Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 7

Svarfdœla saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 7)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorsteinn tekur nú til haugsgerðar og hans menn. Gekk það
skjótt. Var Þórólfur í haug lagður og nokkurt fé honum til
sæmdar. Síðan bjó Þorsteinn veislu og bauð til jarli og
mörgum öðrum dýrum mönnum. Sátu menn að henni þrjár nætur sem
siður var til. Leysti Þorsteinn menn á burt með góðum gjöfum
og aflaði sér svo vinsælda.Jarl spurði nú Þorstein hvað hann vildi ráða sinna "því nú er
mjög sumar liðið en þú átt farveg langan."Þorsteinn sagði: "Eg veit ei hvers eg á kost."Jarl segir: "Til reiðu er yður hér veturvist ef þér viljið og
kann eg yður þökk fyrir."Þorsteinn sagði: "Þetta er vel boðið herra og skal gjarnan
þiggja."Er Þorsteinn þar um veturinn og hans menn í góðu yfirlæti.
Virðir jarlinn hann fram yfir hvern mann og svo gerðu aðrir
eftir.Nú leið að jólum og gerðist skipan á lund manna. Þar hafði
verið glaumur og gleði mikil en nú tókst það af og gerist
hljóðlæti mikið í höllinni. Var það af því að jarl gerði svo
fyrir.Það var einn dag að Þorsteinn spurði hirðmann einn hvað til
bæri um ógleði manna.Hirðmaðurinn sagði: "Vorkunn mun þér á þykja ef þú veist en
þó þykir mér þú héraðsdaufur maður er veist ei hvað til ber.""Ekki hefi eg að því hugað," sagði Þorsteinn, "en
stórtíðindum þætti mér eiga að gegna er tignir menn láta sér
svo mikils fá."Hirðmaður sagði: "Gesta eigum vér von að jólum, þeirra sem
oss er mikil óþurft í.""Hverjir eru þeir?" sagði Þorsteinn.Hirðmaðurinn sagði: "Maður heitir Moldi. Hann er víkingur eða
hálfberserkur ef svo vill kalla. Þeir eru tólf saman og hafa
komið hér tvisvar áður. Molda bíta ei járn. Þeir vaða eld og
bíta í skjaldarrendur."Þorsteinn sagði: "Hverja kosti gera þeir jarli?"Hirðmaður sagði: "Moldi vill mæla til mægða við jarl en til
samfara við dóttur hans, Ingibjörgu, ellegar býður hann honum
á hólm þrem náttum eftir jól en skal ráðast hvað jarl vill.
Mundi hann skjótt kjósa ef hann væri ungur maður en nú er
hann úr bardögum fyrir aldurs sakir."Þorsteinn sagði: "Engin vorkunn þykir mér á að honum fái
slíkt svo mikils."Þessu var svo snúið að Þorsteinn hefði boðist til að ganga á
hólm fyrir jarl. Og litlu síðar fundust þeir jarl og
Þorsteinn og spyr jarl hvort það gegndi nokkuru að hann hafði
boðist til að leysa hann undan og ganga á hólm við Molda.Þorsteinn sagði: "Við því geng eg ei en það sagði eg að mér
þætti líklegt að maður mundi til verða að leysa þig undan
hólmgöngu ef þú leggur nokkur gæði til við hann.""Það hefi eg talað," segir jarl, "að þeim manni mundi eg
gifta dóttur mína er þenna mann gæti af ráðið."Þorsteinn sagði: "Ekki spurði eg þessa af því að eg ætli mér
þetta heldur fyrir það eg veit fleiri munu til verða svo sem
fleiri vita."Hætta þeir nú þessu tali og líður að jólum. Gladdist jarl nú
heldur við orð Þorsteins. Lét jarl búast við veislu
fjölmennri og bauð þangað frændum sínum og vinum og öllum
hinum bestu mönnum í hans ríki.Aðfangadag jóla drífa flokkarnir að bænum. Jarl lét autt tólf
manna rúm utar frá öndvegi. Gleði var mikil í höllinni. En þá
eldarnir voru sem bjartastir var jarli sagt að Moldi riði að
höllinni og menn hans. En er þeir komu stigu þeir af baki,
gengu síðan inn í höllina tólf saman og óðu þegar eldana og
bitu í skjaldarrendur. Moldi gekk fyrir jarl og kvaddi hann
vel og virðuglega. Jarl tók vel kveðju hans og bað hann ganga
til sætis.Hann kvaðst ekki mundu þiggja veislu að honum "og er mér
jafnt í hug við þig sem fyrr."Jarl sagði: "Eg mun nú og segja þér. Eg vil að þú drekkir með
mér um jólin en eg leita við menn mína hvort nokkur vill mig
undan leysa þessu vankvæði."Moldi sagði: "Eg vil þá að þú leyfir mér að ganga um höllina
fyrir hvern mann og spyrja hvort nokkur þykist mér
jafnsnjallur og er það mikil gleði að skemmta sér með því en
eigi mun eg það til þín tala jarl því eg vil ekki það mæla er
þér þyki metnaðarskarð í vera."Jarl kvaðst ei mundu banna honum það að mæla slíkt er hann
vildi og honum þætti gaman að. Síðan gengur hann utar frá
öndvegi fyrir hvern mann og spurði hvort nokkur teldist honum
jafnsnjallur þar til er hann kom fyrir öndvegismann. Sá lét
dragast fætur af stokki og hafði breiddan feld yfir höfuð
sér. Moldi spurði hver sá herkinn væri er þar lægi en sæti ei
upp sem aðrir menn í öndvegi. Þorsteinn kvað hann engu
skipta.Moldi sagði: "Þú ert drjúglátur eða telst þú jafnsnjallur
mér?"Þorsteinn sagði: "Ei nenni eg því að kallast jafnsnjallur þér
því eg kalla þig þess kvikindis læti hafa sem gengur á fjórum
fótum og vér köllum meri."Moldi sagði: "Þá skora eg á þig til hólmgöngu þrem nóttum
eftir jól."Þorsteinn sagði: "Að heldur eftir jól að mér þykir því betur
sem við berjumst fyrr og þó þú viljir þegar í stað."Moldi sagði: "Ekki vil eg spilla goðahelginni og er mér ekki
ótt um þetta."Síðan gekk hann í brott og þeir allir úr höllinni og stigu á
hesta sína og riðu í braut.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.