Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 5

Njáls saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 5)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
456

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Atli hét maður. Hann var sonur Arnviðar jarls úr Gautlandi
hinu eystra. Hann var hermaður mikill og lá úti austur í
Leginum. Hann hafði átta skip. Faðir hans hafði haldið
sköttum fyrir Hákoni Aðalsteinsfóstra og stukku þeir feðgar
til Gautlands úr Jamtalandi. Atli hélt liðinu úr Leginum út
um Stokkssund og svo suður til Danmerkur og liggur úti í
Eyrasundi. Hann var og útlagi bæði Danakonungs og Svíakonungs
af ránum og manndrápum er hann hafði gert í hvorutveggja
ríkinu.



Hrútur hélt suður til Eyrasunds. Og er hann kom í sundið sér
hann fjölda skipa í sundinu.



Þá mælti Úlfur: "Hvað skal nú til ráða taka Íslendingur?"



"Halda fram ferðinni," Segir Hrútur, "því að ekki dugir
ófreistað. Skal skip okkar Össurar fara fyrst en þú skalt
leggja fram sem þér líkar."



"Sjaldan hefi eg haft aðra að skildi fyrir mér," segir Úlfur.



Leggur hann fram skeiðina jafnfram skipi Hrúts og halda svo
fram í sundið.



Nú sjá þeir er í sundinu eru að skip fara að þeim og segja
Atla til.



Hann svaraði: "Þá gefur vel til fjár að vinna og reki menn af
sér tjöldin og búist við sem hvatlegast á hverju skipi. Skip
mitt skal vera í miðjum flotanum."



Síðan greiddu þeir róðurinn á skipum Hrúts. Og þegar er
hvorir heyrðu mál annarra stóð Atli upp og mælti: "Þér farið
óvarlega. Sáuð þér eigi að herskip voru í sundinu eða hvert
er nafn höfðingja yðvars?"



"Hrútur heiti eg," segir hann.



"Hvers maður ert þú?" segir Atli.



"Hirðmaður Haralds konungs gráfeldar," segir Hrútur.



Atli mælti: "Lengi höfum við feðgar eigi kærir verið
Noregskonungum yðrum."



"Ykkur ógæfa er það," segir Hrútur.



"Svo hefir borið saman fund okkarn," segir Atli, "að þú skalt
eigi kunna frá tíðindum að segja" og þreif upp spjót og skaut
á skip Hrúts og hafði sá bana er fyrir varð.



Síðan tókst orusta með þeim og sóttist þeim seint skip þeirra
Hrúts. Úlfur gekk vel fram og gerði ýmist að hann skaut eða
lagði. Ásólfur hét stafnbúi Atla. Hann hljóp upp á skip Hrúts
og varð fjögurra manna bani áður Hrútur varð var við. Snýr
hann þá í mót honum. En er þeir finnast þá leggur Ásólfur í
skjöld Hrúts og í gegnum en Hrútur hjó til Ásólfs og varð það
banahögg.



Þetta sá Úlfur óþveginn og mælti: "Bæði er nú Hrútur að þú
höggur stórt enda átt þú mikið að launa Gunnhildi."



"Þess varir mig," segir Hrútur, "að þú mælir feigum munni."



Nú sér Atli beran vopnastað á Úlfi og skaut spjóti í gegnum
hann. Síðan varð hin strangasta orusta. Atli hleypur upp á
skip að Hrúti og ryðst um fast og nú snýr í mót honum Össur
og lagði til hans og féll sjálfur á bak aftur því að annar
maður lagði til hans. Hrútur sneri nú í mót Atla. Atli hjó
þegar í skjöld Hrúts og klauf allan niður. Þá fékk Atli
steinshögg á höndina og féll niður sverðið. Hrútur tók
sverðið og hjó undan Atla fótinn. Síðan veitti hann honum
banasár. Þar tóku þeir fé mikið og höfðu með sér tvö skip,
þau er best voru, og dvöldust þar litla hríð síðan.



Þeir Sóti fórust hjá. Sigldi hann aftur til Noregs. Kom hann
við Limgarðssíðu og gekk þar á land. Þar mætti hann Ögmundi
sveini Gunnhildar.



Ögmundur kenndi Sóta þegar og spyr hann: "Hve lengi ætlar þú
hér að vera?"



"Þrjár nætur," segir Sóti.



"Hvert ætlar þú þá?" sagði Ögmundur.



"Vestur til Englands," segir Sóti, "og koma aldrei til Noregs
meðan ríki Gunnhildar er."



Ögmundur gekk þá í braut og fer á fund Gunnhildar því að hún
var þaðan skammt á veislu og Guðröður sonur hennar. Ögmundur
sagði Gunnhildi frá ætlan Sóta. En hún bað þegar Guðröð son
sinn fara og taka Sóta af lífi.



Guðröður fór þegar og kom á óvart Sóta og lét leiða hann á
land upp og festa þar upp en tók fé allt og færði móður
sinni. Hún fékk til menn að færa allt féið á land upp og
austur til Konungahellu og fór sjálf þangað.



Hrútur hélt aftur um haustið og hafði fengið fjár mikils og
fór þegar á fund konungs og hafði af honum góðar viðtökur.
Hann bauð þeim að hafa slíkt af fénu sem þeir vildu en
konungurinn tók af þriðjunginn. Gunnhildur segir Hrúti að hún
hafði tekið erfðina en látið drepa Sóta. Hann þakkaði henni
og gaf henni allt hálft við sig.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.