Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 55

Laxdœla saga 55 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 55)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
545556

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eftir það ríða þeir heiman úr Hjarðarholti níu saman.
Þorgerður var hin tíunda. Þau ríða inn eftir fjörum og svo
til Ljárskóga. Það var öndverða nótt, létta ei fyrr en þau
koma í Sælingsdal þá er nokkuð var morgnað. Skógur þykkur var
í dalnum í þann tíð. Bolli var þar í seli sem Halldór hafði
spurt. Selin stóðu við ána þar sem nú heita Bollatóftir. Holt
mikið gengur fyrir ofan selið og ofan að Stakkagili. Milli
hlíðarinnar og holtsins er engi mikið er í Barmi heitir. Þar
unnu húskarlar Bolla. Þeir Halldór og hans förunautar riðu að
Öxnagróf, yfir Ránarvöllu og svo fyrir ofan Hamarengi. Það er
gegnt selinu. Þeir vissu að margt manna var að selinu, stíga
af baki og ætluðu að bíða þess er menn færu frá selinu til
verks.Smalamaður Bolla fór að fé snemma um morguninn uppi í
hlíðinni. Hann sá mennina í skóginum og svo hrossin er bundin
voru. Hann grunar að þetta muni eigi vera friðmenn er svo
leynilega fóru. Hann stefnir þegar heim hið gegnsta til
selsins og ætlar að segja Bolla komu manna. Halldór var
skyggn maður. Hann sér að maðurinn hleypur ofan úr hlíðinni
og stefndi til selsins. Hann segir förunautum sínum að það
mun vera smalamaður Bolla "og mun hafa séð ferð vora. Skulum
vér nú gera í móti honum og láta hann engri njósn koma til
selsins."Þeir gerðu sem hann mælti fyrir. Án hrísmagi varð þeirra
skjótastur og getur farið sveininn, tekur hann upp og keyrir
niður. Það fall varð á þá leið að hryggurinn brotnaði í
sundur í sveininum. Síðan riðu þeir að selinu. Selin voru
tvö, svefnsel og búr. Bolli hafði verið snemma á fótum um
morguninn og skipað til vinnu en lagist þá til svefns er
húskarlar fóru í brott.Þau voru tvö í selinu, Bolli og Guðrún. Þau vöknuðu við
dyninn er þeir hlupu af baki. Heyrðu þau og er þeir ræddu um
hver fyrstur skyldi inn ganga í selið að Bolla. Bolli kenndi
mál Halldórs og fleiri þeirra förunauta. Bolli mælti við
Guðrúnu og bað hana ganga úr selinu í brott og segir að sá
einn mundi fundur þeirra verða er henni mundi ekki gaman að
verða. Guðrún kvaðst hyggja að þau ein tíðindi mundu þar
verða að hún mundi sjá mega og kvað Bolla ekki mundu mein að
sér þótt hún væri nær honum stödd. Bolli kvaðst þessu ráða
vilja og svo var að Guðrún gekk út úr selinu. Hún gekk ofan
fyrir brekkuna til lækjar þess er þar féll og tók að þvo
léreft sín.Bolli var nú einn í selinu. Hann tók vopn sín, setti hjálm á
höfuð sér og hafði skjöld fyrir sér en sverðið Fótbít í
hendi. Enga hafði hann brynju. Þeir Halldór ræða nú um með
sér hversu að skal orka því að engi var fús að ganga inn í
selið.Þá mælti Án hrísmagi: "Eru þeir menn hér í ferð er Kjartani
eru skyldri að frændsemi en eg en engi mun sá að minnisamara
muni vera um þann atburð er Kjartan lést en mér. Var mér það
þá í hug að eg var heim færður í Tungu ódauður að einu, en
Kjartan var veginn, að eg mundi feginn vinna Bolla mein ef eg
kæmist í færi. Mun eg fyrstur inn ganga í selið."Þá svarar Þorsteinn svarti: "Hreystimannlega er slíkt mælt en
þó er ráðlegra að rasa eigi fyrir ráð fram og fari menn nú
varlega því að Bolli mun eigi kyrr fyrir standa er að honum
er sótt. Nú þótt hann sé fáliður fyrir þá munuð þér þar von
eiga snarprar varnar því að Bolli er bæði sterkur og
vígfimur. Hefir hann og sverð það er öruggt er til vopns."Síðan gengur Án inn í selið hart og skjótt og hafði skjöldinn
yfir höfði sér og sneri fram hinu mjórra. Bolli hjó til hans
með Fótbít og af skjaldarsporðinn og þar með klauf hann Án í
herðar niður. Fékk hann þegar bana sem von var. Síðan gekk
Lambi inn. Hann hafði hlíf fyrir sér en sverð brugðið í
hendi. Í því bili kippti Bolli Fótbít úr sárinu og bar þá af
honum skjöldinn. Þá lagði Lambi í lær Bolla og varð það mikið
sár. Bolli hjó í móti á öxl Lamba og renndi sverðið ofan með
síðunni. Hann varð þegar óvígur og aldrei síðan varð honum
höndin meinlaus meðan hann lifði. Í þessari svipan gekk inn
Helgi Harðbeinsson og hafði í hendi spjót það er alnar var
löng fjöðrin og járni vafið skaftið. En er Bolli sér það þá
kastar hann sverðinu en tók skjöldinn tveim höndum og gekk
fram að selsdyrunum í móti Helga. Helgi lagði til Bolla með
spjótinu í gegnum skjöldinn og sjálfan hann. Bolli hallaðist
upp að selsvegginum. Nú þustu menn inn í selið, Halldór og
bræður hans. Þorgerður gekk og inn í selið.Þá mælti Bolli: "Það er nú ráð bræður að ganga nær en hér
til," kvaðst þess vænta að þá mundi skömm vörn.Þorgerður svarar máli hans og sagði eigi spara þurfa að vinna
ógrunsamlega að við Bolla, bað þá ganga milli bols og höfuðs.
Bolli stóð þá enn upp við selsvegginn og hélt að sér
kyrtlinum að eigi hlypu út iðrin. Þá hljóp Steinþór Ólafsson
að Bolla og hjó til hans með öxi á hálsinn við herðarnar og
gekk þegar af höfuðið. Þorgerður bað hann heilan njóta handa,
kvað nú Guðrúnu mundu eiga að búa um rauða skör Bolla um
hríð.Eftir þetta ganga þeir út úr selinu.Guðrún gengur þá neðan frá læknum og til tals við þá Halldór
og spurði hvað til tíðinda hafði gerst í skiptum þeirra
Bolla.Þeir segja slíkt sem í hafði gerst.Guðrún var í námkyrtli og við vefjarupphlutur þröngur en
sveigur mikill á höfði. Hún hafði hnýtt um sig blæju og voru
í mörk blá og tröf fyrir enda. Helgi Harðbeinsson gekk að
Guðrúnu og tók blæjuendann og þerrði blóð af spjótinu því
hinu sama er hann lagði Bolla í gegnum með.Guðrún leit til hans og brosti við.Þá mælti Halldór: "Þetta er illmannlega gert og grimmlega."Helgi bað hann eigi það harma "því að eg hygg það," segir
hann, "að undir þessu blæjuhorni búi minn höfuðsbani."Síðan tóku þeir hesta sína og riðu í brott. Guðrún gekk á veg
með þeim og talaði við þá um hríð. Síðan hvarf hún aftur.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.