Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 51

Njáls saga 51 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 51)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
505152

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Gunnar reið til þings og allir Sigfússynir, svo Njáll og
synir hans. Þeir gengu með Gunnari allir og var það mælt að
engi flokkur mundi jafn harðsnúinn þeim.Gunnar gekk einn dag til búðar Dalamanna. Hrútur var við búð
og Höskuldur og fögnuðu þeir vel Gunnari. Gunnar segir þeim
alla sögu um málaferli þessi."Hvað leggur Njáll til ráðs?" segir Hrútur.Gunnar svaraði: "Hann bað mig finna ykkur bræður og segja svo
að eitt ráð mundi honum um það sýnast sem ykkur.""Það vill hann þá," segir Hrútur, "að eg kveði upp fyrir
vensla sakir og skal svo vera. Þú skalt skora á hólm Gissuri
hvíta ef þeir bjóða þér eigi sjálfdæmi en Kolskeggur Geiri
goða. En fást munu menn til að ganga að móti Otkatli og
bræðrum hans. Og höfum vér nú lið svo mikið allir saman að þú
mátt fram koma slíku sem þú vilt."Gunnar gekk heim til búðar og sagði Njáli."Slíks var mér von," sagði Njáll.Úlfur aurgoði varð vís þessar ráðagerðar og sagði Gissuri.Gissur mælti til Otkels: "Hver lagði það til ráðs með þér að
þú skyldir stefna Gunnari?""Skammkell sagði mér að það væri ráðagerð ykkur Geirs goða,"
segir Otkell."En hvar er mannfýla sú," segir Gissur, "er þetta hefir
logið?""Hann liggur sjúkur heima að búð," segir Otkell."Þar er hann standi aldrei upp," segir Gissur. "En nú skulum
vér allir ganga að finna Gunnar og bjóða honum sjálfdæmi og
veit eg þó eigi hvort hann vill þau nú taka."Margir menn mæltu illt við Skammkel og lá hann sjúkur um allt
þingið.Þeir Gissur gengu til búðar Gunnars. Kennd var för þeirra og
var sagt Gunnari inn í búðina. Þeir gengu út allir og fylktu.
Gissur hvíti gekk fyrstur.Hann mælti er þeir fundust: "Það er boð vort Gunnar að þú
dæmir sjálfur málið ykkart Otkels.""Fjarri mun það þá þínu ráði," segir Gunnar, "er mér var
stefnt.""Eigi réð eg því," segir Gissur, "og hvorgi okkar Geirs.""Þá muntu vilja synja þess með skynsemd," segir Gunnar."Hvers beiðist þú um?" segir Gissur."Þess að þú vinnir eið," segir Gunnar."Það vil eg gera," segir Gissur, "ef þú vilt þiggja
sjálfdæmið.""Það bauð eg fyrir stundu," segir Gunnar, "en nú þykir mér um
meira að dæma."Njáll mælti: "Eigi er að níta sjálfdæminu, þess að meiri
sæmdar er fyrir vert, er meira er málið."Gunnar mælti: "Gera mun eg til skaps vina minna að dæma
málið. En það ræð eg Otkatli að ekki geri hann til saka við
mig síðan."Þá var sent eftir Höskuldi og Hrúti og komu þeir þangað til.
Vann þá Gissur eið og Geir goði en Gunnar gerði gerðina og
réðst við engann mann um og síðan sagði hann upp gerðina."Það er gerð mín," sagði hann, "að eg geri verð húss og matar
þess er inni var. En fyrir þrælinn vil eg þér ekki bæta þar
er þú leyndir annmarka á honum. Geri eg hann þér til handa
Otkell því að þar eru eyru sæmst sem óxu. Met eg svo sem þér
hafið stefnt mér til háðungar og fyrir það dæmi eg eigi minna
til handa mér en vert er þetta fé, húsið og það er inni
brann. En ef yður þykir betra að vér séum ósáttir þá læt eg
þess enn kost en gert hefi eg þá enn eitt ráð fyrir mér og
skal það þá fram koma."Gissur svarar: "Það viljum vér að þú gjaldir ekki fé en þess
beiðum vér að þú sért vinur Otkels.""Það skal verða aldrei," segir Gunnar, "meðan eg lifi og mun
hann hafa vináttu Skammkels. Þeirri hefir hann lengi hlítt."Gissur svarar: "Þó viljum vér nú lúka málinu þó að þú ráðir
einn skildaganum."Voru þá handsalaðar þessar sættir allar.Gunnar mælti til Otkels: "Ráðlegra er þér að fara til frænda
þinna. En ef þú vilt vera þar í sveit þá ger þú ekki til saka
við mig."Gissur mælti: "Þetta er heilræði og skal hann svo gera."Gunnar hafði mikla sæmd af málinu. Riðu menn síðan heim af
þingi. Situr nú Gunnar í búi sínu og er nú kyrrt um hríð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.