Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 24

Svarfdœla saga 24 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 24)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
232425

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eftir þessi tíðindi færir Þorgerður bú sitt upp á Grund og
hefur þó annað bú að Upsum.Nú líður af sumarið. Frá því er sagt að Þorgerður kennir sér
sóttar og elur hún sveinbarn. Er sá sveinn nefndur Karl eftir
föður sínum. Hann vex þar upp og er snemma mikill vexti. En
er hann var nokkurra vetra gamall þá uxu þó eigi mikið
vitsmunir hans. Hann mælti ekki orð og því var hann kallaður
ómáli og ekki maður mikill.Þorkell Skíðason fer þá heim til föðurs síns og vaxa þeir þar
upp allir bræður, synir Skíða, og eru efnilegir menn allir.Nú líður svo fram nokkra vetur að ekki gerist til tíðinda.
Ljótólfur amast ekki við byggð Þorgerðar og hefir einn
mannvirðing alla. Karl Karlsson vex upp með móður sinni uns
hann var tólf vetra gamall og töluðu það flestir að hann væri
fífl. Þorgerði óhægðist fjárhagurinn mjög því hún hafði mjög
í kostnaði en voru verk jafnan lítil en enginn fyrir utan
stokk til umsýslu.Það var því næst að hestaþing var nefnt uppi fyrir
Tungugerði. Skyldu þeir etja hestum Ljótólfur og Þorkell
Skíðason. Mörgum var þar öðrum hestum til mælt þó þeir menn
séu ei nefndir er þá áttu.Á Grund voru rekin að hross um daginn þau er menn skyldu
ríða. Þar var eitt hross þrevett ótamið. Það var svo mikið
sem þau stærst eru og fax á mikið. Karl ómáli var úti er
hrossin voru heim komin. Hann sá hrossið ótamda og hleypur á
og þrífur taglið. Hann les sig fram með og fær þrifið hálsinn
en það æðist við og hleypur víða um völlinn. Karl fylgir vel
og léttir ei fyrr en hann komst á bak og krækir fótunum niður
undir kviðinn en heldur sér í faxið. Hrossið hleypur aftur og
fram til þess að þeir eru búnir sem fara ætla. Þá reið Karl
með þeim upp eftir hólmunum. Hljóp þá hrossið ýmist fyrir
þeim eða eftir og gerðu menn óp mikið að honum. Upp koma þeir
til mannamótsins og hleypur Karl af baki hrossi sínu og
settist niður einn saman. Þar hafði maður kastað niður glófum
og þar lá hjá öx silfurrekin. Karl tekur upp og leggur í kné
sér hvorutveggja. Hann strauk einatt öxina. Ekki gekk hann
til hestavíga.En Þorkell Skíðason hafði þar niður kastað og þá er lokið var
hestvígum þá svipast hann um hvar hann hafi lagt handagervi
sína og þá sá hann hvar Karl sat og strauk öxi hans.Þá gekk Þorkell að honum og mælti: "Þykir þér góð öxin Karl?"Hann þagði og leit frá honum við."Sjá þykist eg að þér þykir góð öxin og ræð eg að þú þiggir
allt saman og glófana í föðurbætur."Karl spratt upp og kastar frá sér öxunni og kom í stein og
brotnaði úr allur muðurinn og sest niður annarstaðar.En Þorkell gekk til Ljótólfs og sýndi honum hversu sá afglapi
hefði leikið öxina "og hefir hann nú sýnt hver fóli hann er."Ljótólfur svarar: "Heimskur sýnist yður hann vera en mér líst
hann hyggnari en þér og svo mun reynast.""Þetta hefur þú aldrei fyrr mælt," sagði Þorkell."Ekki hefi eg lagið til þess," sagði Ljótólfur."Þetta skal reyna," sagði Þorkell, "hvor okkar vitrari er. Eg
hefi hér þrjár merkur silfurs er eg skal bjóða honum í
föðurbætur og hefi eg það að marki að hann er fífl ef hann
þegir við en ef hann svarar þá er hann ekki jafn heimskur sem
hann lætur.""Freista máttu ef þú vilt," sagði Ljótólfur, "en ráðlegra
þætti mér að þér ættuð ekki við hann meðan hann talar ekki
til yðvar."Þorkell sagði: "Freista mun nú verða um sinn."Og gengur Þorkell nú þar að sem Karl situr og hefir sjóðinn í
hendi og réttir að honum og mælti: "Viltu fé Karl?"En Karl þagði við.Hann spurði í annað sinn hins sama.Karl svaraði: "Viltu fé Karl?"Þorkell mælti: "Það vissi eg að þú mundir mæla kunna. Eg vil
nú gjalda þér fé þetta í föðurbætur, þrjár merkur silfurs."Síðan setti hann sjóðinn á nasir Þorkels svo fast að brotnuðu
tvær tennur úr höfðinu og stóðu blóðbogar úr andlitinu og
gekk Þorkell burt við svo búið en Karl fór til sinna manna.
Og er Ljótólfur sér þetta á honum spyr Ljótólfur því hann er
svo.Hann svaraði: "Karl laust mig með sjóðnum."Ljótólfur svarar: "Þér var engin þörf á að eiga við hann og
munuð þið ekki jafnir menn reynast ef þið skuluð nokkuð við
eigast."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.