Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 78

Laxdœla saga 78 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 78)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
777879

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



En er Bolli hafði verið einn vetur á Íslandi þá tók Snorri
goði sótt. Sú sótt fór ekki ótt. Snorri lá mjög lengi og er
sóttin óx heimti Snorri til sín frændur sína og
nauðleytamenn.



Þá mælti hann til Bolla: "Það er vilji minn að þú takir hér
við búi og mannaforræði eftir dag minn. Ann eg þér eigi verr
virðingar en mínum sonum. Er sá og nú minn sonur eigi hér á
landi er eg hygg að þeirra verði mestur maður, er Halldór
er."



Síðan andaðist Snorri. Hann hafði þá sjö vetur hins sjöunda
tigar. Það var einum vetri eftir fall Ólafs konungs hins
helga. Svo sagði Ari prestur hinn fróði.



Snorri var í Tungu grafinn. Bolli og Þórdís tóku við búi í
Tungu sem Snorri hafði mælt. Létu synir Snorra sér það vel
líka. Varð Bolli mikilhæfur maður og vinsæll.



Herdís Bolladóttir óx upp að Helgafelli og var hún allra
kvenna vænst. Hennar bað Ormur son Hermundar Illugasonar og
var hún gefin honum. Þeirra son var Koðrán er átti Guðrúnu
Sigmundardóttur. Sonur Koðráns var Hermundur er átti Úlfeiði
dóttur Runólfs Ketilssonar biskups. Þeirra synir voru Ketill
er ábóti var að Helgafelli og Hreinn og Koðrán og Styrmir.
Dóttir þeirra var Þórvör er átti Skeggi Brandsson og er þaðan
komið Skógverjakyn.



Óspakur hét son Bolla og Þórdísar. Dóttir Óspaks var Guðrún
er átti Þórarinn Brandsson. Þeirra son var Brandur er setti
stað að Húsafelli. Hans son var Sighvatur prestur er þar bjó
lengi.



Gellir Þorkelsson kvongaðist. Hann fékk Valgerðar dóttur
Þorgils Arasonar af Reykjanesi. Gellir fór utan og var með
Magnúsi konungi hinum góða og þá af honum tólf aura gulls og
mikið fé annað. Synir Gellis voru þeir Þorkell og Þorgils.
Sonur Þorgils var Ari hinn fróði. Son Ara hét Þorgils. Hans
son var Ari hinn sterki.



Nú tekur Guðrún mjög að eldast og lifði við slíka harma sem
nú var frá sagt um hríð. Hún var fyrst nunna á Íslandi og
einsetukona. Er það og almæli að Guðrún hafi verið göfgust
jafnborinna kvenna hér á landi.



Frá því er sagt eitthvert sinn að Bolli kom til Helgafells
því að Guðrúnu þótti ávallt gott er hann kom að finna hana.
Bolli sat hjá móður sinni löngum og varð þeim margt talað.



Þá mælti Bolli: "Muntu segja mér það móðir að mér er forvitni
á að vita? Hverjum hefir þú manni mest unnt?"



Guðrún svarar: "Þorkell var maður ríkastur og höfðingi mestur
en engi var maður gervilegri en Bolli og albetur að sér.
Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og lagamaður
mestur. Þorvalds get eg að engu."



Þá segir Bolli: "Skil eg þetta gerla hvað þú segir mér frá
því hversu hverjum var farið bænda þinna en hitt verður enn
ekki sagt hverjum þú unnir mest. Þarftu nú ekki að leyna því
lengur."



Guðrún svarar: "Fast skorar þú þetta sonur minn," segir
Guðrún, "en ef eg skal það nokkurum segja þá mun eg þig helst
velja til þess."



Bolli bað hana svo gera.



Þá mælti Guðrún: "Þeim var eg verst er eg unni mest."



"Það hyggjum vér," svarar Bolli, "að nú sé sagt
alleinarðlega" og kvað hana vel hafa gert er hún sagði þetta
er hann forvitnaði.



Guðrún varð gömul kona og er það sögn manna að hún yrði
sjónlaus. Guðrún andaðist að Helgafelli og þar hvílir hún.



Gellir Þorkelsson bjó að Helgafelli til elli og er margt
merkilegt frá honum sagt. Hann kemur og við margar sögur þótt
hans sé hér lítt getið. Hann lét gera kirkju að Helgafelli
virðulega mjög, svo sem Arnór jarlaskáld vottar í erfidrápu
þeirri er hann orti um Gelli og kveður þar skýrt á þetta. Og
er Gellir var nokkuð hniginn á hinn efra aldur þá býr hann
ferð sína af Íslandi. Hann kom til Noregs og dvaldist þar
eigi lengi, fer þegar af landi á brott og gengur suður til
Róms, sækir heim hinn helga Pétur postula. Hann dvelst í
þeirri ferð mjög lengi, fer síðan sunnan og kemur í Danmörk.
Þá tekur hann sótt og lá mjög lengi og fékk alla þjónustu.
Síðan andaðist hann og hvílir í Hróiskeldu. Gellir hafði haft
Sköfnung með sér og náðist hann ekki síðan. En hann hafði
verið tekinn úr haugi Hrólfs kraka. Og er andlát Gellis
spurðist til Íslands þá tók Þorkell son hans við föðurleifð
sinni að Helgafelli en Þorgils, annar son Gellis, drukknaði
ungur á Breiðafirði og allir þeir er á skipi voru með honum.
Þorkell Gellisson var hið mesta nytmenni og var sagður manna
fróðastur.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.