Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 76

Laxdœla saga 76 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 76)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
757677

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Skírdag snemmendis um morguninn býst Þorkell til ferðar.
Þorsteinn latti þess mjög "því að mér líst veður ótrúlegt,"
sagði hann.



Þorkell kvað veður duga mundu hið besta "og skaltu nú ekki
letja mig frændi því að eg vil heim fyrir páskana."



Nú setur Þorkell fram ferjuna og hlóð. Þorsteinn bar
jafnskjótt af utan sem Þorkell hlóð og þeir förunautar hans.



Þá mælti Þorkell: "Hættu nú frændi og heft ekki ferð vora.
Eigi færð þú nú ráðið þessu að sinni."



Þorsteinn svarar: "Sá okkar mun nú ráða er verr mun gegna og
mun til mikils draga um ferð þessa."



Þorkell bað þá heila hittast.



Gengur Þorsteinn nú heim og er ókátur mjög. Hann gengur til
stofu og biður leggja undir höfuð sér og svo var gert.
Griðkonan sá að tárin runnu ofan á hægindið úr augum honum.
En litlu síðar kom vindsgnýr mikill á stofuna.



Þá mælti Þorsteinn: "Þar megum vér nú heyra gnýja bana
Þorkels frænda."



Nú er að segja frá ferð þeirra Þorkels. Þeir sigla um daginn
út eftir Breiðafirði og voru tíu á skipi. Veðrið tók að
hvessa mjög og gerði hinn mesta storm áður létti. Þeir sóttu
knálega ferðina og voru þeir menn hinir röskustu. Þorkell
hafði með sér sverðið Sköfnung og var það í stokki. Þeir
Þorkell sigla þar til er þeir komu að Bjarnarey. Sáu menn
ferðina af hvorutveggja landinu. En er þeir voru þar komnir
þá laust hviðu í seglið og hvelfdi skipinu. Þorkell drukknaði
þar og allir þeir menn er með honum voru. Viðuna rak víða um
eyjar. Hornstafina rak í þá ey er Stafey heitir síðan.
Sköfnungur var festur við innviðuna í ferjunni. Hann hittist
við Sköfnungsey.



En það sama kveld er þeir Þorkell höfðu drukknað um daginn
varð sá atburður að Helgafelli að Guðrún gekk til kirkju þá
er menn voru farnir í rekkjur og er hún gekk í
kirkjugarðshliðið þá sá hún draug standa fyrir sér.



Hann laut yfir hana og mælti: "Mikil tíðindi Guðrún," sagði
hann.



Guðrún svarar: "Þegi þú yfir þeim þá, armi."



Gekk Guðrún til kirkju svo sem hún hafði áður ætlað og er hún
kom til kirkjunnar þá þóttist hún sjá að þeir Þorkell voru
heim komnir og stóðu úti fyrir kirkju. Hún sá að sjár rann úr
klæðum þeirra. Guðrún mælti ekki við þá og gekk inn í kirkju
og dvaldist þar slíka hríð sem henni sýndist. Gengur hún
síðan inn til stofu því að hún ætlaði að þeir Þorkell mundu
þangað gengnir. Og er hún kom í stofuna þá var þar ekki
manna. Þá brá Guðrúnu mjög í brún um atburð þenna allan
jafnsaman.



Föstudag hinn langa sendi Guðrún menn sína að forvitnast um
ferðir þeirra Þorkels, suma inn á Strönd en suma um eyjar.
Var þá rekinn víða kominn um eyjarnar og svo til
hvorrartveggju strandar. Þvottdaginn fyrir páska spurðust
tíðindin og þóttu vera mikil því að Þorkell hafði verið
mikill höfðingi. Þorkell hafði átta vetur hins fimmta tigar
þá er hann drukknaði en það var fjórum vetrum fyrr en hinn
heilagi Ólafur konungur féll. Guðrúnu þótti mikið fráfall
Þorkels en bar þó skörulega af sér. Fátt eina náðist af
kirkjuviðinum.



Gellir var þá fjórtán vetra gamall. Hann tók þá til
búsumsýslu með móður sinni og tók við mannaforráði. Var það
brátt auðsætt á honum að hann var vel til fallinn til
fyrirmanns. Guðrún gerðist trúkona mikil. Hún nam fyrst
kvenna saltara á Íslandi. Hún var löngum um nætur að kirkju á
bænum sínum. Herdís Bolladóttir fór jafnan með henni um
næturnar. Guðrún unni mikið Herdísi.



Það er sagt einhverja nótt að meyna Herdísi dreymdi að kona
kæmi að henni. Sú var í vefjarskikkju og faldin höfuðdúki.
Ekki sýndist henni konan svipleg.



Hún tók til orða: "Seg þú það ömmu þinni að mér hugnar illa
við hana því að hún bröltir allar nætur á mér og fellir á mig
dropa svo heita að eg brenn af öll. En því segi eg þér til
þessa að mér líkar til þín nokkuru betur en þó svífur enn
nokkuð kynlegt yfir þig. En þó mundi eg við þig semja ef mér
þætti eigi meiri bóta vant þar sem Guðrún er."



Síðan vaknaði Herdís og sagði Guðrúnu drauminn. Guðrúnu þótti
góður fyrirburðurinn. Um morguninn eftir lét Guðrún taka upp
fjalar úr kirkjugólfinu þar sem hún var vön að falla á
knébeð. Hún lét grafa þar niður í jörð. Þar fundust undir
bein. Þau voru blá og illileg. Þar fannst og kinga og
seiðstafur mikill. Þóttust menn þá vita að þar mundi verið
hafa völuleiði nokkuð. Voru þau bein færð langt í brott þar
sem síst var manna vegur.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.