Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 56

Laxdœla saga 56 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 56)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
555657

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það ræddu þeir förunautar Halldórs að Guðrúnu þætti lítið
dráp Bolla er hún slóst á leiðiorð við þá og átti allt tal
við þá svo sem þeir hefðu ekki að gert það er henni væri í
móti skapi.Þá svarar Halldór: "Ekki er það mín ætlan að Guðrúnu þyki
lítið lát Bolla. Hygg eg að henni gengi það meir til
leiðiorðs við oss að hún vildi vita sem gerst hverjir menn
hefðu verið í þessi ferð. Er það og ekki ofmæli að Guðrún er
mjög fyrir öðrum konum um allan skörungskap. Það er og eftir
vonum að Guðrúnu þyki mikið lát Bolla því að það er satt að
segja að eftir slíka menn er mestur skaði sem Bolli var þó að
vér frændur bærum eigi giftu til samþykkis."Eftir þetta ríða þeir heim í Hjarðarholt.Þessi tíðindi spyrjast brátt víða og þóttu mikil. Var Bolli
hið mesta harmdauði. Guðrún sendi þegar menn á fund Snorra
goða því að þar þóttust þau Ósvífur eiga allt traust er
Snorri var. Snorri brá við skjótt orðsending Guðrúnar og kom
í Tungu við sex tigi manna. Guðrún varð fegin komu hans. Hann
bauðst að leita um sættir en Guðrúnu var lítið um það að játa
því fyrir hönd Þorleiks að taka fé fyrir víg Bolla."Þykir mér þú Snorri það liðsinni mér mest veita," segir
Guðrún, "að þú skiptir bústöðum við mig svo að eg sitji eigi
samtýnis við þá Hjarðhyltinga."Í þenna tíma átti Snorri deilur miklar við þá Eyrbyggja.
Snorri kvaðst þetta mundu gera fyrir vinfengis sakir við
Guðrúnu "en þó muntu Guðrún þessi misseri verða að búa í
Tungu."Býst nú Snorri í brott og gaf Guðrún honum virðulegar gjafir.
Ríður nú Snorri heim og var kyrrt að kalla þau misseri.Hinn næsta vetur eftir víg Bolla fæddi Guðrún barn. Það var
sveinn. Sá var Bolli nefndur. Hann var snemma mikill og vænn.
Guðrún unni honum mikið. Og er vetur sá líður af og vor kom
þá fer fram kaup það sem rætt hafði verið að þau mundu kaupa
um lönd, Snorri og Guðrún. Réðst Snorri í Tungu og bjó þar
meðan hann lifði. Guðrún fer til Helgafells og þau Ósvífur og
setja þar bú saman risulegt. Vaxa þar upp synir Guðrúnar,
Þorleikur og Bolli. Þorleikur var þá fjögurra vetra gamall er
Bolli var veginn faðir hans.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.