Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 75

Laxdœla saga 75 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 75)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
747576

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þenna vetur eftir jól bjóst Þorkell heiman norður til
Hrútafjarðar að flytja norðan viðu sína. Ríður hann fyrst inn
í Dali og þaðan í Ljárskóga til Þorsteins frænda síns og
aflar sér manna og hrossa. Hann fer síðan norður til
Hrútafjarðar og dvelst þar um hríð og hefir ætlan á um
ferðina, safnar að sér hestum þar um fjörð því að hann vildi
eigi fleiri farar að gera ef svo mætti takast. Varð þetta
ekki skjótt. Þorkell var í starfi þessu fram á langaföstu.
Hann kemur þessu starfi til vegar. Hann dró viðinn norðan
meir en á tuttugu hestum og lætur liggja viðinn á Ljáeyri.
Síðan ætlaði hann að flytja á skipi út til Helgafells.
Þorsteinn átti ferju mikla og ætlaði Þorkell það skip að hafa
þá er hann færi heimleiðis. Þorkell var í Ljárskógum um
föstuna því að ástúðigt var með þeim frændum. Þorsteinn ræddi
við Þorkel að það mundi vel hent að þeir færu í Hjarðarholt:
"Vil eg fala land að Halldóri því að hann hefir lítið lausafé
síðan hann galt þeim Bollasonum í föðurbætur. En það land er
svo að eg vildi helst eiga."Þorkell bað hann ráða. Fara þeir heiman og voru saman vel
tuttugu menn. Þeir koma í Hjarðarholt. Tók Halldór vel við
þeim og var hinn málreifasti. Fátt var manna heima því að
Halldór hafði sent menn norður í Steingrímsfjörð. Þar hafði
komið hvalur er hann átti í. Beinir hinn sterki var heima.
Hann einn lifði þá þeirra manna er verið höfðu með Ólafi
föður hans.Halldór hafði mælt til Beinis þegar er hann sá reið þeirra
Þorsteins: "Gerla sé eg erindi þeirra frænda. Þeir munu fala
land mitt að mér og ef svo er þá munu þeir heimta mig á tal.
Þess get eg að á sína hönd mér setjist hvor þeirra. Og ef
þeir bjóða mér nokkurn ómaka þá vertu eigi seinni að ráða til
Þorsteins en eg til Þorkels. Hefir þú lengi verið trúr oss
frændum. Eg hefi og sent á hina næstu bæi eftir mönnum. Vildi
eg að það hæfðist mjög á að lið það kæmi og vér slitum
talinu."Og er á leið daginn ræddi Þorsteinn við Halldór að þeir
skyldu ganga allir saman á tal, "eigum við erindi við þig."Halldór kvað það vel fallið. Þorsteinn mælti við förunauta
sína að ekki þyrftu þeir að ganga með þeim en Beinir gekk með
þeim ekki að síður því að honum þótti mjög eftir því fara sem
Halldór gat til. Þeir gengu mjög langt á brott í túnið.
Halldór hafði yfir sér samda skikkju og á nist löng sem þá
var títt. Halldór settist niður á völlinn en á sína hönd
honum hvor þeirra frænda og þeir settust nálega á skikkjuna
en Beinir stóð yfir þeim og hafði öxi mikla í hendi.Þá mælti Þorsteinn: "Það er erindi mitt hingað að eg vil
kaupa land að þér. Legg eg þetta því nú til umræðu að nú er
Þorkell frændi minn við. Þætti mér okkur þetta vel hent því
að mér er sagt að þú hafir ónógleg lausafé en land dýrt
undir. Mun eg gefa þér í móti þá staðfestu að sæmileg sé og
þar í milli sem við verðum á sáttir."Halldór tók ekki svo fjarri í fyrstu og inntust þeir til um
kaupakosti. Og er þeim þótti hann ekki fjarri taka þá felldi
Þorkell sig mjög við umræðuna og vildi saman færa með þeim
kaupið. Halldór dró þá heldur fyrir þeim en þeir sóttu eftir
því fastara og þar kom um síðir að þess firr var er þeir
gengu nær.Þá mælti Þorkell: "Sérð þú eigi Þorsteinn frændi hversu þetta
fer? Hann hefir þetta mál dregið fyrir oss í allan dag en vér
höfum setið hér að hégóma hans og ginningum. Nú ef þér er
hugur á landkaupi þá munum vér verða að ganga nær."Þorsteinn kvaðst þá vilja vita sinn hluta, bað nú Halldór úr
skugga ganga hvort hann vildi unna honum landkaupsins.Halldór svarar: "Eg ætla að ekki þurfi að fara myrkt um það
að þú munt kauplaust heim fara í kveld."Þá segir Þorsteinn: "Eg ætla og ekki þurfa að fresta því að
kveða það upp er fyrir er hugað að þér eru tveir kostir
hugðir því að vér þykjumst eiga undir oss hærra hlut fyrir
liðsmunar sakir. Er sá kostur annar að þú ger þetta mál með
vild og haf þar í mót vinfengi vort en sá er annar að sýnu er
verri að þú rétt nauðigur fram höndina og handsala mér
Hjarðarholtsland."En þá er Þorsteinn mælti svo framt þá sprettur Halldór upp
svo hart að nistin rifnaði af skikkjunni og mælti: "Verða mun
annað fyrr en eg mæli það er eg vil eigi.""Hvað mun það?" spyr Þorsteinn."Bolöx mun standa í höfði þér af hinum versta manni og steypa
svo ofsa þínum og ójafnaði."Þorkell svarar: "Þetta er illa spáð og væntum vér að eigi
gangi eftir og ærnar kalla eg nú sakar til þótt þú Halldór
látir land þitt og hafir eigi fé fyrir."Þá svarar Halldór: "Fyrr muntu spenna um þöngulshöfuð á
Breiðafirði en eg handsali nauðigur land mitt."Halldór gengur nú heim eftir þetta. Þá drífa menn að bænum,
þeir er hann hafði eftir sent. Þorsteinn var hinn reiðasti og
vildi þegar veita Halldóri atgöngu.Þorkell bað hann eigi það gera "og er það hin mesta óhæfa á
slíkum tíðum en þegar þessi stund líður af þá mun eg ekki
letja að oss lendi saman."Halldór kvaðst það ætla að hann mundi aldrei vanbúinn við
þeim.Eftir þetta riðu þeir í brott og ræddu margt um ferð þessa
með sér. Þorsteinn mælti, kvað það satt vera að þeirra ferð
var hin dálegsta "eða hví varð þér svo bilt Þorkell frændi að
ráða til Halldórs og gera honum nokkura skömm?"Þorkell svarar: "Sástu eigi Beini er hann stóð yfir þér með
reidda öxina? Og var það hin mesta ófæra því að þegar mundi
hann keyra öxina í höfuð þér er eg gerði mig líklegan til
nokkurs."Ríða þeir nú heim í Ljárskóga. Líður nú föstunni og kemur hin
efsta vika.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.