Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 79

Laxdœla saga 79 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 79)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
787980

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Í þann tíma er Bolli Bollason bjó í Tungu og nú var áður frá
sagt þá bjó norður í Skagafirði á Miklabæ Arnór kerlingarnef
son Bjarnar Þórðarsonar frá Höfða.



Þórður hét maður er bjó á Marbæli. Guðrún hét kona hans. Þau
voru vel að sér og höfðu gnótt fjár. Son þeirra hét Ólafur og
var hann ungur að aldri og allra manna efnilegastur. Guðrún
kona Þórðar var náskyld Bolla Bollasyni. Var hún systrungur
hans. Ólafur son þeirra Þórðar var heitinn eftir Ólafi pá í
Hjarðarholti.



Þórður og Þorvaldur Hjaltasynir bjuggu að Hofi í Hjaltadal.
Þeir voru höfðingjar miklir.



Maður hét Þórólfur og var kallaður stertimaður. Hann bjó í
Þúfum. Hann var óvinveittur í skapi og æðimaður mikill. Hann
átti griðung grán, ólman. Þórður af Marbæli var í förum með
Arnóri. Þórólfur stærimaður átti frændkonu Arnórs en hann var
þingmaður Hjaltasona. Hann átti illt við búa sína og lagði
það í vanda sinn. Kom það mest til þeirra Marbælinga.
Graðungur hans gerði mönnum margt mein þá er hann kom úr
afréttum. Meiddi hann fé manna en gekk eigi undan grjóti.
Hann braut og andvirki og gerði margt illt.



Þórður af Marbæli hitti Þórólf að máli og bað hann varðveita
graðung sinn: "Viljum vér eigi þola honum ofríki."



Þórólfur lést eigi mundu sitja að fé sínu. Fer Þórður heim
við svo búið.



Eigi miklu síðar getur Þórður að líta hvar graðungurinn hefir
brotið niður torfstakka hans. Þórður hleypur þá til og hefir
spjót í hendi og er boli sér það veður hann jörð svo að upp
tekur um klaufir. Þórður leggur til hans svo að hann fellur
dauður á jörð. Þórður hitti Þórólf og sagði honum að boli var
dauður.



"Þetta var lítið frægðarverk," svarar Þórólfur, "en gera
mundi eg það vilja er þér þætti eigi betur."



Þórólfur var málóði og heitaðist í hverju orði.



Þórður átti heimanferð fyrir höndum. Ólafur sonur hans var þá
sjö vetra eða átta. Hann fór af bænum með leik sínum og gerði
sér hús sem börnum er títt en Þórólfur kom þar að honum. Hann
lagði sveininn í gegnum með spjóti. Síðan fór hann heim og
sagði konu sinni.



Hún svarar: "Þetta er illt verk og ómannlegt. Mun þér þetta
illu reifa."



En er hún tók á honum þungt þá fór hann í brott þaðan og
létti eigi fyrr en hann kom á Miklabæ til Arnórs. Fréttust
þeir tíðinda.



Þórólfur segir honum víg Ólafs: "Sé eg þar nú til trausts sem
þér eruð sakir mágsemdar."



"Eigi ferð þú sjáandi eftir um þenna hlut," sagði Arnór, "að
eg muni virða meira mágsemd við þig en virðing mína og sæmd,
og ásjá áttu hér engrar von af mér."



Fór Þórólfur upp eftir Hjaltadal til Hofs og fann þá
Hjaltasonu og sagði þeim hvar komið var hans máli "og sé eg
hér nú til ásjá sem þið eruð."



Þórður svarar: "Slíkt eru níðingsverk og mun eg enga ásjá
veita þér um þetta efni."



Þorvaldur varð um fár. Fær Þórólfur ekki af þeim að sinni.



Reið hann í brott og upp eftir Hjaltadal til Reykja, fór þar
í laug. En um kveldið reið hann ofan aftur og undir virkið að
Hofi og ræddist við einn saman svo sem annar maður væri fyrir
og kveddi hann og frétti hver þar væri kominn.



"Eg heiti Þórólfur," kvað hann.



"Hvert varstu farinn eða hvað er þér á höndum?" spyr
launmaðurinn.



Þórólfur segir tilfelli þessi öll eftir því sem voru: "Bað eg
Hjaltasonu ásjár," segir hann, "sakir nauðsynja minna."



Þessi svarar er fyrir skyldi vera: "Gengið er nú þaðan er
þeir gerðu erfið það hið fjölmenna er tólf hundruð manna sátu
að og ganga slíkir höfðingjar mjög saman er nú vilja eigi
veita einum manni nokkura ásjá."



Þorvaldur var úti staddur og heyrði talið. Hann gengur þangað
til og tók í tauma hestsins og bað hann af baki stíga "en þó
er eigi virðingarvænlegt við þig að eiga fyrir sakir fólsku
þinnar."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.