Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 50

Njáls saga 50 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 50)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
495051

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Skammkell kom til Mosfells og hermdi boð öll fyrir Gissuri.



"Svo líst mér," segir Gissur, "sem þetta hafi allvel boðið
verið eða fyrir hví þá Otkell eigi boð þessi?"



"Það var mest í því," segir Skammkell, "að allir vildu leita
þér vegs og beið hann af því þinna atkvæða og mun öllum það best
gegna."



Þar var Skammkell um nóttina.



Gissur sendi mann eftir Geiri goða og kom hann ofan snemma.



Segir þá Gissur honum allt hversu farið var, spurði þá hversu
með skyldi fara.



Geir mælti: "Svo sem þú munt áður ætlað hafa að gera það af
þessu máli sem best gegnir. Nú munum við láta Skammkel segja
söguna í annað sinn og vita hversu honum hermist."



Þeir gerðu svo.



Geir mælti: "Rétt munt þú sagt hafa sögu þessa en þó hefi eg
þig séð illmannlegastan mann og eigi deilir litur kosti ef þú
gefst vel."



Fór Skammkell heim og ríður fyrst í Kirkjubæ og kallar út
Otkel. Hann fagnar vel Skammkatli.



Skammkell segir honum kveðju Gissurar og Geirs "en um
málaferli þessi þarf ekki að tala hljóðlega að það er vilji
þeirra Geirs goða og Gissurar að sættast ekki á mál þessi. Er
það tillaga þeirra að þú farir til Hlíðarenda og stefnir
Hallgerði um stuld en Gunnari um afneyslu."



Otkell mælti: "Svo skal með öllu fara sem þeir hafa ráð til
gefið."



"Þeim þótti og undir því mest," segir Skammkell, "að
þú hefðir sem mikillegast látið en eg gerði þig sem mestan
mann af öllu."



Nú segir Otkell bræðrum sínum.



Hallbjörn mælti: "Þetta mun vera hin mesta lygi."



Nú líða stundir þar til er stefnudagar komu hinir síðustu til
alþingis. Otkell kvaddi bræður sína og Skammkel að ríða til
Hlíðarenda stefnuför.



Hallbjörn kvaðst fara mundu en kvað þá þessar ferðar iðrast
mundu "þá er stundir líða."



Nú ríða þeir tólf saman til Hlíðarenda. En er þeir komu í
túnið þá var Gunnar úti og fann eigi fyrr en þeir komu allt
að bænum. Hann gengur þá eigi inn. Otkell lætur þegar dynja
stefnuna.



En er þeir höfðu fram flutt stefnuna þá mælti Skammkell: "Er
rétt stefnt Gunnar bóndi?"



"Þér vitið slíkt," segir Gunnar, "en minna skal eg þig á ferð
þessa Skammkell eitthvert sinn og tillögur þínar."



"Það mun oss ekki saka," segir Skammkell, "ef atgeirinn er
eigi á lofti."



Gunnar var hinn reiðasti og gekk inn og sagði Kolskeggi.



Kolskeggur mælti: "Illa var er vér vorum eigi úti. Þeir skyldu
hafa farið hingað hina mestu sneypu ef vér hefðum við verið."



Gunnar mælti: "Hvað bíður sinnar stundar en ekki mun þeim för
sjá til sæmdar verða."



Litlu síðar fór Gunnar að finna Njál og sagði honum.



Njáll mælti: "Lát þú lítt á þig fá því að þetta mun þér verða
til hinnar mestu sæmdar áður þessu þingi sé lokið.
Skulum vér og fylgja þér allir með ráðum og kappi."



Gunnar þakkaði honum og reið heim.



Otkell ríður til þings og bræður hans og Skammkell.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.