Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 112

Njáls saga 112 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 112)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
111112113

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Hildigunnur vaknaði og fann að Höskuldur var í brautu úr
rúminu. Hún mælti: "Harðir hafa draumar verið og eigi góðir
og leitið þér að honum Höskuldi."



Þeir leituðu hans um bæinn og fundu hann eigi. Þá hafði
Hildigunnur klædda sig. Fer hún þá og tveir menn með henni
til gerðisins og finna þar Höskuld veginn.



Þar kom þá og smalamaður Marðar Valgarðssonar og segir henni að þeir
Njálssynir hefðu farið neðan þaðan "og kallaði Skarphéðinn á
mig og lýsti víginu á hönd sér."



"Karlmannlegt verk væri þetta," sagði Hildigunnur, "ef einn
hefði að verið."



Hún tók skikkjuna og þerraði með blóðið allt og vafði þar í
innan blóðlifrarnar og braut svo saman og lagði niður í kistu
sína.



Nú sendir hún mann upp til Grjótár að segja þangað tíðindin.
Þar var Mörður fyrir og hafði sagt áður tíðindin. Þar
var og kominn Ketill úr Mörk.



Þorgerður mælti til Ketils: "Nú er Höskuldur dauður sem við
vitum. Og mun þú nú hverju þú hést þá er þú tókst hann til
fósturs."



"Það má vera," segir Ketill, "að eg hafi þá ærið mörgu heitið
því að eg ætlaði ekki að þessir dagar mundu verða sem nú eru
orðnir. Enda er eg við vant um kominn því að náið er nef
augum þar sem eg á dóttur Njáls."



"Hvort vilt þú," segir Þorgerður, "að Mörður lýsi víginu?"



"Eigi veit eg það," segir Ketill, "því að fleirum þykir mér sem
illt leiði af honum en gott."



En þegar er Mörður talaði við Ketil þá fór honum sem öðrum að
svo þótti sem Mörður mundi honum vera trúr og varð það ráð
þeirra að Mörður skyldi lýsa víginu og búa mál að öllu til
þings.



Fór Mörður þá ofan í Ossabæ. Þangað komu níu búar þeir er
næstir bjuggu vettvangi. Mörður hafði tíu menn með sér. Hann
sýnir búum sár Höskulds og nefnir votta að benjum og nefnir
mann til hvers sárs nema eins. Það lét hann eigi sem hann
vissi hver því hefði sært en því hafði hann sjálfur sært. En
hann lýsti víginu á hendur Skarphéðni en sárum á hendur
bræðrum hans og Kára. Síðan kvaddi hann heiman vettvangsbúa
níu til alþingis. Eftir það reið hann heim.



Hann fann nær aldrei Njálssonu en þó var styggt með þeim þá
er þeir fundust og var það ráðagerð þeirra.



Víg Höskulds spurðist um allar sveitir og mæltist illa fyrir.



Þeir Njálssynir fóru að finna Ásgrím Elliða-Grímsson og báðu
hann liðveislu.



"Þess megið þér von vita," segir hann, "að eg mun yður veita
að öllum hinum stærrum málum. En þó segir mér þungt hugur um
málin því að margir eru til eftirmáls en víg þetta mælist
allilla fyrir um allar sveitir."



Nú fara Njálssynir heim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.