svo mun og
sumum sýnast að það væri happ er honum bar til handa."Þorsteinn svarar: "Auðséð var það herra að guð sendi mig yður
til hlífðar því að miklu meira fannst mér um yðar ásjónu en
þú værir alþýðumaður og brá mér þessu í skap að duga þér."Konungur var vel við hann.Og eitt sinn mælti konungur við hann: "Hversu er þá við þig
búið, er þér þykir best og þér má helst líka eða viltu hér
staðfestast og kvongast?"Þorsteinn svarar: "Það er boðið ágætlega en á meðan þér lifið
mun minn frami hér mestur verða. En engum er langlífi heitið
og mun eg fá þá nokkura öfundarmenn ef eg missi yðvarrar
umsjá. En eg veit að þér munuð svo fyrir sjá að eg njóti sem
lengst yðvarra velgerninga."Konungur mælti: "Viturlega er þetta mælt."Síðan bjó konungur hann til Íslands ágæta vel með miklu fé og
staðfestist hann þar síðan og þótti vera hinn mesti
gæfumaður.Og lýkur þar svo frá honum að segja.sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.